Liðin í öðru til fjórða sæti töpuðu öll | Úrslit kvöldsins í enska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2016 19:00 Arsenal menn urðu að sætta sig við svekkjandi tap í kvöld. Vísir/Getty Þetta var gott kvöld fyrir topplið Leicester City og Manchester United því liðin á milli þeirra í töflunni töpuðu öll leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Tottenham átti möguleika á því að komast í toppsætið en tapaði á móti West Ham. Arsenal tapaði sínum leik á heimavelli á móti Swansea City og Manchester City steinlá 3-0 á móti Liverpool á Anfield. Leicester City er því áfram með þriggja forystu á toppnum eftir þetta ótrúlega kvöld sem sannaði enn á nú hvað þetta tímabil í ensku úrvalsdeildinni ætlar að vera ófyrirsjáanlegt.Michail Antonio tryggði West Ham 1-0 sigur á Tottenham á Upton Park þegar hann skoraði strax á sjöundu mínútu. Það reyndist vera eina mark leiksins og Tottenham klikkað á gullnu tækifæri á að komast á toppinn.Gylfi Þór Sigurðsson kom inná sem varamaður í hálfleik og lagði upp sigurmark Swansea á móti Arsenal á Emirates-leikvanginum en Arsenal komst í 1-0 eftir aðeins fimmtán mínútna leik. Ashley Williams skoraði sigurmarkið á 75. mínútu eftir frábæra aukaspyrnu frá Gylfa.Liverpool hefndi fyrir tapið á móti Manchester City í úrslitaleik deildabikarsins á Wembley um síðustu helgi en City vann þá í vítakeppni. Liverpool vann báða deildarleiki liðanna í vetur og það með markatölunni 7-1. Liverpool fór aftur upp fyrir Chelsea og Evberton með þessum sigri og fór í raun alla leið upp á áttunda sætið. Svisslendingurinn Xherdan Shaqiri tryggði Stoke 1-0 sigur á Newcastle með marki níu mínútum fyrir leikslok en Stoke er fyrir vikið í sjöunda sæti deildarinnar.Juan Mata bar fyrirliðaband Manchester United í fyrsta skiptið og þakkaði fyrir það með því að skora sigurmarkið á móti Watford með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu. Manchester United komst þar með upp að hlið nágranna sinna í Manchester City í fjórða sæti deildarinnar.Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld:Arsenal - Swansea 1-2 1-0 Joel Campbell (15.), 1-1 Wayne Routledge (32.), 1-2 Ashley Williams (75.)Stoke - Newcastle 1-0 1-0 Xherdan Shaqiri (81.)West Ham - Tottenham 1-0 1-0 Michail Antonio (7.)Liverpool - Manchester City 3-0 1-0 Adam Lallana (34.), 2-0 James Milner (41.), 3-0 Roberto Firmino (57.),Manchester United - Watford 1-0 1-0 Juan Mata (83.) Enski boltinn Tengdar fréttir Juan Mata tryggði fjórða sigur United í röð | Sjáið sigurmarkið Spánverjinn Juan Mata skoraði eina markið á Old Trafford í kvöld þegar Manchester United hélt sigurgöngu sinni áfram í ensku úrvalsdeildinni. 2. mars 2016 22:00 Gylfi lagði upp sigurmark Swansea gegn Arsenal | Sjáið mörkin Arsenal tapaði sínum öðrum leik í röð í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið tapaði dýrmætum stigum gegn Swansea á heimavelli, en lokatölur 2-1 sigur Swansea. Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp sigurmark Swansea. 2. mars 2016 21:30 Tottenham mistókst að komast á toppinn Tottenham mistókst að skjótast á topp ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, en Tottenham tapaði 1-0 fyrir grönnum sínum í West Ham í kvöld. 2. mars 2016 21:45 Liverpool hefndi ófaranna gegn City | Sjáið mörk Liverpool Liverpool náði að hefna ófaranna síðan úr úrslitaleik enska deildarbikarsins á sunnudaginn gegn Manchester City, en Liverpool vann viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í kvöld 3-0. 