Viska Óðins Magnús Guðmundsson skrifar 7. mars 2016 07:00 Það getur falist hugrekki og framsýni í því að setja fram skoðanir og hugmyndir sem ganga þvert á það sem er ríkjandi hverju sinni. Hugmyndir á borð við lýðræði og mannréttindi, svo dæmi sé tekið af hugmyndum sem skoða heiminn og bæta samfélagið með opnum huga. Andstaða þessara hugmynda eru svo þær sem eru settar fram í ótta, fáfræði og með sérhagsmuni ákveðinna hópa, eins og t.d. stakra þjóða eða stétta, að leiðarljósi. Ágætis dæmi um síðarnefndu hugmyndirnar voru settar fram í vikunni af Ásmundi Friðrikssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Þær eru þó því miður hvorki nýjar af nálinni né án hljómgrunns í samfélaginu enda leggur Ásmundur áherslu á mikilvægi þess að við þurfum að taka umræðu um þessar hugmyndir. Hugmyndir sem snúast um að í nafni sérhagsmuna lokum við landamærum okkar fyrir flóttafólki og snúum því burt á staðnum. Tökum ekki tillit til afleiðinganna fyrir viðkomandi og segjum okkur frá alþjóðasamningum sem miða að því að mannkynið taki sameiginlega ábyrgð á þeim sem eiga um sárt að binda af völdum styrjalda og ofsókna af ýmsu tagi. Ásmundur leggur áherslu á að hann sé óhræddur við að taka þessa umræðu og að hana þurfi að taka. Hún er reyndar viðlíka skynsamleg og að taka þurfi umræðu um að leyft verði að kasta af sér vatni í heita pottinum rétt áður en maður fer upp úr, því eðli málsins samkvæmt munu aðrir en maður sjálfur sitja í súpunni. Að við eigum að „þora að taka þessa umræðu“ er því hreinn og klár þvættingur. Mannvænt og siðmenntað samfélag á nefnilega að vera að taka umræðu um það hvernig það geti hjálpað öðrum en ekki hvernig það geti komið sér hjá því. Við þurfum hins vegar að taka umræðu um hvernig við getum losað samfélagið undan áþján fordóma, afturhalds og sérhagsmuna sem eru í alla staði skaðleg fyrirbæri mannvænu og gæskuríku samfélagi. Þar gæti svarið m.a. verið falið í aukinni þekkingu sem og almennri þekkingarleit einstaklinga og samfélags. Hver sá sem vill auka þekkingu sína og víðsýni gæti til að mynda tekið goðið Óðin sér til fyrirmyndar, en talsverðs misskilnings virðist gæta um eiginleika og eðli Óðins bæði hérlendis sem, til að mynda, í Finnlandi. Óðinn var æðstur guða í norrænni og germanskri goðafræði og þekktur fyrir að sækjast sífellt eftir meiri visku og þekkingu og vera í senn bæði víðförull og gestrisinn, enda hvort tveggja grunnforsenda allrar þekkingarleitar og framþróunar. Óðinn er þannig einnig táknmynd þess að norræn og íslensk menning eru ekkert sjálfsprottið og engu skylt fyrirbæri heldur afsprengi þekkingarleitar, víðsýni og gestrisni. Þess er því að sönnu óskandi að Ásmundur Friðriksson og aðrir sem telja mikilvægt að taka umræðu um réttmæti þess að hjálpa sér og sínum frekar en öðrum, hvaðan sem þeir koma, taki sér nú Óðin til fyrirmyndar og láti þekkingarleitina opna huga og leiða hönd til góðra verka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það getur falist hugrekki og framsýni í því að setja fram skoðanir og hugmyndir sem ganga þvert á það sem er ríkjandi hverju sinni. Hugmyndir á borð við lýðræði og mannréttindi, svo dæmi sé tekið af hugmyndum sem skoða heiminn og bæta samfélagið með opnum huga. Andstaða þessara hugmynda eru svo þær sem eru settar fram í ótta, fáfræði og með sérhagsmuni ákveðinna hópa, eins og t.d. stakra þjóða eða stétta, að leiðarljósi. Ágætis dæmi um síðarnefndu hugmyndirnar voru settar fram í vikunni af Ásmundi Friðrikssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Þær eru þó því miður hvorki nýjar af nálinni né án hljómgrunns í samfélaginu enda leggur Ásmundur áherslu á mikilvægi þess að við þurfum að taka umræðu um þessar hugmyndir. Hugmyndir sem snúast um að í nafni sérhagsmuna lokum við landamærum okkar fyrir flóttafólki og snúum því burt á staðnum. Tökum ekki tillit til afleiðinganna fyrir viðkomandi og segjum okkur frá alþjóðasamningum sem miða að því að mannkynið taki sameiginlega ábyrgð á þeim sem eiga um sárt að binda af völdum styrjalda og ofsókna af ýmsu tagi. Ásmundur leggur áherslu á að hann sé óhræddur við að taka þessa umræðu og að hana þurfi að taka. Hún er reyndar viðlíka skynsamleg og að taka þurfi umræðu um að leyft verði að kasta af sér vatni í heita pottinum rétt áður en maður fer upp úr, því eðli málsins samkvæmt munu aðrir en maður sjálfur sitja í súpunni. Að við eigum að „þora að taka þessa umræðu“ er því hreinn og klár þvættingur. Mannvænt og siðmenntað samfélag á nefnilega að vera að taka umræðu um það hvernig það geti hjálpað öðrum en ekki hvernig það geti komið sér hjá því. Við þurfum hins vegar að taka umræðu um hvernig við getum losað samfélagið undan áþján fordóma, afturhalds og sérhagsmuna sem eru í alla staði skaðleg fyrirbæri mannvænu og gæskuríku samfélagi. Þar gæti svarið m.a. verið falið í aukinni þekkingu sem og almennri þekkingarleit einstaklinga og samfélags. Hver sá sem vill auka þekkingu sína og víðsýni gæti til að mynda tekið goðið Óðin sér til fyrirmyndar, en talsverðs misskilnings virðist gæta um eiginleika og eðli Óðins bæði hérlendis sem, til að mynda, í Finnlandi. Óðinn var æðstur guða í norrænni og germanskri goðafræði og þekktur fyrir að sækjast sífellt eftir meiri visku og þekkingu og vera í senn bæði víðförull og gestrisinn, enda hvort tveggja grunnforsenda allrar þekkingarleitar og framþróunar. Óðinn er þannig einnig táknmynd þess að norræn og íslensk menning eru ekkert sjálfsprottið og engu skylt fyrirbæri heldur afsprengi þekkingarleitar, víðsýni og gestrisni. Þess er því að sönnu óskandi að Ásmundur Friðriksson og aðrir sem telja mikilvægt að taka umræðu um réttmæti þess að hjálpa sér og sínum frekar en öðrum, hvaðan sem þeir koma, taki sér nú Óðin til fyrirmyndar og láti þekkingarleitina opna huga og leiða hönd til góðra verka.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun