Dæmdur fyrir skjalafals áður en hann varð lögmaður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. mars 2016 10:30 Hæstiréttur staðfesti átta mánaða skilorðsbundinn dóm yfir manninum snemma á síðasta áratug. Hann fór síðar í laganám. Vísir/GVA Héraðsdómslögmaður á fimmtugsaldri sætir gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á umfangsmiklu peningamisferli. Hann er einn fjögurra sem verða í gæsluvarðhaldi fram á föstudag en þangað til á mánudag var hann verjandi eins hinna þriggja. Vísir greindi frá málinu í morgun en lögmaðurinn hefur áður hlotið dóma fyrir skjalafals. Lögmaðurinn var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals snemma á síðasta áratug en málið var sérstakt. Rak hann spilaklúbb ásamt félögum sínum og framvísaði svo fjórum ávísunum, undirrituðum af einum félaganna, upp á milljón krónur hver og gerði tilraun til að leysa þá út í banka.Reyndi að leysa út fjórar ávísanir upp á milljón krónur hver.VísirÁvísanirnar virðist hann hafa tekið úr tékkhefti eins félagans sem geymdi heftið í spilaklúbbnum. Þær voru undirritaðar af félaganum og sá sem sá um að gera upp hvert kvöld hafði leyfi til að fylla þær út. Þegar maðurinn, sem síðar fór í laganám og er í dag starfandi héraðsdómslögmaður, reyndi að innleysa þær og þær reyndust innistæðulausar lét hann þá í lögfræðiinnheimtu. Átti hann þó engan rétt á greiðslu frá félaga sínum eins og segir í dómnum. Í kjölfarið höfðaði hann einkamál á hendur félaga sínum að greiða milljónirnar fjórar en málið var að lokum fellt niður. Með þessari háttsemi taldi dómurinn fullsannað að maðurinn hefði notað fölsuð skjöl í þeim tilgangi að blekkja. Við ákvörðun refsingar var tekið mið af því að brotið varðaði háar fjárhæðir og háttsemin benti til ákveðins brotavilja. Meðferð málsins tók hins vegar afar langan tíma eða um fjögur ár. Þótti því átta mánaða skilorðsbundinn dómur réttlætanlegur. Þá hlaut lögmaðurinn einnig tvo dóma á sautjánda aldursári fyrir skjalafals. Tengdar fréttir Misferli upp á tugi milljóna: Verjandi og margdæmdur kynferðisbrotamaður sæta gæsluvarðhaldi Lögmaður mætti til skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum en var við það tækifæri handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 2. mars 2016 07:00 Þrennt í gæsluvarðhaldi grunað um peningaþvætti Rannsókn héraðssaksóknara teygir anga sína út fyrir landsteinana. Upphæðin mun nema í kringum 50 milljónum króna. 29. febrúar 2016 09:00 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Héraðsdómslögmaður á fimmtugsaldri sætir gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á umfangsmiklu peningamisferli. Hann er einn fjögurra sem verða í gæsluvarðhaldi fram á föstudag en þangað til á mánudag var hann verjandi eins hinna þriggja. Vísir greindi frá málinu í morgun en lögmaðurinn hefur áður hlotið dóma fyrir skjalafals. Lögmaðurinn var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals snemma á síðasta áratug en málið var sérstakt. Rak hann spilaklúbb ásamt félögum sínum og framvísaði svo fjórum ávísunum, undirrituðum af einum félaganna, upp á milljón krónur hver og gerði tilraun til að leysa þá út í banka.Reyndi að leysa út fjórar ávísanir upp á milljón krónur hver.VísirÁvísanirnar virðist hann hafa tekið úr tékkhefti eins félagans sem geymdi heftið í spilaklúbbnum. Þær voru undirritaðar af félaganum og sá sem sá um að gera upp hvert kvöld hafði leyfi til að fylla þær út. Þegar maðurinn, sem síðar fór í laganám og er í dag starfandi héraðsdómslögmaður, reyndi að innleysa þær og þær reyndust innistæðulausar lét hann þá í lögfræðiinnheimtu. Átti hann þó engan rétt á greiðslu frá félaga sínum eins og segir í dómnum. Í kjölfarið höfðaði hann einkamál á hendur félaga sínum að greiða milljónirnar fjórar en málið var að lokum fellt niður. Með þessari háttsemi taldi dómurinn fullsannað að maðurinn hefði notað fölsuð skjöl í þeim tilgangi að blekkja. Við ákvörðun refsingar var tekið mið af því að brotið varðaði háar fjárhæðir og háttsemin benti til ákveðins brotavilja. Meðferð málsins tók hins vegar afar langan tíma eða um fjögur ár. Þótti því átta mánaða skilorðsbundinn dómur réttlætanlegur. Þá hlaut lögmaðurinn einnig tvo dóma á sautjánda aldursári fyrir skjalafals.
Tengdar fréttir Misferli upp á tugi milljóna: Verjandi og margdæmdur kynferðisbrotamaður sæta gæsluvarðhaldi Lögmaður mætti til skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum en var við það tækifæri handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 2. mars 2016 07:00 Þrennt í gæsluvarðhaldi grunað um peningaþvætti Rannsókn héraðssaksóknara teygir anga sína út fyrir landsteinana. Upphæðin mun nema í kringum 50 milljónum króna. 29. febrúar 2016 09:00 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Misferli upp á tugi milljóna: Verjandi og margdæmdur kynferðisbrotamaður sæta gæsluvarðhaldi Lögmaður mætti til skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum en var við það tækifæri handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 2. mars 2016 07:00
Þrennt í gæsluvarðhaldi grunað um peningaþvætti Rannsókn héraðssaksóknara teygir anga sína út fyrir landsteinana. Upphæðin mun nema í kringum 50 milljónum króna. 29. febrúar 2016 09:00