Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Atli Ísleifsson skrifar 2. mars 2016 06:18 Marco Rubio, Ted Cruz, Bernie Sanders, Donald Trump og Hillary Clinton. Vísir/AFP Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði sigur í flestum þeirra ríkja Bandaríkjanna þar sem forkosningar flokkanna fóru fram í nótt. Clinton og Trump unnu bæði sigra í Alabama, Georgíu, Tennessee og Virginíu. Ted Cruz hafði sigur í heimaríki sínu Texas og Oklahoma. Bernie Sanders vann sigur í fjórum ríkjum, þeirra á meðal heimaríki hans Vermont. Kosið var í ellefu ríkjum á Ofurþriðjudeginum svokallaða og eiga jafnan línur það til að skýrast verulega í baráttunni um tilnefningar flokkanna eftir að búið er að telja upp úr kjörkössunum á þeim degi. Frambjóðendur sem unnu sigra eftir ríkjum í nótt:Donald Trump (R): Alabama, Georgía, Massachusetts, Tennessee, Virginía, Arkansas, Vermont.Ted Cruz (R): Texas, OklahomaMarco Rubio (R): MinnesotaHillary Clinton (D): Alabama, Georgía, Tennessee, Virginía, Arkansas, Texas, MassachusettsBernie Sanders (D): Vermont, Oklahoma, Minnesota, Colorado Á vef CNN segir að Clinton hafi tryggt sér 314 kjörmenn í nótt en Sanders 210. Trump tryggði sér 169 kjörmenn, Cruz 97, Rubio 37, John Kasich sautján og Ben Carson þrjá. Clinton hefur nú tryggt sér alls 873 kjörmenn, en Sanders 296. 1.383 kjörmenn þarf til að tryggja sér tilnefningu hjá Demókrötum. Hjá Repúblikönum hefur Trump tryggt sér 274 kjörmenn, Cruz 149 og Rubio 82, en alls þarf 1.237 til að tryggja sér tilnefningu flokksins. Hillary Clinton beindi í sigurræðu sinni spjótum sínum að Donald Trump og sagði aldrei áður hafa verið meira undir í forsetakosningunum í haust og að orðræðan hjá Repúblikönum hafi aldrei verið á eins lágu plani.Trump sagðist sjálfur vera maður sem gæti sameinað Repúblikanaflokkinn og hætt innanhúsátökum í flokknum og einblínt á baráttuna sem framundan væri gegn Clinton. Ted Cruz hvatti til einingar til að tryggja mætti að Trump yrði ekki frambjóðandi Repúblikana.Marco Rubio lagði í sigurræðu sinni að „svikahrappur“ yrði aldrei forseti Bandaríkjanna og vísaði þar til Donalds Trump.Bernie Sanders ítrekaði í ræðu sinni að nauðsynlegt væri að tryggja að auðmenn stjórni ekki öllu í ríkinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Sjá meira
Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði sigur í flestum þeirra ríkja Bandaríkjanna þar sem forkosningar flokkanna fóru fram í nótt. Clinton og Trump unnu bæði sigra í Alabama, Georgíu, Tennessee og Virginíu. Ted Cruz hafði sigur í heimaríki sínu Texas og Oklahoma. Bernie Sanders vann sigur í fjórum ríkjum, þeirra á meðal heimaríki hans Vermont. Kosið var í ellefu ríkjum á Ofurþriðjudeginum svokallaða og eiga jafnan línur það til að skýrast verulega í baráttunni um tilnefningar flokkanna eftir að búið er að telja upp úr kjörkössunum á þeim degi. Frambjóðendur sem unnu sigra eftir ríkjum í nótt:Donald Trump (R): Alabama, Georgía, Massachusetts, Tennessee, Virginía, Arkansas, Vermont.Ted Cruz (R): Texas, OklahomaMarco Rubio (R): MinnesotaHillary Clinton (D): Alabama, Georgía, Tennessee, Virginía, Arkansas, Texas, MassachusettsBernie Sanders (D): Vermont, Oklahoma, Minnesota, Colorado Á vef CNN segir að Clinton hafi tryggt sér 314 kjörmenn í nótt en Sanders 210. Trump tryggði sér 169 kjörmenn, Cruz 97, Rubio 37, John Kasich sautján og Ben Carson þrjá. Clinton hefur nú tryggt sér alls 873 kjörmenn, en Sanders 296. 1.383 kjörmenn þarf til að tryggja sér tilnefningu hjá Demókrötum. Hjá Repúblikönum hefur Trump tryggt sér 274 kjörmenn, Cruz 149 og Rubio 82, en alls þarf 1.237 til að tryggja sér tilnefningu flokksins. Hillary Clinton beindi í sigurræðu sinni spjótum sínum að Donald Trump og sagði aldrei áður hafa verið meira undir í forsetakosningunum í haust og að orðræðan hjá Repúblikönum hafi aldrei verið á eins lágu plani.Trump sagðist sjálfur vera maður sem gæti sameinað Repúblikanaflokkinn og hætt innanhúsátökum í flokknum og einblínt á baráttuna sem framundan væri gegn Clinton. Ted Cruz hvatti til einingar til að tryggja mætti að Trump yrði ekki frambjóðandi Repúblikana.Marco Rubio lagði í sigurræðu sinni að „svikahrappur“ yrði aldrei forseti Bandaríkjanna og vísaði þar til Donalds Trump.Bernie Sanders ítrekaði í ræðu sinni að nauðsynlegt væri að tryggja að auðmenn stjórni ekki öllu í ríkinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Sjá meira