Erlent

Tugir látnir í loftárásum á Raqqa

Samúel Karl Ólason skrifar
Rússar hafa flutt meirihluta flugvéla sinna heim frá Sýrlandi.
Rússar hafa flutt meirihluta flugvéla sinna heim frá Sýrlandi. Vísir/EPA
Eftirlitsaðilar segja minnst 39 borgara hafa látið lífið á röð loftárása á höfuðvígi Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Syrian observatory for human rights segja fimm börn og sjö konur vera meðal hinna látnu. Fimm meðlimir svokallaðar lögreglu ISIS létu einnig lífið og um 60 manns særðust.

Sextán almennir borgarar eru sagðir hafa fallið í árásum á Raqqa í gær.

SOHR reka umfangsmikið net heimildarmanna í Sýrlandi sem veita þeim upplýsingar um loftárásir og fleira þar í landi. Þeir segja að minnst 1.800 almennir borgarar hafa fallið í loftárásum Rússa frá því þær hófust í september.

Rami Abdel Rahman, forsvarsmaður SOHR, sagði AFP fréttaveitunni að tilgangur árásanna væri líklegast að koma í veg fyrir að ISIS sendi liðsauka til vígamanna sinna í borginni Palmyra. Stjórnarher Sýrlands hefur sótt fram gegn ISIS í borginni á undanförnum dögum með stuðningi Rússa.

ISIS hertóku borgina, sem kölluð var Perla eyðimerkurinnar, maí. Þar eru umfangsmiklar og fornar rústir gamallar borgar frá tímum Rómaveldis. Gervihnattarmyndir hafa sýnt að vígamenn hafa sprengt upp forn hof þar og skemmt rústirnar að miklu leiti.

Minnst 18 vígamenn eru sagðir hafa fallið í loftárásum á Palmyra í gær.

Vladimir Putin, forseti Rússlands, tilkynnti í byrjun vikunnar að Rússar myndu kalla stóran hluta herafla síns í Sýrlandi heim aftur. Loftárásir þeirra til stuðnings stjórnarhers Bashar al-Assad hafa þó haldið áfram og þá sérstaklega í kringum Palmyra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×