Innlent

Stefnt að því að 1300 íbúðir rísi í Kópavogi á næstu fjórum árum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Á Auðbrekkusvæðinu verður blönduð byggð en hér er horft er niður frá Auðbrekku í átt að Dalbrekku.
Á Auðbrekkusvæðinu verður blönduð byggð en hér er horft er niður frá Auðbrekku í átt að Dalbrekku. mynd/ask arkitektar
Áætlað er að 1300 íbúðir rísi í Kópavogi á næstu fjórum árum en nú eru yfir 500 íbúðir í byggingu og verða yfir 120 þeirra tilbúnar á næsta hálfa árinu.

Flestar íbúðirnar eru í fjölbýlishúsum sem eru staðsett víða um Kópavog en helstu byggingarsvæði næstu ára í bænum eru Auðbrekka, Kársnes, Glaðheimasvæðið og svæðið sunnan Smáralindar. Þá er hverfið Lundur neðan Nýbýlavegar enn í byggingu en þar verða alls 390 íbúðir.

Í fréttatilkynningu frá Kópavogi kemur fram að á Glaðheimasvæðinu sé gert ráð fyrir 530 íbúðum, skipulag sunnan Smáralindar geri ráð fyrir 160 íbúðum og í fyrsta áfanga á Auðbrekkusvæðinu verði 160 íbúðir.

„Það er jákvætt að það sé svo mikil uppbygging í Kópavog og ánægjulegt að markmið nýsamþykktar húsnæðisskýrslu um að auka framboð á litlum íbúðum í nýju húsnæði muni nást á næstu árum,“ er haft eftir Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs, í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×