Erlent

Nýjar vendingar í máli OJ Simpson?

Bjarki Ármannsson skrifar
OJ Simpson situr nú inni fyrir vopnað rán.
OJ Simpson situr nú inni fyrir vopnað rán. vísir/getty
Lögregla í Los Angeles rannsakar nú hníf sem fannst á lóð fyrrverandi ruðningskappans OJ Simpson.

Simpson var fyrir rúmum tuttugu árum sýknaður af morði fyrrverandi eiginkonu sinnar og vini hennar í máli sem vakti athygli víða um heim. Fórnarlömbin voru stungin til bana en morðvopnið fannst aldrei.

Að því er bandarískir fjölmiðlar greina frá, var hnífnum komið í hendur lögreglu fyrir nokkrum árum. Simpson, sem bæði er þekktur fyrir íþróttaferil sinn og leik í kvikmyndum, situr nú inni vestanhafs fyrir vopnað rán.


Tengdar fréttir

OJ segist ekki hafa brotið lög vísvitandi

OJ Simpson, fyrrverandi leikmaður í ameríska fótboltanum og leikari, gaf í dag skýrslu fyrir rétti í Nevada í Bandaríkjunum. Þar fóru fram réttarhöld vegna kröfu hans um að mál ákæruvaldsins gegn honum frá 2008 verði tekið upp að nýju.

Cuba leikur O.J.

Fjallað um réttarhöldin árið 1995 og sagan sögð frá sjónarhorni lögfræðinganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×