Öryggisverðir þurftu að koma forseta UFC til hjálpar á sviðinu þegar þeir Conor McGregor og Nate Diaz ætluðu í hvorn annan.
Það fauk í félagana eftir að Conor McGregor sló í hendi Nate Diaz þegar þeir stilltu sér upp andspænis hvorum öðrum eins og venja er á blaðamannafundi sem þessum.
Það er hægt að sjá öll þessi læti í myndbandinu hér fyrir neðan en þar er einnig allur blaðamannafundurinn fyrir UFC 196 kvöldið.
Conor McGregor kallaði Nate Diaz annars "lítinn hræddan strák" á blaðamannfundinum og talaði um að Nate gerði ekki mikið um leið og alvöru karlmaður léti sjá sig.
Conor McGregor bað Nate Diaz líka um að dansa fyrir sig og bannaði honum að horfa í augun á sér. Svona dæmigerður blaðamannafundur fyrir Írann.
Fyrir óþolinmóða þá eða þá sem hafa ekki tíma til að horfa á allan blaðamannafundinn þá hefjast lætin eftir klukkutíma og rúmar níu mínútur í myndbandinu hér fyrir neðan.