Erlent

Ákæra fyrrverandi stjórnarmenn í Fukushima

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Mótmælendur utan við skrifstofur eigenda kjarnorkuversins.
Mótmælendur utan við skrifstofur eigenda kjarnorkuversins. vísir/afp
Þrír fyrrverandi stjórnarmenn og eigendur kjarnorkuversins í Fukushima í Japan voru ákærðir í gær. Mennirnir eru ákærðir fyrir vanrækslu sem olli dauða 44 manna er kjarnaofnar kjarnorkuversins bræddu úr sér árið 2011 þegar flóðbylgja skall á borginni. Segja saksóknarar að þeir hefðu getað komið í veg fyrir að kjarnaofnarnir bræddu úr sér. Slysið var stærsta kjarnorkuslys frá kjarnorkuslysinu í Tsjernóbil árið 1986.

Mennirnir eru þeir fyrstu til að vera ákærðir fyrir þátt sinn í slysinu sem olli því að hættuleg geislun dreifðist um stórt svæði í norðausturhluta Japans með þeim afleiðingum að um hundrað þúsund manns þurftu að flýja heimili sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×