Ung knattspyrnukona rekur öndunarfærasjúkdóm til dekkjakurls Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. mars 2016 19:00 Ung knattspyrnukona í Fram telur að bein tengsl séu á milli öndunarfærasjúkdóms sem hún glímir við og þeirri staðreynd að hún hefur spilað undanfarin 5 ár á velli sem þakinn er heilsuspillandi dekkjakurli. Hér áður fyrr var hún alltaf með sterk og heilbrigð lungu. Gúmmíkurl úr úrgangsdekkjum hefur um árabil verið notað sem uppfyllingarefni á gervigras- og sparkvöllum hér á landi þótt sýnt hafi verið fram á að kurlið sé heilsuspillandi. Kurlið er meðal annars notað á gervigrasvelli Fram í Safamýri. Fjóla Sigurðardóttir var fimmtán ára þegar hún hóf að spila með meistaraflokki kvenna hjá Fram árið 2011 en hafði fram að því verið með afar sterk lungu og ekki fundið fyrir neinum öndunarfæraerfiðleikum. Eftir að að hafa spilað í tvö ár á heilsuspillandi dekkjakurlinu í Safamýri fór hún að kenna sér meins. „Árið 2013 þurfti ég að leita til læknis og mér leið eins og ég væri að fá astma. Þoli mínu hrakaði þrátt fyrir miklar æfingar. Það hefði átt að verða betra vegna æfinganna en það varð bara verra,“ segir Fjóla. Hún tengir verra þol og önundarerfiðleika við dekkjakurlið. Hún þarf í dag að nota púst svipað og astmasjúklingar nota. „Ég hef aldrei verið með neina öndunarerfiðleika, bara aldrei. Þangað til ég byrjaði að æfa hérna árið 2011.“ Í skýrslu Umhverfisstofnunar Danmerkur frá 2008 kemur fram að notkun hjólbarðakurls á gervisgrasvöllum auki líkur á myndun svifriks á völlunum og að það geti stuðlað að astma til lengri tíma er litið. Í dag eru 21 gervigras og sparkvellir í Reykjavík með heilsuspillandi dekkjarkurli. Sex hjá íþróttafélögum, eins og völlurinn í Safamýri, og 15 á skólalóðum. Á Facebooksíðunni Nýjan völl án tafar. Allt dekkjakurl til grafar hafa fimmtán hundruð áhyggjufullir foreldrar skrifað undir áskorun til borgarinnar um að skipta út gervigrasvöllum þar sem notað hefur verið kurl úr úrgangsdekkjum. Þegar fréttamaður og tökumaður Stöðvar 2 voru á gervigrasvellinum í Safamýri í dag var lyktin við netmöskvana í öðru markinu ekki ósvipuð því sem finnst á dekkjaverkstæðum eða í menguðum erlendum stórborgum. Ekki það sem maður finnur venjulega í Reykjavík. Tengdar fréttir Foreldrar ósáttir við að dekkjakurl verði ekki alfarið fjarlægt í ár Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni. 12. febrúar 2016 12:37 Endurnýjun kurlvallanna er ekki forgangsmál Samkvæmt nýrri áætlun meirihluta borgarstjórnar er endurnýjun gervigrasvalla þar sem notað er dekkjakurl ekki forgangsmál. 18. febrúar 2016 07:00 Telur að gervigras tengist krabbameini sonar síns Breskur faðir vill að ítarlegar rannsóknir verði framkvæmdar á gervigrasvöllum og þeim gúmmíefnum sem eru notuð á þeim. 16. febrúar 2016 14:30 Vilja að Heilbrigðiseftirlitið rannsaki dekkjakurl á gervigrasvöllum Samtök sem berjast fyrir hættulausu gúmmíkurli vilja að notkun Reykjavíkurborgar á dekkjakurli verði rannsökuð. 