Viðskipti innlent

Danskt tryggingafélag endurgreiðir viðskiptavinum 14 milljarða

ingvar haraldsson skrifar
Ráðhúsið í Kaupmannahöfn.
Ráðhúsið í Kaupmannahöfn.
Danska tryggingafélagið Tryg hyggst endurgreiða milljón viðskiptavinum sínum 750 milljónir danskra króna, jafnvirði ríflega 14 milljarða íslenskrar króna vegna góðrar afkomu á síðasta ári. Upphæðin samsvarar 8 prósent af iðgjöldum síðasta árs samkvæmt frétt DR um málið.

TryghedsGruppen, eigandi  Tryg, hagnaðist um 1,9 milljarða danskra króna, um 36 milljarða íslenskra króna á síðasta ári.

Þar af hyggst félagið endurgreiða viðskiptavinum 750 milljónir danskra króna íslenskra króna og gefa 550 milljónir danskra króna, ríflega 10 milljarða íslenskra króna, til samtaka sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni.


Tengdar fréttir

Ný reikningsskil skapa milljarða í arð

VÍS, Sjóvá og TM munu hafa greitt tæpa 30 milljarða til eigenda sinna frá 2013 gangi áform um arðgreiðslur og endurkaup hlutabréfa eftir. Félögin drógu úr afsláttum og hækkuðu iðgjöld í fyrra. Tryggingarekstur á að standa undir sér






Fleiri fréttir

Sjá meira


×