Lífið

Bítast um hver sé hin eina og sanna Kylie

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kylie Minogue og Kylie Jenner
Kylie Minogue og Kylie Jenner vísir
Ástralska söngkonan Kylie Minogue og hin bandaríska Kylie Jenner há nú baráttu fyrir dómstólum um það hvor þeirra eigi rétt á vörumerkinu „Kylie“ í Bandaríkjunum.

Jenner er ein Kardashian-systra og er þar af leiðandi hvað þekktust fyrir „hlutverk“ sitt í raunveruleikaþáttunum Keeping up with the Kardashians. Hún vill nú fá einkarétt á vörumerkinu „Kylie“ fyrir snyrtivörulínu sína sem og fatalínu.

Í liðinni viku mótmælti Minogue hins vegar kröfunni á þeim grundvelli að ef Jenner fengi einkarétt á Kylie-nafninu myndi það heldur betur rugla bandaríska aðdáendur Minogue í ríminu og eyðileggja hennar vörumerki sem Kylie Minogue.

Í andmælum Minogue er Jenner lýst sem „annars flokks raunveruleikastjörnu“ auk þess sem rakin er gagnrýni sem Jenner hefur sætt frá samfélagi svartra í Bandaríkjunum og fötluðum, meðal annars fyrir að sitja fyrir í hjólastjól í myndatöku fyrir tímaritið Interview.

Aftur á móti er Kylie Minogue lýst sem heimsþekktum tónlistarmanni og baráttukonu gegn brjóstakrabbameini. Í dag hefur Minogue einkarétt á vörumerkjunum „Kylie Minogue“, „Kylie Minogue Darling,“ sem er ilmvatn sem hún framleiðir, og „Lucky – the Kylie Minogue musical.“


Tengdar fréttir

Nær Kylie að botna Kim?

Kylie Jenner klæðist rasslausum buxum í nýjum myndaþætti í Interview.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×