Misferli upp á tugi milljóna: Verjandi og margdæmdur kynferðisbrotamaður sæta gæsluvarðhaldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. mars 2016 07:00 Karlmennirnir þrír eru í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni. Vísir/GVA Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á umfangsmiklu peningamisferli. Hann er fjórði aðilinn sem sætir gæsluvarðhaldi fram á föstudag að óbreyttu. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir fjórðu handtökuna og gæsluvarðhald yfir honum í samtali við Vísi. Hann vill ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu. Athygli vekur að maðurinn, sem er lögmaður og var handtekinn á mánudag, var mættur í skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum, karlmanni sem handtekinn var ásamt öðrum manni og konu fyrir helgi. Öll voru úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald. Lögmaðurinn var hins vegar handtekinn við skýrslutökuna á mánudag þar sem hann er grunaður um aðild að málinu. Var hann í framhaldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald. Málið kom upp í síðustu viku eftir ábendingu frá fjármálastofnun um óeðlilega millifærslu með peninga og greindi Vísir frá málinu á mánudagsmorgun. Samkvæmt heimildum Vísis var farið í handtökur að lokinni greiningarvinnu. Var bankareikningum meðal annars lokað en heildarupphæðin sem til rannsóknar er nemur um 50 milljónum króna. Leikur grunur á að meðal annars sé um peningaþvætti að ræða með millifærslum á milli landa.Tæp sjö ár í fangelsi fyrir kynferðisbrot Öll fjögur eru íslenskir ríkisborgarar en ólíkt hinum þremur sem sitja í gæsluvarðhaldi á einn hinna fjögurra sem sæta gæsluvarðhaldi að baki langan sakaferil, bæði fyrir kynferðisbrot og fjársvik. Sá heitir Gunnar Rúnar Gunnarsson og er á 43. aldursári. Brot sem Gunnar Rúnar hefur hlotið dóma fyrir telja vel á annan tug. Þar á meðal hefur hann verið dæmdur samanlagt í sex ára og tíu mánaða fangelsi fyrir þrjú kynferðisbrotamál, bæði fyrir brot gegn ungum stúlkum og andlega veikri konu. Þá var fjallað um Gunnar Rúnar og hans hlutverk sem „útfararstjóra“ í frétt Vísis í fyrra í kjölfar umfjöllunar Bresta um fyrirbærið „útfararstjóra.“ Hinir karlmennirnir eru um og yfir fertugt. Annar var handtekinn ásamt Gunnari Rúnari og konu, sem fréttastofa þekkir ekki deili á, í aðgerðum lögreglu fyrir helgi. Lögmaðurinn var svo handtekinn í gær og úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags líkt og hin þrjú. Tengdar fréttir Þrennt í gæsluvarðhaldi grunað um peningaþvætti Rannsókn héraðssaksóknara teygir anga sína út fyrir landsteinana. Upphæðin mun nema í kringum 50 milljónum króna. 29. febrúar 2016 09:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á umfangsmiklu peningamisferli. Hann er fjórði aðilinn sem sætir gæsluvarðhaldi fram á föstudag að óbreyttu. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir fjórðu handtökuna og gæsluvarðhald yfir honum í samtali við Vísi. Hann vill ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu. Athygli vekur að maðurinn, sem er lögmaður og var handtekinn á mánudag, var mættur í skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum, karlmanni sem handtekinn var ásamt öðrum manni og konu fyrir helgi. Öll voru úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald. Lögmaðurinn var hins vegar handtekinn við skýrslutökuna á mánudag þar sem hann er grunaður um aðild að málinu. Var hann í framhaldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald. Málið kom upp í síðustu viku eftir ábendingu frá fjármálastofnun um óeðlilega millifærslu með peninga og greindi Vísir frá málinu á mánudagsmorgun. Samkvæmt heimildum Vísis var farið í handtökur að lokinni greiningarvinnu. Var bankareikningum meðal annars lokað en heildarupphæðin sem til rannsóknar er nemur um 50 milljónum króna. Leikur grunur á að meðal annars sé um peningaþvætti að ræða með millifærslum á milli landa.Tæp sjö ár í fangelsi fyrir kynferðisbrot Öll fjögur eru íslenskir ríkisborgarar en ólíkt hinum þremur sem sitja í gæsluvarðhaldi á einn hinna fjögurra sem sæta gæsluvarðhaldi að baki langan sakaferil, bæði fyrir kynferðisbrot og fjársvik. Sá heitir Gunnar Rúnar Gunnarsson og er á 43. aldursári. Brot sem Gunnar Rúnar hefur hlotið dóma fyrir telja vel á annan tug. Þar á meðal hefur hann verið dæmdur samanlagt í sex ára og tíu mánaða fangelsi fyrir þrjú kynferðisbrotamál, bæði fyrir brot gegn ungum stúlkum og andlega veikri konu. Þá var fjallað um Gunnar Rúnar og hans hlutverk sem „útfararstjóra“ í frétt Vísis í fyrra í kjölfar umfjöllunar Bresta um fyrirbærið „útfararstjóra.“ Hinir karlmennirnir eru um og yfir fertugt. Annar var handtekinn ásamt Gunnari Rúnari og konu, sem fréttastofa þekkir ekki deili á, í aðgerðum lögreglu fyrir helgi. Lögmaðurinn var svo handtekinn í gær og úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags líkt og hin þrjú.
Tengdar fréttir Þrennt í gæsluvarðhaldi grunað um peningaþvætti Rannsókn héraðssaksóknara teygir anga sína út fyrir landsteinana. Upphæðin mun nema í kringum 50 milljónum króna. 29. febrúar 2016 09:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Þrennt í gæsluvarðhaldi grunað um peningaþvætti Rannsókn héraðssaksóknara teygir anga sína út fyrir landsteinana. Upphæðin mun nema í kringum 50 milljónum króna. 29. febrúar 2016 09:00