Kosið um aðild BDSM félagsins að Samtökunum 78: „Vitum að þetta er umdeilt í félaginu“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 5. mars 2016 12:13 „Hef fulla trú á að fólk kynni sér málin og taki svo eigin afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir,” segir formaður Samtakanna '78. vísir/getty Kosið verður um aðild BDSM-félagsins á Íslandi að Samtökunum ’78 á aðalfundi samtakanna í dag. Hilmar Hildarson Magnúsarson, formaður Samtakanna ’78, segir umsóknina hafa verið vel kynnta fyrir félagsmönnum. Vissulega séu skiptar skoðanir, en að hann treysti því að fólk taki upplýsta ákvörðun um málið. „ Við höfum haldið opna og upplýsandi fundi fyrir okkar félagsfólk. Mér finnst umræður hafa verið mjög góðar og málefnalegar til að upplýsa þessi mál. Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá eru deildar meiningar um þetta en ég hef fulla trú á því að fólk kynni sér málin og taki svo afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir. En það er auðvitað þess vegna sem stjórnin hefur ákveðið að gefa ekki út neina línu í þessu máli. Við vitum að þetta er umdeilt í félaginu,” segir Hilmar í samtali við Vísi.Hilmar Hildarson Magnúsarson.vísir/gvaEkki þörf á endurskilgreiningu Aðspurður segir hann fordæmi fyrir því að BDSM-félag sé partur af samtökum hinsegin fólks. „Já, þetta þekkist í nágrannalöndum, til dæmis í Noregi, Landssamtökum hinsegin fólks í Noregi, LLH. Ég veit ekki betur en að það hafi gengið ágætlega.” Þá segir hann samtökin koma til með að stækka eilítið, verði aðild félagsins samþykkt. Líklega séu 30-50 manns í BDSM félaginu. Hann segir ekki þörf á að endurskilgreina samtökin „Þau tala um BDSM sem kynhneigð og ég myndi ekki telja að það sé þörf á einhverri endurskilgreiningu.”Ekki allir sammála um hvað sé kynhneigð Magnús Hákonarson, formaður BDSM á Íslandi, sagði í samtali við Fréttablaðið á dögunum að aðild BDSM-félaga að hinsegin-hópum sé stórflókið og rammpólitískt mál. Fræðimenn séu ekki sammála um hvað sé kynhneigð og hversu mikið hún orsakist af líffræðilegum þáttum eða félagsmótun. „Það sem menn eru að sjá í dag er að stór hluti BDSM-fólks upplifir þetta sem part af sinni kynverund. Það hefur ekkert með það að gera hvað það gerir inni í svefnherbergi eða ekki. Það fólk er inni í skápnum á nákvæmlega sama hátt og að strögla í mjög svipaða veru með að koma út út skápnum,“ sagði Magnús. Aðalfundur Samtakanna 78 hefst klukkan 14 í dag og er niðurstaðna úr atkvæðagreiðslunni, sem verður leynileg, að vænta upp úr klukkan 17. Hinsegin Tengdar fréttir Vilja kynna BDSM fyrir íslenskum unglingum Félag BDSM áhugafólks á Íslandi bíður eftir að félagsmenn Samtakanna 78 kjósi um aðild þeirra að samtökunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að skiptar skoðanir séu um aðildina. Formaður segir BDSM-fólk þurfa að koma út úr skápnum. 25. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Kosið verður um aðild BDSM-félagsins á Íslandi að Samtökunum ’78 á aðalfundi samtakanna í dag. Hilmar Hildarson Magnúsarson, formaður Samtakanna ’78, segir umsóknina hafa verið vel kynnta fyrir félagsmönnum. Vissulega séu skiptar skoðanir, en að hann treysti því að fólk taki upplýsta ákvörðun um málið. „ Við höfum haldið opna og upplýsandi fundi fyrir okkar félagsfólk. Mér finnst umræður hafa verið mjög góðar og málefnalegar til að upplýsa þessi mál. Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá eru deildar meiningar um þetta en ég hef fulla trú á því að fólk kynni sér málin og taki svo afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir. En það er auðvitað þess vegna sem stjórnin hefur ákveðið að gefa ekki út neina línu í þessu máli. Við vitum að þetta er umdeilt í félaginu,” segir Hilmar í samtali við Vísi.Hilmar Hildarson Magnúsarson.vísir/gvaEkki þörf á endurskilgreiningu Aðspurður segir hann fordæmi fyrir því að BDSM-félag sé partur af samtökum hinsegin fólks. „Já, þetta þekkist í nágrannalöndum, til dæmis í Noregi, Landssamtökum hinsegin fólks í Noregi, LLH. Ég veit ekki betur en að það hafi gengið ágætlega.” Þá segir hann samtökin koma til með að stækka eilítið, verði aðild félagsins samþykkt. Líklega séu 30-50 manns í BDSM félaginu. Hann segir ekki þörf á að endurskilgreina samtökin „Þau tala um BDSM sem kynhneigð og ég myndi ekki telja að það sé þörf á einhverri endurskilgreiningu.”Ekki allir sammála um hvað sé kynhneigð Magnús Hákonarson, formaður BDSM á Íslandi, sagði í samtali við Fréttablaðið á dögunum að aðild BDSM-félaga að hinsegin-hópum sé stórflókið og rammpólitískt mál. Fræðimenn séu ekki sammála um hvað sé kynhneigð og hversu mikið hún orsakist af líffræðilegum þáttum eða félagsmótun. „Það sem menn eru að sjá í dag er að stór hluti BDSM-fólks upplifir þetta sem part af sinni kynverund. Það hefur ekkert með það að gera hvað það gerir inni í svefnherbergi eða ekki. Það fólk er inni í skápnum á nákvæmlega sama hátt og að strögla í mjög svipaða veru með að koma út út skápnum,“ sagði Magnús. Aðalfundur Samtakanna 78 hefst klukkan 14 í dag og er niðurstaðna úr atkvæðagreiðslunni, sem verður leynileg, að vænta upp úr klukkan 17.
Hinsegin Tengdar fréttir Vilja kynna BDSM fyrir íslenskum unglingum Félag BDSM áhugafólks á Íslandi bíður eftir að félagsmenn Samtakanna 78 kjósi um aðild þeirra að samtökunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að skiptar skoðanir séu um aðildina. Formaður segir BDSM-fólk þurfa að koma út úr skápnum. 25. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Vilja kynna BDSM fyrir íslenskum unglingum Félag BDSM áhugafólks á Íslandi bíður eftir að félagsmenn Samtakanna 78 kjósi um aðild þeirra að samtökunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að skiptar skoðanir séu um aðildina. Formaður segir BDSM-fólk þurfa að koma út úr skápnum. 25. febrúar 2016 07:00