Miðhálendið verði sett á heimsminjaskrá Svavar Hávarðsson skrifar 19. mars 2016 07:00 Skráning hálendisins á heimsminjaskrá útilokar ekki uppbyggingu. fréttablaðið/vilhelm Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að fela ríkisstjórninni að setja miðhálendi Íslands á yfirlitsskrá yfir heimsminjar UNESCO og fela heimsminjanefnd Íslands að undirbúa umsókn þar að lútandi. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, en meðflutningsmenn eru Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírötum, Róbert Marshall, Bjartri framtíð, Willum Þór Þórsson, Framsóknarflokki, og þau Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Össur Skarphéðinsson, Samfylkingu. Þingvellir og Surtsey eru einu staðirnir á Íslandi á heimsminjaskrá í dag. Í tilkynningu frá Helga Hjörvari segir að það hafi færst í vöxt að stór landsvæði og landslagsheildir séu tilnefnd í stað einstakra afmarkaðra svæða og „eðlilegt að yfirlitsskrá Íslands taki mið af þeirri alþjóðlegu þróun og þess vegna er þingsályktunin lögð fram“. Í greinargerð með tillögunni segir að hin ósnortnu víðerni hálendisins búi yfir margvíslegu og sérstöku náttúrufari og og jarðfræði svæðisins sé einstök á heimsvísu. „Fá mannvirki er að finna á miðhálendinu sem gefur því aukið gildi meðal ósnortinna víðerna. Það felur í sér lífsgæði sem verða æ eftirsóknarverðari í nútímasamfélagi sem er náttúruupplifun, ómenguð af iðn- og tæknivæðingu samfélagsins. Þau mannvirki sem þar eru, svo sem vegir og virkjanir, eiga þó ekki að varna skráningu svæðisins og skráning þess kæmi ein og sér heldur ekki í veg fyrir frekari mannvirkjagerð þar, starf að endurheimt landgæða né nýtingu svæðisins til ferðalaga fólks og veiða, en mundi kalla á skipulag og áætlanir um hvernig Ísland hyggist vernda og hlúa að þeirri einstæðu perlu sem miðhálendið er.“Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars. Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Sjá meira
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að fela ríkisstjórninni að setja miðhálendi Íslands á yfirlitsskrá yfir heimsminjar UNESCO og fela heimsminjanefnd Íslands að undirbúa umsókn þar að lútandi. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, en meðflutningsmenn eru Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírötum, Róbert Marshall, Bjartri framtíð, Willum Þór Þórsson, Framsóknarflokki, og þau Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Össur Skarphéðinsson, Samfylkingu. Þingvellir og Surtsey eru einu staðirnir á Íslandi á heimsminjaskrá í dag. Í tilkynningu frá Helga Hjörvari segir að það hafi færst í vöxt að stór landsvæði og landslagsheildir séu tilnefnd í stað einstakra afmarkaðra svæða og „eðlilegt að yfirlitsskrá Íslands taki mið af þeirri alþjóðlegu þróun og þess vegna er þingsályktunin lögð fram“. Í greinargerð með tillögunni segir að hin ósnortnu víðerni hálendisins búi yfir margvíslegu og sérstöku náttúrufari og og jarðfræði svæðisins sé einstök á heimsvísu. „Fá mannvirki er að finna á miðhálendinu sem gefur því aukið gildi meðal ósnortinna víðerna. Það felur í sér lífsgæði sem verða æ eftirsóknarverðari í nútímasamfélagi sem er náttúruupplifun, ómenguð af iðn- og tæknivæðingu samfélagsins. Þau mannvirki sem þar eru, svo sem vegir og virkjanir, eiga þó ekki að varna skráningu svæðisins og skráning þess kæmi ein og sér heldur ekki í veg fyrir frekari mannvirkjagerð þar, starf að endurheimt landgæða né nýtingu svæðisins til ferðalaga fólks og veiða, en mundi kalla á skipulag og áætlanir um hvernig Ísland hyggist vernda og hlúa að þeirri einstæðu perlu sem miðhálendið er.“Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars.
Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Sjá meira