Gawker birti brot úr myndbandinu þar sem sást til Hogan og Heather Clem, fyrrum eiginkonu útvarpsmannsins og vinar Hogan, Bubba the Love Sponge, í ástarleikjum.
Lögmenn Hogan sögðu vefsíðuna hafa brotið gróflega á rétti Hogan til einkalífs og að myndbandið hefði ekkert fréttagildi. Verjendur Gawker lögðu hins vegar mikla áherslu á fjölmiðlafrelsi við vörn sína, en talið er að dómurinn muni hafa fordæmisgildi.
Réttarhöldin hafa vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og vel hefur verið fylgst með framgangi mála.
Í frétt CNN segir að Hogan, réttu nafni Terry Bollea, hafi grátið í réttarsalnum eftir að kviðdómur hafði kveðið upp dóm sinn.