Lífið

Boyzone og Westlife verða að Boyzlife: Endurkoma aldarinnar í pípunum?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Keith Duffy og Brian McFadden sameina krafta sína.
Keith Duffy og Brian McFadden sameina krafta sína. vísir/getty
Það muna margir eftir strákaböndunum Boyzone og Westlife sem slógu eftirminnilega í gegn um aldarmótin.

Nú hafa þeir Brian McFadden, úr Boysone, og Keith Duffy, úr Westlife, ákveðið að sameina krafta sína og stofna sveit sem mun kallast Boyzlife. Til að byrja með verða þeir aðeins tveir en nú þegar eru sögusagnir farnar af stað að sveitirnar ætli sér einfaldlega að sameinast.

„Við erum búnir að nefna þetta við alla strákana og þetta yrði sennilega mjög skemmtilegt,“ segir McFadden í samtali við The Sun.

„Það væri ekki leiðinlegt að sjá níu írska gaura saman í rútuferðalagi og jafnvel að ferðast um heiminn. Við náum allir ótrúlega vel saman og maður veit aldrei.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×