Misferli upp á tugi milljóna: Verjandi og margdæmdur kynferðisbrotamaður sæta gæsluvarðhaldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. mars 2016 07:00 Karlmennirnir þrír eru í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni. Vísir/GVA Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á umfangsmiklu peningamisferli. Hann er fjórði aðilinn sem sætir gæsluvarðhaldi fram á föstudag að óbreyttu. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir fjórðu handtökuna og gæsluvarðhald yfir honum í samtali við Vísi. Hann vill ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu. Athygli vekur að maðurinn, sem er lögmaður og var handtekinn á mánudag, var mættur í skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum, karlmanni sem handtekinn var ásamt öðrum manni og konu fyrir helgi. Öll voru úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald. Lögmaðurinn var hins vegar handtekinn við skýrslutökuna á mánudag þar sem hann er grunaður um aðild að málinu. Var hann í framhaldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald. Málið kom upp í síðustu viku eftir ábendingu frá fjármálastofnun um óeðlilega millifærslu með peninga og greindi Vísir frá málinu á mánudagsmorgun. Samkvæmt heimildum Vísis var farið í handtökur að lokinni greiningarvinnu. Var bankareikningum meðal annars lokað en heildarupphæðin sem til rannsóknar er nemur um 50 milljónum króna. Leikur grunur á að meðal annars sé um peningaþvætti að ræða með millifærslum á milli landa.Tæp sjö ár í fangelsi fyrir kynferðisbrot Öll fjögur eru íslenskir ríkisborgarar en ólíkt hinum þremur sem sitja í gæsluvarðhaldi á einn hinna fjögurra sem sæta gæsluvarðhaldi að baki langan sakaferil, bæði fyrir kynferðisbrot og fjársvik. Sá heitir Gunnar Rúnar Gunnarsson og er á 43. aldursári. Brot sem Gunnar Rúnar hefur hlotið dóma fyrir telja vel á annan tug. Þar á meðal hefur hann verið dæmdur samanlagt í sex ára og tíu mánaða fangelsi fyrir þrjú kynferðisbrotamál, bæði fyrir brot gegn ungum stúlkum og andlega veikri konu. Þá var fjallað um Gunnar Rúnar og hans hlutverk sem „útfararstjóra“ í frétt Vísis í fyrra í kjölfar umfjöllunar Bresta um fyrirbærið „útfararstjóra.“ Hinir karlmennirnir eru um og yfir fertugt. Annar var handtekinn ásamt Gunnari Rúnari og konu, sem fréttastofa þekkir ekki deili á, í aðgerðum lögreglu fyrir helgi. Lögmaðurinn var svo handtekinn í gær og úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags líkt og hin þrjú. Tengdar fréttir Þrennt í gæsluvarðhaldi grunað um peningaþvætti Rannsókn héraðssaksóknara teygir anga sína út fyrir landsteinana. Upphæðin mun nema í kringum 50 milljónum króna. 29. febrúar 2016 09:00 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á umfangsmiklu peningamisferli. Hann er fjórði aðilinn sem sætir gæsluvarðhaldi fram á föstudag að óbreyttu. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir fjórðu handtökuna og gæsluvarðhald yfir honum í samtali við Vísi. Hann vill ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu. Athygli vekur að maðurinn, sem er lögmaður og var handtekinn á mánudag, var mættur í skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum, karlmanni sem handtekinn var ásamt öðrum manni og konu fyrir helgi. Öll voru úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald. Lögmaðurinn var hins vegar handtekinn við skýrslutökuna á mánudag þar sem hann er grunaður um aðild að málinu. Var hann í framhaldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald. Málið kom upp í síðustu viku eftir ábendingu frá fjármálastofnun um óeðlilega millifærslu með peninga og greindi Vísir frá málinu á mánudagsmorgun. Samkvæmt heimildum Vísis var farið í handtökur að lokinni greiningarvinnu. Var bankareikningum meðal annars lokað en heildarupphæðin sem til rannsóknar er nemur um 50 milljónum króna. Leikur grunur á að meðal annars sé um peningaþvætti að ræða með millifærslum á milli landa.Tæp sjö ár í fangelsi fyrir kynferðisbrot Öll fjögur eru íslenskir ríkisborgarar en ólíkt hinum þremur sem sitja í gæsluvarðhaldi á einn hinna fjögurra sem sæta gæsluvarðhaldi að baki langan sakaferil, bæði fyrir kynferðisbrot og fjársvik. Sá heitir Gunnar Rúnar Gunnarsson og er á 43. aldursári. Brot sem Gunnar Rúnar hefur hlotið dóma fyrir telja vel á annan tug. Þar á meðal hefur hann verið dæmdur samanlagt í sex ára og tíu mánaða fangelsi fyrir þrjú kynferðisbrotamál, bæði fyrir brot gegn ungum stúlkum og andlega veikri konu. Þá var fjallað um Gunnar Rúnar og hans hlutverk sem „útfararstjóra“ í frétt Vísis í fyrra í kjölfar umfjöllunar Bresta um fyrirbærið „útfararstjóra.“ Hinir karlmennirnir eru um og yfir fertugt. Annar var handtekinn ásamt Gunnari Rúnari og konu, sem fréttastofa þekkir ekki deili á, í aðgerðum lögreglu fyrir helgi. Lögmaðurinn var svo handtekinn í gær og úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags líkt og hin þrjú.
Tengdar fréttir Þrennt í gæsluvarðhaldi grunað um peningaþvætti Rannsókn héraðssaksóknara teygir anga sína út fyrir landsteinana. Upphæðin mun nema í kringum 50 milljónum króna. 29. febrúar 2016 09:00 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Þrennt í gæsluvarðhaldi grunað um peningaþvætti Rannsókn héraðssaksóknara teygir anga sína út fyrir landsteinana. Upphæðin mun nema í kringum 50 milljónum króna. 29. febrúar 2016 09:00