Forstjóralaun hækkað vel umfram launavísitölu Ingvar Haraldsson skrifar 3. mars 2016 07:00 Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA Samtaka atvinnulífsins. Vísir/GVA Meðallaun forstjóra í Kauphöllinni voru 4,9 milljónir á mánuði á síðasta ári og hækkuðu um 13,3 prósent milli ára. Meðalárshækkun launavísitölu Hagstofu Íslands var nær helmingi lægri, eða 7,2 prósent árið 2015. Samkvæmt tillögum stjórna fyrir aðalfundi Kauphallarfélaganna er lagt til að launahækkanir nemi að meðaltali 8,6 prósentum milli ára. Mest er lagt til að laun stjórnarmanna í Fjarskiptum, móðurfélagi Vodafone, hækki eða um 18,6 prósent. Almenn launahækkun samkvæmt Salek-samkomulaginu er 6,2 prósent frá áramótum.Heiðar Guðjónsson hagfræðingur, segir stjórnarlaun lægri en sambærileg sérfræðiráðgjöf myndi kosta.Mikil vinna í hvern stjórnarfund Heiðar segir að mikil vinna fari í hvern stjórnarfund, sem séu að jafnaði einn á mánuði. „Undirbúningur fyrir stjórnarfund er á bilinu tíu til tuttugu tímar eftir því hvenær ársins þetta er og hvers konar fundur þetta er,“ segir Heiðar. Við þetta bætist svo tíminn sem fari í fundinn sjálfan. „Ef fólk skoðar hvað er á bak við þessa vinnu, hvers konar sérfræðikunnátta það er. Ef þeir ætluðu að fá ráðgjafa út í bæ, lögfræðinga eða aðra sérfræðinga til að sinna þessu, þá er ljóst að þessi stjórnarlaun sem eru í dag myndu ekki duga fyrir þessum reikningi,“ segir Heiðar. Heiðar segir að stjórnarlaun Fjarskipta verði áfram fremur lág miðað við önnur félög á markaðnum og mun lægri en hjá Símanum, samanburðarfélaginu í Kauphöllinni. Verði hækkanirnar samþykktar verða mánaðarlaun stjórnarformanns Fjarskipta 500 þúsund krónur á mánuði og stjórnarmanna 250 þúsund krónur á mánuði en sambærilegar greiðslur hjá Símanum eru 650 og 325 þúsund krónur á mánuði. Meðallaun stjórnarformanna verða 676 þúsund krónur á mánuði verði tillögur samþykktar á aðalfundum sem fram undan eru. Hæst laun fær stjórnarformaður Marel eða 1.169 þúsund krónur á mánuði en ekki er lagt til að þau hækki milli ára.Formaður SA hækkar um 17% Hæst laun fær forstjóri Össurar, eða 19,2 milljónir króna á mánuði. Þar á eftir kemur Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, með 6,6 milljónir í laun á mánuði. Forstjórar fasteignafélaganna þriggja, Regins, Reita og Eikar, reka lestina með 2,6-3,0 milljónir á mánuði. Heildarlaunagreiðslur til Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra Icelandair Group og formanns Samtaka atvinnulífsins, hækkuðu um 17 prósent milli ára og námu 4,5 milljónum króna á mánuði. Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Meðallaun forstjóra í Kauphöllinni voru 4,9 milljónir á mánuði á síðasta ári og hækkuðu um 13,3 prósent milli ára. Meðalárshækkun launavísitölu Hagstofu Íslands var nær helmingi lægri, eða 7,2 prósent árið 2015. Samkvæmt tillögum stjórna fyrir aðalfundi Kauphallarfélaganna er lagt til að launahækkanir nemi að meðaltali 8,6 prósentum milli ára. Mest er lagt til að laun stjórnarmanna í Fjarskiptum, móðurfélagi Vodafone, hækki eða um 18,6 prósent. Almenn launahækkun samkvæmt Salek-samkomulaginu er 6,2 prósent frá áramótum.Heiðar Guðjónsson hagfræðingur, segir stjórnarlaun lægri en sambærileg sérfræðiráðgjöf myndi kosta.Mikil vinna í hvern stjórnarfund Heiðar segir að mikil vinna fari í hvern stjórnarfund, sem séu að jafnaði einn á mánuði. „Undirbúningur fyrir stjórnarfund er á bilinu tíu til tuttugu tímar eftir því hvenær ársins þetta er og hvers konar fundur þetta er,“ segir Heiðar. Við þetta bætist svo tíminn sem fari í fundinn sjálfan. „Ef fólk skoðar hvað er á bak við þessa vinnu, hvers konar sérfræðikunnátta það er. Ef þeir ætluðu að fá ráðgjafa út í bæ, lögfræðinga eða aðra sérfræðinga til að sinna þessu, þá er ljóst að þessi stjórnarlaun sem eru í dag myndu ekki duga fyrir þessum reikningi,“ segir Heiðar. Heiðar segir að stjórnarlaun Fjarskipta verði áfram fremur lág miðað við önnur félög á markaðnum og mun lægri en hjá Símanum, samanburðarfélaginu í Kauphöllinni. Verði hækkanirnar samþykktar verða mánaðarlaun stjórnarformanns Fjarskipta 500 þúsund krónur á mánuði og stjórnarmanna 250 þúsund krónur á mánuði en sambærilegar greiðslur hjá Símanum eru 650 og 325 þúsund krónur á mánuði. Meðallaun stjórnarformanna verða 676 þúsund krónur á mánuði verði tillögur samþykktar á aðalfundum sem fram undan eru. Hæst laun fær stjórnarformaður Marel eða 1.169 þúsund krónur á mánuði en ekki er lagt til að þau hækki milli ára.Formaður SA hækkar um 17% Hæst laun fær forstjóri Össurar, eða 19,2 milljónir króna á mánuði. Þar á eftir kemur Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, með 6,6 milljónir í laun á mánuði. Forstjórar fasteignafélaganna þriggja, Regins, Reita og Eikar, reka lestina með 2,6-3,0 milljónir á mánuði. Heildarlaunagreiðslur til Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra Icelandair Group og formanns Samtaka atvinnulífsins, hækkuðu um 17 prósent milli ára og námu 4,5 milljónum króna á mánuði.
Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira