Nú reykja aðeins tíu prósent þjóðarinnar Svavar Hávarðsson skrifar 1. mars 2016 07:00 Ungt fólk er núorðið mjög ólíklegt til að reykja að staðaldri. nordicphotos/afp Þeir sem reykja daglega eru 10% Íslendinga yfir 18 ára aldri en voru 14% árið 2014. Þessi lækkun er í samræmi við aðrar kannanir á reykingum Íslendinga, samkvæmt könnun Embættis landlæknis á nokkrum áhrifaþáttum heilbrigðis. Lítill munur er á milli kynja. Daglegar reykingar eru algengastar hjá fólki á aldrinum 45 til 54 ára, eða 14%, samanborið við 5% í aldurshópnum 18 til 24 ára. Í yngsta aldurshópnum, 18-24 ára, hafa 73% aldrei reykt samanborið við 38% í aldurshópnum 45-54 ára. Ölvunardrykkja er töluverð meðal landsmanna og þá sérstaklega í yngsta aldurshópnum, 18-24 ára. Í þessum aldurshópi er athyglisvert hve lítill munur er á ölvunardrykkju milli karla og kvenna. Karlar á aldrinum 45-54 ára drekka hins vegar tvöfalt oftar en konur í sama aldurshópi. Um helmingur fullorðinna Íslendinga hreyfir sig í samræmi við ráðleggingar og er það sambærilegt við fyrri kannanir á hreyfingu. Áhyggjuefni er hins vegar að umtalsverður hluti landsmanna hreyfir sig lítið sem ekkert. Íslendingar meta andlega heilsu sína almennt góða og meirihluti þeirra telur sig vera hamingjusaman. Þá segist meirihluti fá nægilegan svefn en þó er áhyggjuefni hve stór hluti karla fær að jafnaði of lítinn svefn. Sömuleiðis er streita meðal íslenskra kvenna áhyggjuefni, en um þriðjungur kvenna segist oft eða mjög oft finna fyrir mikilli streitu í daglegu lífi, segir í frétt embættisins. Þrátt fyrir jákvæða þróun milli ára í ávaxta- og grænmetisneyslu neytir aðeins um fjórðungur ávaxta tvisvar á dag eða oftar og fimmtungur grænmetis tvisvar á dag eða oftar. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Þeir sem reykja daglega eru 10% Íslendinga yfir 18 ára aldri en voru 14% árið 2014. Þessi lækkun er í samræmi við aðrar kannanir á reykingum Íslendinga, samkvæmt könnun Embættis landlæknis á nokkrum áhrifaþáttum heilbrigðis. Lítill munur er á milli kynja. Daglegar reykingar eru algengastar hjá fólki á aldrinum 45 til 54 ára, eða 14%, samanborið við 5% í aldurshópnum 18 til 24 ára. Í yngsta aldurshópnum, 18-24 ára, hafa 73% aldrei reykt samanborið við 38% í aldurshópnum 45-54 ára. Ölvunardrykkja er töluverð meðal landsmanna og þá sérstaklega í yngsta aldurshópnum, 18-24 ára. Í þessum aldurshópi er athyglisvert hve lítill munur er á ölvunardrykkju milli karla og kvenna. Karlar á aldrinum 45-54 ára drekka hins vegar tvöfalt oftar en konur í sama aldurshópi. Um helmingur fullorðinna Íslendinga hreyfir sig í samræmi við ráðleggingar og er það sambærilegt við fyrri kannanir á hreyfingu. Áhyggjuefni er hins vegar að umtalsverður hluti landsmanna hreyfir sig lítið sem ekkert. Íslendingar meta andlega heilsu sína almennt góða og meirihluti þeirra telur sig vera hamingjusaman. Þá segist meirihluti fá nægilegan svefn en þó er áhyggjuefni hve stór hluti karla fær að jafnaði of lítinn svefn. Sömuleiðis er streita meðal íslenskra kvenna áhyggjuefni, en um þriðjungur kvenna segist oft eða mjög oft finna fyrir mikilli streitu í daglegu lífi, segir í frétt embættisins. Þrátt fyrir jákvæða þróun milli ára í ávaxta- og grænmetisneyslu neytir aðeins um fjórðungur ávaxta tvisvar á dag eða oftar og fimmtungur grænmetis tvisvar á dag eða oftar.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira