Læknir skorar á borgina að láta af „tilraun á börnunum“ í dekkjakurlinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. mars 2016 19:26 Grunsemdir eru um að dekkjakurl sem notað er sem uppfyllingarefni á gervisgrasvöllum geti valdið eitlakrabbameini og hvítblæði. Há tíðni eitlakrabbameins hjá börnum sem hafa spilað í marki í fótbolta hefur vakið athygli. Kurlið er notað á 21 spark- og gervigrasvöll í Reykjavík. Við sögðum ykkur í gær frá Fjólu Sigurðardóttur 21 árs knattspyrnukona í Fram sem telur að bein orsakatengsl séu á milli öndunarfærasjúkdóms sem hún glímir við og þeirrar staðreyndar að hún hefur undanfarin 5 ár spilað á gervigrasvelli í Safamýri sem þakinn er með dekkjakurli. En dekkjakurlið veldur ekki bara ertingu í öndunarveginum. Í hverju kílói af dekkjakurlinu sem notað er á spark- og gervisgrasvöllum í Reykjavík eru 13-55 milligrömm af þrávirka efninu PAH, sem getur valdið krabbameini. Leyfilegt hámark í leikföngum, svo dæmi sé tekið, er 0,5 milligrömm.Iðkendur njóti vafans Þórarinn Guðnason lyflæknir og sérfræðingur í hjartasjúkdómum segir að lykilatriðið í þessari umræðu sé að skaðleysi dekkjakurlsins hafi ekki verið sannað. Iðkendur verði að njóta vafans. „Í Bandaríkjunum er grunur um aukna tíðni eitlakrabbameins og hvítblæðis hjá iðkendum. Þetta er ekki sannað en það hefur vakið athygli að óvenjumargir krakkar, sérstaklega þeir sem hafa spilað í marki, hafa greinst með eitlakrabbamein þar. Þetta þarf að skoða betur og ég veit að Bandaríkjamenn ætla að gera það. Hins vegar er vandamálið við sönnunarbyrðina í þessu að það tekur langan tíma að sanna með óyggjandi vísindalegum hætti að það séu orsakatengsl á milli efna í umhverfinu og sjúkdóma. Góð dæmi um þetta eru asbest og reykingar sem tók mörg ár að sanna að yllu krabbameini en enginn efast um í dag,“ segir Þórarinn. Meirihluti borgarstjórnar hefur ekki sýnt málinu mikinn áhuga. Hinn 1. desember var tillaga um sérstaka fjárveitingu til endurbóta á gervisgrasvöllum felld í borgarráði með atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata. 11. febrúar sl. samþykkti borgarráð loks endurnýjun gervisgrasvallar Víkings og jafnframt er gert ráð fyrir að vellir KR og Fylkis verði endurnýjaðir á næsta ári. Þetta eru 3 vellir af 21. „Ég hvet Reykjavíkurborg að taka strax á þessum málum og reyna að fá fjármagn í þetta. Það er engin ástæða til þess að halda áfram að gera þessa tilraun á börnunum okkar,“ segir Þórarinn Guðnason. Tengdar fréttir Foreldrar ósáttir við að dekkjakurl verði ekki alfarið fjarlægt í ár Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni. 12. febrúar 2016 12:37 Ung knattspyrnukona rekur öndunarfærasjúkdóm til dekkjakurls Ung knattspyrnukona í Fram telur að bein tengsl séu á milli öndunarfærasjúkdóms sem hún glímir við og þeirri staðreynd að hún hefur spilað undanfarin 5 ár á velli sem þakinn er heilsuspillandi dekkjakurli. Hér áður fyrr var hún alltaf með sterk og heilbrigð lungu. 3. mars 2016 19:00 Endurnýjun kurlvallanna er ekki forgangsmál Samkvæmt nýrri áætlun meirihluta borgarstjórnar er endurnýjun gervigrasvalla þar sem notað er dekkjakurl ekki forgangsmál. 18. febrúar 2016 07:00 Telur að gervigras tengist krabbameini sonar síns Breskur faðir vill að ítarlegar rannsóknir verði framkvæmdar á gervigrasvöllum og þeim gúmmíefnum sem eru notuð á þeim. 16. febrúar 2016 14:30 Vilja að Heilbrigðiseftirlitið rannsaki dekkjakurl á gervigrasvöllum Samtök sem berjast fyrir hættulausu gúmmíkurli vilja að notkun Reykjavíkurborgar á dekkjakurli verði rannsökuð. 