2. mars 2016 21:45 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Þetta var gott kvöld fyrir topplið Leicester City og Manchester United því liðin á milli þeirra í töflunni töpuðu öll leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Tottenham átti möguleika á því að komast í toppsætið en tapaði á móti West Ham. Arsenal tapaði sínum leik á heimavelli á móti Swansea City og Manchester City steinlá 3-0 á móti Liverpool á Anfield. Leicester City er því áfram með þriggja forystu á toppnum eftir þetta ótrúlega kvöld sem sannaði enn á nú hvað þetta tímabil í ensku úrvalsdeildinni ætlar að vera ófyrirsjáanlegt.Michail Antonio tryggði West Ham 1-0 sigur á Tottenham á Upton Park þegar hann skoraði strax á sjöundu mínútu. Það reyndist vera eina mark leiksins og Tottenham klikkað á gullnu tækifæri á að komast á toppinn.Gylfi Þór Sigurðsson kom inná sem varamaður í hálfleik og lagði upp sigurmark Swansea á móti Arsenal á Emirates-leikvanginum en Arsenal komst í 1-0 eftir aðeins fimmtán mínútna leik. Ashley Williams skoraði sigurmarkið á 75. mínútu eftir frábæra aukaspyrnu frá Gylfa.Liverpool hefndi fyrir tapið á móti Manchester City í úrslitaleik deildabikarsins á Wembley um síðustu helgi en City vann þá í vítakeppni. Liverpool vann báða deildarleiki liðanna í vetur og það með markatölunni 7-1. Liverpool fór aftur upp fyrir Chelsea og Evberton með þessum sigri og fór í raun alla leið upp á áttunda sætið. Svisslendingurinn Xherdan Shaqiri tryggði Stoke 1-0 sigur á Newcastle með marki níu mínútum fyrir leikslok en Stoke er fyrir vikið í sjöunda sæti deildarinnar.Juan Mata bar fyrirliðaband Manchester United í fyrsta skiptið og þakkaði fyrir það með því að skora sigurmarkið á móti Watford með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu. Manchester United komst þar með upp að hlið nágranna sinna í Manchester City í fjórða sæti deildarinnar.Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld:Arsenal - Swansea 1-2 1-0 Joel Campbell (15.), 1-1 Wayne Routledge (32.), 1-2 Ashley Williams (75.)Stoke - Newcastle 1-0 1-0 Xherdan Shaqiri (81.)West Ham - Tottenham 1-0 1-0 Michail Antonio (7.)Liverpool - Manchester City 3-0 1-0 Adam Lallana (34.), 2-0 James Milner (41.), 3-0 Roberto Firmino (57.),Manchester United - Watford 1-0 1-0 Juan Mata (83.)
Enski boltinn Tengdar fréttir Juan Mata tryggði fjórða sigur United í röð | Sjáið sigurmarkið Spánverjinn Juan Mata skoraði eina markið á Old Trafford í kvöld þegar Manchester United hélt sigurgöngu sinni áfram í ensku úrvalsdeildinni. 2. mars 2016 22:00 Gylfi lagði upp sigurmark Swansea gegn Arsenal | Sjáið mörkin Arsenal tapaði sínum öðrum leik í röð í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið tapaði dýrmætum stigum gegn Swansea á heimavelli, en lokatölur 2-1 sigur Swansea. Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp sigurmark Swansea. 2. mars 2016 21:30 Tottenham mistókst að komast á toppinn Tottenham mistókst að skjótast á topp ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, en Tottenham tapaði 1-0 fyrir grönnum sínum í West Ham í kvöld. 2. mars 2016 21:45 Liverpool hefndi ófaranna gegn City | Sjáið mörk Liverpool Liverpool náði að hefna ófaranna síðan úr úrslitaleik enska deildarbikarsins á sunnudaginn gegn Manchester City, en Liverpool vann viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í kvöld 3-0. 2. mars 2016 21:45 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Juan Mata tryggði fjórða sigur United í röð | Sjáið sigurmarkið Spánverjinn Juan Mata skoraði eina markið á Old Trafford í kvöld þegar Manchester United hélt sigurgöngu sinni áfram í ensku úrvalsdeildinni. 2. mars 2016 22:00
Gylfi lagði upp sigurmark Swansea gegn Arsenal | Sjáið mörkin Arsenal tapaði sínum öðrum leik í röð í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið tapaði dýrmætum stigum gegn Swansea á heimavelli, en lokatölur 2-1 sigur Swansea. Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp sigurmark Swansea. 2. mars 2016 21:30
Tottenham mistókst að komast á toppinn Tottenham mistókst að skjótast á topp ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, en Tottenham tapaði 1-0 fyrir grönnum sínum í West Ham í kvöld. 2. mars 2016 21:45
Liverpool hefndi ófaranna gegn City | Sjáið mörk Liverpool Liverpool náði að hefna ófaranna síðan úr úrslitaleik enska deildarbikarsins á sunnudaginn gegn Manchester City, en Liverpool vann viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í kvöld 3-0. 2. mars 2016 21:45