Lífið

Páll Óskar segist ætla að mæta næst með bleyju

Stefán Árni Pálsson skrifar
Páll skemmti sér vel.
Páll skemmti sér vel. vísir/gva
Í kvöld kemur uppistandshópurinn sem kennir sig við Híenurnar saman á ný á skemmtistaðnum Húrra og treður upp með eitthvað ferskasta grín sem Reykjavík býður upp á.

Hí á Húrra kvöldin hafa fyllt Húrra í rúmt ár við frábærar undirtektir enda er dagskráin eins fjölbreytt og uppistandararnir eru margir.

Í meðfylgjandi kynningarmyndbandi má sjá nokkur ummæli gesta sem mætt hafa á fyrri kvöldin. Meðal þeirra er Páll Óskar en hann hló svo mikið að hann sagðist ætla að mæta næst með bleyju.

Hópurinn samanstendur af Hugleiki Dagssyni, Bylgju Babýlóns, Þórdísi Nadiu, Andra Ívars, Snjólaugu Lúðvíks og Ragnari Hanssyni.

Sýningin hefst kl 20:30 og kostar bara 1000kr. inn.

Hí á Húrra - 3. mars 2016 from Ragnar Hansson on Vimeo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×