Lífið

Össur á ferð og flugi með frægum

Bjarki Ármannsson skrifar
Vel virðist hafa farið á með þeim Össuri og Gere.
Vel virðist hafa farið á með þeim Össuri og Gere. Mynd/Össur Skarphéðinsson
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er staddur í Lundúnum og birtir í dag myndir af sér með Jeremy Corbyn, formanni breska Verkamannaflokksins og Hollywood-leikaranum Richard Gere.

Össur ku hafa fundað með Corbyn á skrifstofu þess síðarnefnda í breska þinginu síðdegis í gær. Ekki er ljóst nákvæmlega hvers vegna leiðir þeirra Össurar og Gere lágu saman en Össur skrifar með myndinni að þeir hafi átt skemmtileg skoðanaskipti og að Gere langi mjög að heimsækja Ísland.

Sjá einnig: Össur þykir orðinn ansi forsetalegur

Strákaspjall. - Richard Gere langar mikið að heimsækja land og þjóð. Áttum skemmtileg skoðanaskipti um hugðarefni.

Posted by Össur Skarphéðinsson on 1. mars 2016
Þingmaðurinn íslenski skemmtir sér greinilega vel í ferðinni og hefur verið duglegur að birta myndir og skemmtilegar sögur úr henni á síðu sinni. Meðal annars greinir hann frá samræðum sínum við Angus Robertsson, þingmanni skoska þjóðernissinna á breska þinginu, sem hann segir forfallinn aðdáenda íslensku sjónvarpsþáttaraðarinnar Ófærðar.

Þá eru söguleg kosningaveggspjöld úr fortíð Verkamannaflokksins og „íhaldsskarfur“ á ánni Thames meðal þeirra fyrirbæra sem Össur hefur rekist á og sagt frá á síðunni í dag.

Rakst á þennan íhaldsskarf á Thames fyrir utan breska þingið. Það fór vel á með þeim Ögmundi og Einari K. sem ég myndi þó aldrei kalla íhaldsskarfa!

Posted by Össur Skarphéðinsson on 1. mars 2016

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×