18. febrúar 2016 20:10 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Grunsemdir eru um að dekkjakurl sem notað er sem uppfyllingarefni á gervisgrasvöllum geti valdið eitlakrabbameini og hvítblæði. Há tíðni eitlakrabbameins hjá börnum sem hafa spilað í marki í fótbolta hefur vakið athygli. Kurlið er notað á 21 spark- og gervigrasvöll í Reykjavík. Við sögðum ykkur í gær frá Fjólu Sigurðardóttur 21 árs knattspyrnukona í Fram sem telur að bein orsakatengsl séu á milli öndunarfærasjúkdóms sem hún glímir við og þeirrar staðreyndar að hún hefur undanfarin 5 ár spilað á gervigrasvelli í Safamýri sem þakinn er með dekkjakurli. En dekkjakurlið veldur ekki bara ertingu í öndunarveginum. Í hverju kílói af dekkjakurlinu sem notað er á spark- og gervisgrasvöllum í Reykjavík eru 13-55 milligrömm af þrávirka efninu PAH, sem getur valdið krabbameini. Leyfilegt hámark í leikföngum, svo dæmi sé tekið, er 0,5 milligrömm.Iðkendur njóti vafans Þórarinn Guðnason lyflæknir og sérfræðingur í hjartasjúkdómum segir að lykilatriðið í þessari umræðu sé að skaðleysi dekkjakurlsins hafi ekki verið sannað. Iðkendur verði að njóta vafans. „Í Bandaríkjunum er grunur um aukna tíðni eitlakrabbameins og hvítblæðis hjá iðkendum. Þetta er ekki sannað en það hefur vakið athygli að óvenjumargir krakkar, sérstaklega þeir sem hafa spilað í marki, hafa greinst með eitlakrabbamein þar. Þetta þarf að skoða betur og ég veit að Bandaríkjamenn ætla að gera það. Hins vegar er vandamálið við sönnunarbyrðina í þessu að það tekur langan tíma að sanna með óyggjandi vísindalegum hætti að það séu orsakatengsl á milli efna í umhverfinu og sjúkdóma. Góð dæmi um þetta eru asbest og reykingar sem tók mörg ár að sanna að yllu krabbameini en enginn efast um í dag,“ segir Þórarinn. Meirihluti borgarstjórnar hefur ekki sýnt málinu mikinn áhuga. Hinn 1. desember var tillaga um sérstaka fjárveitingu til endurbóta á gervisgrasvöllum felld í borgarráði með atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata. 11. febrúar sl. samþykkti borgarráð loks endurnýjun gervisgrasvallar Víkings og jafnframt er gert ráð fyrir að vellir KR og Fylkis verði endurnýjaðir á næsta ári. Þetta eru 3 vellir af 21. „Ég hvet Reykjavíkurborg að taka strax á þessum málum og reyna að fá fjármagn í þetta. Það er engin ástæða til þess að halda áfram að gera þessa tilraun á börnunum okkar,“ segir Þórarinn Guðnason.
Tengdar fréttir Foreldrar ósáttir við að dekkjakurl verði ekki alfarið fjarlægt í ár Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni. 12. febrúar 2016 12:37 Ung knattspyrnukona rekur öndunarfærasjúkdóm til dekkjakurls Ung knattspyrnukona í Fram telur að bein tengsl séu á milli öndunarfærasjúkdóms sem hún glímir við og þeirri staðreynd að hún hefur spilað undanfarin 5 ár á velli sem þakinn er heilsuspillandi dekkjakurli. Hér áður fyrr var hún alltaf með sterk og heilbrigð lungu. 3. mars 2016 19:00 Endurnýjun kurlvallanna er ekki forgangsmál Samkvæmt nýrri áætlun meirihluta borgarstjórnar er endurnýjun gervigrasvalla þar sem notað er dekkjakurl ekki forgangsmál. 18. febrúar 2016 07:00 Telur að gervigras tengist krabbameini sonar síns Breskur faðir vill að ítarlegar rannsóknir verði framkvæmdar á gervigrasvöllum og þeim gúmmíefnum sem eru notuð á þeim. 16. febrúar 2016 14:30 Vilja að Heilbrigðiseftirlitið rannsaki dekkjakurl á gervigrasvöllum Samtök sem berjast fyrir hættulausu gúmmíkurli vilja að notkun Reykjavíkurborgar á dekkjakurli verði rannsökuð. 18. febrúar 2016 20:10 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Foreldrar ósáttir við að dekkjakurl verði ekki alfarið fjarlægt í ár Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni. 12. febrúar 2016 12:37
Ung knattspyrnukona rekur öndunarfærasjúkdóm til dekkjakurls Ung knattspyrnukona í Fram telur að bein tengsl séu á milli öndunarfærasjúkdóms sem hún glímir við og þeirri staðreynd að hún hefur spilað undanfarin 5 ár á velli sem þakinn er heilsuspillandi dekkjakurli. Hér áður fyrr var hún alltaf með sterk og heilbrigð lungu. 3. mars 2016 19:00
Endurnýjun kurlvallanna er ekki forgangsmál Samkvæmt nýrri áætlun meirihluta borgarstjórnar er endurnýjun gervigrasvalla þar sem notað er dekkjakurl ekki forgangsmál. 18. febrúar 2016 07:00
Telur að gervigras tengist krabbameini sonar síns Breskur faðir vill að ítarlegar rannsóknir verði framkvæmdar á gervigrasvöllum og þeim gúmmíefnum sem eru notuð á þeim. 16. febrúar 2016 14:30
Vilja að Heilbrigðiseftirlitið rannsaki dekkjakurl á gervigrasvöllum Samtök sem berjast fyrir hættulausu gúmmíkurli vilja að notkun Reykjavíkurborgar á dekkjakurli verði rannsökuð. 18. febrúar 2016 20:10