Innlent

Misferli upp á tugi milljóna: Öll fjögur laus úr gæsluvarðhaldi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur Þór Hauksson, nýskipaður héraðssaksóknari, segir rannsókn málsins miða vel.
Ólafur Þór Hauksson, nýskipaður héraðssaksóknari, segir rannsókn málsins miða vel. Vísir/GVA
Yfirheyrslum lauk yfir karli og konu í dag sem sæta grun um aðild að umfangsmiklu peningamisferlismáli sem upp kom í síðustu viku. Voru þá þrjú handtekin og fjórði maðurinn, héraðsdómslögmaður, í upphafi þessarar viku þegar hann mætti í skýrslutöku með umbjóðanda sínum.

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við Vísi að tveimur hafi verið sleppt í gær og tvennt hafi verið látið laust í dag. Öll fjögur áttu að sæta gæsluvarðhaldi til dagisns í dag.

Rannsóknarhagsmunir þóttu ekki nógu miklir til að ástæða þætti til að fara fram á lengra gæsluvarðhald yfir fjórmenningunum. Aðspurður hvort fleiri liggi undir grun gat Ólafur ekki tjáð sig um það.

Umfang peningamisferlisins er í kringum 50 milljónir króna og teygir anga sína út fyrir landsteinana. Einn hinna fjögurra, Gunnar Rúnar Gunnarsson, hefur hlotið samanlagt tæplega sjö ára fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot auk annarra dóma fyrir fjársvik.

Ólafur segir rannsókn málsins miða vel og komið vel áleiðis. Unnið hafi verið í málinu af krafti á meðan fólkið var í haldi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×