Lífið

Hvarf konu í beinni útsendingu ruglar internetið í ríminu

Samúel Karl Ólason skrifar
Konan sem hverfur.
Konan sem hverfur.
Hverf konu í beinni útsendingu í Danmörku hefur valdið umtalsverðum ruglingi á internetinu. Í sjónvarpsviðtali sem nýverið var birt á TV2 má sjá konu í bakgrunninum sem virðist hreinlega hverfa.

Atvikið var tekið til skoðunar nýverið hjá TV2 í Danmörku og hægt er að sjá þá umfjöllun hér. Sjónvarpsmennirnir eru einfaldlega gáttaðir á hvarfi konunnar.

Atvikið má einnig sjá hér að neðan.

Umræður um myndbandið hafa myndast víða eins og á Imgur og Reddit.

Meðal kommenta sem finna má þar eru að ráðuneytið muni refsa konunni fyrir að galdra fyrir framan mugga og að best væri að brenna nornina. Einhverjir benda þó á rétta svarið sem er að hún gengur einfaldlega á bakvið konuna sem stendur fyrir framan hana.

Í lok myndbandsins má sjá buxur konunnar á milli handanna á fremri konunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×