Asnalegt að forseti sé kona Ásta Kristjánsdóttir skrifar 18. mars 2016 11:30 Þegar ég bruna framhjá Bessastöðum með fjögurra ára son minn segi ég honum að forseti Íslands búi í einu af þessum húsum. Honum virðist vera nokk sama, og hefur sáralítinn áhuga á þessum samræðum. Til að kalla fram frekari viðbrögð hjá honum, bæti ég við að ég hafi sjálf fengið að fara með föður mínum, að heilsa upp á forsetann, bara átta ára gömul. „Þá var forsetinn kona“ segi ég stolt! Barnið skellir upp úr og segir: „asnalegt! kona forseti!“ Sonur minn tengir engan veginn við forsetann eins og ég gerði þegar ég var lítil. Tek síðan langa ræðu og útskýri fyrir drengnum að forsetinn geti alveg verið kona eins og karl. Honum virðist sama og hefur lítinn áhuga á fígúrunni „Forseta Íslands.“ Líkt og margir landsmenn, sem væru alveg til í að leggja embættið niður. Þessar hrókasamræður við son minn leiða hugann að því hversu mikil hvatning forsetinn var mér frá unga aldri. Hvernig Vigdís ruddi brautina fyrir mig og aðrar konur á þessum tímabili. Ef kona gat verið forseti þá gátu konur allt. Þegar ég síðar ferðaðist um heiminn, þá sagði ég öllum, sem vildu heyra um Ísland, frá Vigdísi, fyrsta kvenforseta jarðarinnar, mikið assskoti var ég stolt. Seinna þegar ég stofnaði fyrirtæki í Síberíu og Mumbai var mér oft ráðlagt að hörfa því ég væri útlensk kona, það yrði ekki tekið mark á mér. Þá hugsaði ég til Vigdísar. Ef hún gat orðið forseti hlyti ég að geta leyst mín verkefni á fyrrnefndum slóðum þrátt fyrir úrtölur og svo sannarlega gat ég það. Við nánari umhugsun þá er mér bara alls ekki sama hver verður næsti forseti Íslands og mín vegna má leggja þetta embætti niður ef ekki fæst almennilegur kandídat í starfið. Ef við ætlum á annað borð að hafa forseta þá verður hann að ryðja brautina, standa fyrir eitthvað sem við Íslendingar getum verið stolt af. En það er alls ekki nóg að manneskjan sé klár og standi fyrir eitthvað heldur þarf hún líka að hafa karisma sem heillar alla heimsbyggðina og vekja athygli hér heima og erlendis. Ég vil einstakling, sem hefur farið ótroðnar slóðir í lífinu, ekki puntidúkku. Einhvern sem hefur þurft að glíma við alls konar verkefni í lífinu og staðið uppi sem sigurvegari. Það er bara einn einstaklingur, sem ég þekki sem er að hugsa sinn gang í þessum efnum sem hakar í öll þessi box og uppfyllir mínar kröfur. Það er Linda Pétursdóttir og hún fengi mitt atkvæði hiklaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Þegar ég bruna framhjá Bessastöðum með fjögurra ára son minn segi ég honum að forseti Íslands búi í einu af þessum húsum. Honum virðist vera nokk sama, og hefur sáralítinn áhuga á þessum samræðum. Til að kalla fram frekari viðbrögð hjá honum, bæti ég við að ég hafi sjálf fengið að fara með föður mínum, að heilsa upp á forsetann, bara átta ára gömul. „Þá var forsetinn kona“ segi ég stolt! Barnið skellir upp úr og segir: „asnalegt! kona forseti!“ Sonur minn tengir engan veginn við forsetann eins og ég gerði þegar ég var lítil. Tek síðan langa ræðu og útskýri fyrir drengnum að forsetinn geti alveg verið kona eins og karl. Honum virðist sama og hefur lítinn áhuga á fígúrunni „Forseta Íslands.“ Líkt og margir landsmenn, sem væru alveg til í að leggja embættið niður. Þessar hrókasamræður við son minn leiða hugann að því hversu mikil hvatning forsetinn var mér frá unga aldri. Hvernig Vigdís ruddi brautina fyrir mig og aðrar konur á þessum tímabili. Ef kona gat verið forseti þá gátu konur allt. Þegar ég síðar ferðaðist um heiminn, þá sagði ég öllum, sem vildu heyra um Ísland, frá Vigdísi, fyrsta kvenforseta jarðarinnar, mikið assskoti var ég stolt. Seinna þegar ég stofnaði fyrirtæki í Síberíu og Mumbai var mér oft ráðlagt að hörfa því ég væri útlensk kona, það yrði ekki tekið mark á mér. Þá hugsaði ég til Vigdísar. Ef hún gat orðið forseti hlyti ég að geta leyst mín verkefni á fyrrnefndum slóðum þrátt fyrir úrtölur og svo sannarlega gat ég það. Við nánari umhugsun þá er mér bara alls ekki sama hver verður næsti forseti Íslands og mín vegna má leggja þetta embætti niður ef ekki fæst almennilegur kandídat í starfið. Ef við ætlum á annað borð að hafa forseta þá verður hann að ryðja brautina, standa fyrir eitthvað sem við Íslendingar getum verið stolt af. En það er alls ekki nóg að manneskjan sé klár og standi fyrir eitthvað heldur þarf hún líka að hafa karisma sem heillar alla heimsbyggðina og vekja athygli hér heima og erlendis. Ég vil einstakling, sem hefur farið ótroðnar slóðir í lífinu, ekki puntidúkku. Einhvern sem hefur þurft að glíma við alls konar verkefni í lífinu og staðið uppi sem sigurvegari. Það er bara einn einstaklingur, sem ég þekki sem er að hugsa sinn gang í þessum efnum sem hakar í öll þessi box og uppfyllir mínar kröfur. Það er Linda Pétursdóttir og hún fengi mitt atkvæði hiklaust.
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar