Leggur til 90 prósenta lækkun stjórnarlauna Glitnis ingvar haraldsson skrifar 4. mars 2016 10:53 „Ég get bara ekki setið hjá og gert ekki neitt,“ segir Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaganna og hluthafi í Glitni HoldCo. Óttar hefur lagt fram þá tillögu við aðalfund Glitnis HoldCo að laun almennra stjórnarmanna lækki um 90 prósent, eða úr sem samsvarar 4,12 milljónum á mánuði í 412 þúsund krónur á mánuði. Þá verði laun stjórnarformanns lækkuð úr sem samsvarar 6,2 milljónum á mánuði í 824 þúsund krónur á mánuði. „Mér finnst það ósmekklegt og óviðeigandi að stjórnarlaun í þessu fyrirtæki séu tífalt hærri en stjórnarlaun í skráðum félögum, sem eru í alvöru rekstri með bréf skráð í Kauphöll,“ segir Óttar. Á hluthafafundi þann 29. janúar var samþykkt starfskjarastefna sem kveður á um að almennir stjórnarmenn í Glitni fái 350 þúsund evrur á ári, tæplega fimmtíu milljónir króna (4,12 milljónir á mánuði) fyrir setu sína í stjórn Glitnis og stjórnarformaðurinn fái 525 þúsund evrur á ári, 74 milljónir króna (6,2 milljónir á mánuði). „Þau laun sem hér er lagt til eru í fullu samræmi við það sem best gerist hjá félögum skráðum í Kauphöll Íslands. Glitnir HoldCo er íslenskt félag, byggt á þrotabúi íslensks almenningshlutafélags. Það að slíkt félag greiði stjórnarmönnum tíföld laun á við það besta sem gerist almennt í landinu er tillitsleysi við aðstæður og samfélagið sem félagið starfar í,“ ritar Óttar í rökstuðningi við tillögu sína. Glitnir HoldCo heldur utan um þær eignir sem eftir stóðu við lok slitameðferðar Glitnis þegar búið var að greiða út stöðugleikaframlag og fyrstu greiðslur til kröfuhafa. „Við höfum ekki getað lagt fram formlegar tillögur á kröfuhafafundum og höfum ekkert getað sagt um laun slitastjórnar en núna ráða hluthafarnir þessu,“ segir Óttar, sem ætlar sjálfur að bjóða sig fram í stjórn Glitnis. „Til að fylgja því eftir að ég sé sannfærður um að þetta sé ríflegt sem ég legg til, þá gef ég kost á mér til þessara starfa. Það mun fást hæft fólk til þess að starfa á þessum kjörum,“ segir Óttar og bætir við að honum þætti áhugavert að fleiri gæfu kost á sér. Meðallaun stjórnarformanna í Kauphöll Íslands verða 676 þúsund krónur á mánuði miðað við tillögur sem liggja fyrir aðalfundum félaganna um stjórnarlaun. Laun almennra stjórnarmanna verða 312 þúsund krónur á mánuði. Tengdar fréttir Slitastjórn Glitnis: Steinunn og Páll skiptu með sér 381 milljón í fyrra Greiðslur til slitastjórnar Glitnis tvöfölduðust milli ára. 4. mars 2016 07:00 Forstjóralaun hækkað vel umfram launavísitölu Meðallaun forstjóra í Kauphöll Íslands voru 4,9 milljónir á síðasta ári og hækkuðu umfram launavísitölu. Forstjóri Össurar fékk 19,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Stjórnarformaður Fjarskipta segir stjórnarlaun lægri en sambærileg sérfræðiráðgjöf. 3. mars 2016 07:00 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
„Ég get bara ekki setið hjá og gert ekki neitt,“ segir Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaganna og hluthafi í Glitni HoldCo. Óttar hefur lagt fram þá tillögu við aðalfund Glitnis HoldCo að laun almennra stjórnarmanna lækki um 90 prósent, eða úr sem samsvarar 4,12 milljónum á mánuði í 412 þúsund krónur á mánuði. Þá verði laun stjórnarformanns lækkuð úr sem samsvarar 6,2 milljónum á mánuði í 824 þúsund krónur á mánuði. „Mér finnst það ósmekklegt og óviðeigandi að stjórnarlaun í þessu fyrirtæki séu tífalt hærri en stjórnarlaun í skráðum félögum, sem eru í alvöru rekstri með bréf skráð í Kauphöll,“ segir Óttar. Á hluthafafundi þann 29. janúar var samþykkt starfskjarastefna sem kveður á um að almennir stjórnarmenn í Glitni fái 350 þúsund evrur á ári, tæplega fimmtíu milljónir króna (4,12 milljónir á mánuði) fyrir setu sína í stjórn Glitnis og stjórnarformaðurinn fái 525 þúsund evrur á ári, 74 milljónir króna (6,2 milljónir á mánuði). „Þau laun sem hér er lagt til eru í fullu samræmi við það sem best gerist hjá félögum skráðum í Kauphöll Íslands. Glitnir HoldCo er íslenskt félag, byggt á þrotabúi íslensks almenningshlutafélags. Það að slíkt félag greiði stjórnarmönnum tíföld laun á við það besta sem gerist almennt í landinu er tillitsleysi við aðstæður og samfélagið sem félagið starfar í,“ ritar Óttar í rökstuðningi við tillögu sína. Glitnir HoldCo heldur utan um þær eignir sem eftir stóðu við lok slitameðferðar Glitnis þegar búið var að greiða út stöðugleikaframlag og fyrstu greiðslur til kröfuhafa. „Við höfum ekki getað lagt fram formlegar tillögur á kröfuhafafundum og höfum ekkert getað sagt um laun slitastjórnar en núna ráða hluthafarnir þessu,“ segir Óttar, sem ætlar sjálfur að bjóða sig fram í stjórn Glitnis. „Til að fylgja því eftir að ég sé sannfærður um að þetta sé ríflegt sem ég legg til, þá gef ég kost á mér til þessara starfa. Það mun fást hæft fólk til þess að starfa á þessum kjörum,“ segir Óttar og bætir við að honum þætti áhugavert að fleiri gæfu kost á sér. Meðallaun stjórnarformanna í Kauphöll Íslands verða 676 þúsund krónur á mánuði miðað við tillögur sem liggja fyrir aðalfundum félaganna um stjórnarlaun. Laun almennra stjórnarmanna verða 312 þúsund krónur á mánuði.
Tengdar fréttir Slitastjórn Glitnis: Steinunn og Páll skiptu með sér 381 milljón í fyrra Greiðslur til slitastjórnar Glitnis tvöfölduðust milli ára. 4. mars 2016 07:00 Forstjóralaun hækkað vel umfram launavísitölu Meðallaun forstjóra í Kauphöll Íslands voru 4,9 milljónir á síðasta ári og hækkuðu umfram launavísitölu. Forstjóri Össurar fékk 19,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Stjórnarformaður Fjarskipta segir stjórnarlaun lægri en sambærileg sérfræðiráðgjöf. 3. mars 2016 07:00 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Slitastjórn Glitnis: Steinunn og Páll skiptu með sér 381 milljón í fyrra Greiðslur til slitastjórnar Glitnis tvöfölduðust milli ára. 4. mars 2016 07:00
Forstjóralaun hækkað vel umfram launavísitölu Meðallaun forstjóra í Kauphöll Íslands voru 4,9 milljónir á síðasta ári og hækkuðu umfram launavísitölu. Forstjóri Össurar fékk 19,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Stjórnarformaður Fjarskipta segir stjórnarlaun lægri en sambærileg sérfræðiráðgjöf. 3. mars 2016 07:00