Lífið

Ungfrú Ísland keppir með strákunum okkar á EM

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hún mun án efa standa sig vel eins og strákarnir okkar.
Hún mun án efa standa sig vel eins og strákarnir okkar. vísir/vilhelm
„Þá er enn annað ævintýrið hjá mér að hefjast," segir Arna Ýr Jónsdóttir, ungfrú Ísland, í stöðufærslu á Facebook.

Þar segir hún frá því að henni hafi verið boðið að taka þátt í fegurðarkeppni sem heiti MISS EURO.

„Keppnin er haldin á fjögurra ára fresti, alltaf þegar EM í fótbolta er. Þar sem Ísland er að keppa á EM í ár var með boðið að taka þátt, enda frá Íslandi."

Hún segir að keppnin verði haldin í Þýskalandi og standi yfir í eina viku. Lokakvöldið verður 3. júní.

„Ég held að þetta verði skemmtileg reynsla og áhugaverð reynsla, á maður ekki annars alltaf að segja já við tækifærum?“

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur á EM í Frakklandi í sumar og munum við því eiga tvo fulltrúa á EM í sumar. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×