18. febrúar 2016 20:10 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Ung knattspyrnukona í Fram telur að bein tengsl séu á milli öndunarfærasjúkdóms sem hún glímir við og þeirri staðreynd að hún hefur spilað undanfarin 5 ár á velli sem þakinn er heilsuspillandi dekkjakurli. Hér áður fyrr var hún alltaf með sterk og heilbrigð lungu. Gúmmíkurl úr úrgangsdekkjum hefur um árabil verið notað sem uppfyllingarefni á gervigras- og sparkvöllum hér á landi þótt sýnt hafi verið fram á að kurlið sé heilsuspillandi. Kurlið er meðal annars notað á gervigrasvelli Fram í Safamýri. Fjóla Sigurðardóttir var fimmtán ára þegar hún hóf að spila með meistaraflokki kvenna hjá Fram árið 2011 en hafði fram að því verið með afar sterk lungu og ekki fundið fyrir neinum öndunarfæraerfiðleikum. Eftir að að hafa spilað í tvö ár á heilsuspillandi dekkjakurlinu í Safamýri fór hún að kenna sér meins. „Árið 2013 þurfti ég að leita til læknis og mér leið eins og ég væri að fá astma. Þoli mínu hrakaði þrátt fyrir miklar æfingar. Það hefði átt að verða betra vegna æfinganna en það varð bara verra,“ segir Fjóla. Hún tengir verra þol og önundarerfiðleika við dekkjakurlið. Hún þarf í dag að nota púst svipað og astmasjúklingar nota. „Ég hef aldrei verið með neina öndunarerfiðleika, bara aldrei. Þangað til ég byrjaði að æfa hérna árið 2011.“ Í skýrslu Umhverfisstofnunar Danmerkur frá 2008 kemur fram að notkun hjólbarðakurls á gervisgrasvöllum auki líkur á myndun svifriks á völlunum og að það geti stuðlað að astma til lengri tíma er litið. Í dag eru 21 gervigras og sparkvellir í Reykjavík með heilsuspillandi dekkjarkurli. Sex hjá íþróttafélögum, eins og völlurinn í Safamýri, og 15 á skólalóðum. Á Facebooksíðunni Nýjan völl án tafar. Allt dekkjakurl til grafar hafa fimmtán hundruð áhyggjufullir foreldrar skrifað undir áskorun til borgarinnar um að skipta út gervigrasvöllum þar sem notað hefur verið kurl úr úrgangsdekkjum. Þegar fréttamaður og tökumaður Stöðvar 2 voru á gervigrasvellinum í Safamýri í dag var lyktin við netmöskvana í öðru markinu ekki ósvipuð því sem finnst á dekkjaverkstæðum eða í menguðum erlendum stórborgum. Ekki það sem maður finnur venjulega í Reykjavík.
Tengdar fréttir Foreldrar ósáttir við að dekkjakurl verði ekki alfarið fjarlægt í ár Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni. 12. febrúar 2016 12:37 Endurnýjun kurlvallanna er ekki forgangsmál Samkvæmt nýrri áætlun meirihluta borgarstjórnar er endurnýjun gervigrasvalla þar sem notað er dekkjakurl ekki forgangsmál. 18. febrúar 2016 07:00 Telur að gervigras tengist krabbameini sonar síns Breskur faðir vill að ítarlegar rannsóknir verði framkvæmdar á gervigrasvöllum og þeim gúmmíefnum sem eru notuð á þeim. 16. febrúar 2016 14:30 Vilja að Heilbrigðiseftirlitið rannsaki dekkjakurl á gervigrasvöllum Samtök sem berjast fyrir hættulausu gúmmíkurli vilja að notkun Reykjavíkurborgar á dekkjakurli verði rannsökuð. 18. febrúar 2016 20:10 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Foreldrar ósáttir við að dekkjakurl verði ekki alfarið fjarlægt í ár Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni. 12. febrúar 2016 12:37
Endurnýjun kurlvallanna er ekki forgangsmál Samkvæmt nýrri áætlun meirihluta borgarstjórnar er endurnýjun gervigrasvalla þar sem notað er dekkjakurl ekki forgangsmál. 18. febrúar 2016 07:00
Telur að gervigras tengist krabbameini sonar síns Breskur faðir vill að ítarlegar rannsóknir verði framkvæmdar á gervigrasvöllum og þeim gúmmíefnum sem eru notuð á þeim. 16. febrúar 2016 14:30
Vilja að Heilbrigðiseftirlitið rannsaki dekkjakurl á gervigrasvöllum Samtök sem berjast fyrir hættulausu gúmmíkurli vilja að notkun Reykjavíkurborgar á dekkjakurli verði rannsökuð. 18. febrúar 2016 20:10