Viðskipti innlent

Ný Engey sjósett

Svavar Hávarðsson skrifar
Engey er fyrst í röð þriggja nýrra ísfisktogara sem HB Grandi er með í smíðum.
Engey er fyrst í röð þriggja nýrra ísfisktogara sem HB Grandi er með í smíðum. mynd/hb grandi
Nýr ísfisktogari, Engey RE, sem verið er að smíða hjá skipasmíðastöðunni Celiktrans í Tyrklandi fyrir HB Granda, var sjósettur á þriðjudagsmorgun.

Engey er fyrst í röð þriggja ísfisktogara sem HB Grandi hefur samið um smíði á í Tyrklandi. Verður skipið afhent síðar á þessu ári.

Akurey AK verður afhent næsta vor en þriðji og síðasti togarinn, Viðey RE, verður afhentur á haustmánuðum 2017.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×