Viðskipti innlent

Þriðji Dunkin' staðurinn opnaður

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Pétur Jónsson, forstjóri 10-11.
Árni Pétur Jónsson, forstjóri 10-11. vísir/vilhelm/Dunkin´Donuts
Þriðji Dunkin' Donuts staðurinn á Íslandi verður opnaður klukkan níu í dag í Hagasmára í Kópavogi.

Staðurinn er inni í 10-11 versluninni á Shellstöðinni við Smáralind. Hann tekur um 25 manns í sæti og eins geta viðskiptavinir keypt veitingar í bílalúgu, en staðurinn er sá fyrsti í Evrópu sem veitir slíka þjónustu. Fyrstu 20 viðskiptavinirnir sem mæta í röðina í fyrramálið fá ársbirgðir af kleinuhringjum og geta því komið við á næsta stað einu sinni í viku í 52 vikur og fengið 6 kleinuhringi í kassa.

Á næstu 4 fjórum árum stendur til að opna 13 staði til viðbótar og verða þeir bæði á höfuðborgarsvæðinu og utan þess. Í fréttatilkynningu frá Dunkin' Donuts segist Árni Pétur Jónsson eigandi ekki vera á því að staðirnir verði of margir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×