Metnaðarlaus markmið til fjölgunar rafbíla 19. mars 2016 12:00 Íslenskt samfélag gæti sparað gríðarlega fjármuni árlega á að skipta út jarðefnaeldsneyti sem meginorkugjafa í samgöngum hér á landi. NORDICPHOTOS/GETTY Í nýrri raforkuspá Orkustofnunar er gert ráð fyrir að rafbílar verði 14 prósent bílaflota Íslendinga eftir tuttugu ár og sex af hverjum tíu bílum verði rafknúnir árið 2050. Framkvæmdastjóri Vistorku á Akureyri segir þessi markmið metnaðarlaus. „Íslensk þjóð hefur tækifæri til að rafvæða bílaflotann mjög hratt á næstu árum. Hér býr þjóð með gríðarlega mikið magn hreinnar orku og um 85 prósent íbúa á sama blettinum suðvestanlands. Það ætti því að vera hægt að rafvæða bílaflotann hratt. Stjórnvöld geta gert heilmargt til að flýta fyrir þessari þróun hjá okkur,“ segir Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku á Akureyri. Í orkuspá Orkustofnunar er gert ráð fyrir að helmingur nýskráðra fólksbíla árið 2031 verði knúinn raforku og níu af hverjum tíu bifreiðum verði rafmagnsbílar í lok spátímans árið 2050. „Rafbílavæðing verður fyrst raunhæf þegar gott framboð rafmagnsbifreiða verður til staðar og verð samkeppnishæft við bifreiðar knúnar jarðefnaeldsneyti,“ segir í spánni. Þessa spá segir Guðmundur Haukur vera metnaðarlausa. „Hér er um spá að ræða en ekki stefnu stjórnvalda. Ef þetta endurspeglar hins vegar stefnuna þá skortir metnað og markmiðin gætu náðst án þess að stjórnvöld gerðu nokkuð frekar í málunum. Við ættum að geta gert þetta mun hraðar,“ segir Guðmundur. „Innan nokkurra ára verða hleðslustöðvar komnar um allt land og drægi rafmagnsbíla eykst ár frá ári.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í ræðu á ráðstefnu um rafbílavæðingu á Íslandi í nóvember 2014 það vera vilja ríkisstjórnarinnar að tryggja ívilnanir fyrir rafbíla og festa þær í sessi til langs tíma. „Svo ánægjulega vill til að Ísland er í lykilstöðu sem land sem getur framleitt nægt grænt eldsneyti fyrir bílaflota framtíðarinnar,“ sagði Sigmundur Davíð í ræðu sinni. „Stjórnvöld geta hæglega stillt hlutunum upp á þann hátt að rafbílar verði hagstæðari en bensín- og dísilbílar. Þannig væri hægt að hraða orkuskiptunum í samgöngum á Íslandi gríðarlega,“ segir Guðmundur Haukur. sveinn@frettabladid.is Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Í nýrri raforkuspá Orkustofnunar er gert ráð fyrir að rafbílar verði 14 prósent bílaflota Íslendinga eftir tuttugu ár og sex af hverjum tíu bílum verði rafknúnir árið 2050. Framkvæmdastjóri Vistorku á Akureyri segir þessi markmið metnaðarlaus. „Íslensk þjóð hefur tækifæri til að rafvæða bílaflotann mjög hratt á næstu árum. Hér býr þjóð með gríðarlega mikið magn hreinnar orku og um 85 prósent íbúa á sama blettinum suðvestanlands. Það ætti því að vera hægt að rafvæða bílaflotann hratt. Stjórnvöld geta gert heilmargt til að flýta fyrir þessari þróun hjá okkur,“ segir Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku á Akureyri. Í orkuspá Orkustofnunar er gert ráð fyrir að helmingur nýskráðra fólksbíla árið 2031 verði knúinn raforku og níu af hverjum tíu bifreiðum verði rafmagnsbílar í lok spátímans árið 2050. „Rafbílavæðing verður fyrst raunhæf þegar gott framboð rafmagnsbifreiða verður til staðar og verð samkeppnishæft við bifreiðar knúnar jarðefnaeldsneyti,“ segir í spánni. Þessa spá segir Guðmundur Haukur vera metnaðarlausa. „Hér er um spá að ræða en ekki stefnu stjórnvalda. Ef þetta endurspeglar hins vegar stefnuna þá skortir metnað og markmiðin gætu náðst án þess að stjórnvöld gerðu nokkuð frekar í málunum. Við ættum að geta gert þetta mun hraðar,“ segir Guðmundur. „Innan nokkurra ára verða hleðslustöðvar komnar um allt land og drægi rafmagnsbíla eykst ár frá ári.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í ræðu á ráðstefnu um rafbílavæðingu á Íslandi í nóvember 2014 það vera vilja ríkisstjórnarinnar að tryggja ívilnanir fyrir rafbíla og festa þær í sessi til langs tíma. „Svo ánægjulega vill til að Ísland er í lykilstöðu sem land sem getur framleitt nægt grænt eldsneyti fyrir bílaflota framtíðarinnar,“ sagði Sigmundur Davíð í ræðu sinni. „Stjórnvöld geta hæglega stillt hlutunum upp á þann hátt að rafbílar verði hagstæðari en bensín- og dísilbílar. Þannig væri hægt að hraða orkuskiptunum í samgöngum á Íslandi gríðarlega,“ segir Guðmundur Haukur. sveinn@frettabladid.is
Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira