Lægri vaxtagreiðslur standi undir byggingu nýs spítala Ingvar Haraldsson skrifar 18. mars 2016 07:00 Már Guðmundsson og Bjarni Benediktsson voru sammála um að aðstæður í efnahagslífinu væru góðar þó áfram þyrfti að vera á varðbergi. Við hlið Bjarna sat Guðmundur Árnason, ráðuneytisstóri í fjármálaráðuneytinu. fréttablaðið/stefán Vaxtasparnaður í tengslum við uppgjör slitabúa föllnu bankanna með stöðugleikaframlögunum mun standa undir fjármögnun nýs Landspítala og hækka framkvæmdastig hins opinbera. Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á ársfundi Seðlabankans í gær. Þá standi til að afnema gjaldeyrishöft á þessu ári. „Ef áfram heldur sem horfir þá erum við að ná fram á örfáum árum allt að 25 milljarða árlegum vaxtasparnaði og það munar um minna í þessu samhengi,“ sagði Bjarni. Gert var ráð fyrir að vaxtagreiðslur ríkisins næmu 75 milljörðum króna árið 2016 í fjárlagafrumvarpi ársins. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á fundinum að til stæði að halda útboð á aflandskrónum á fyrri hluta ársins. Í framhaldinu væri hægt að fara tiltölulega hratt í afnám gjaldeyrishafta á innlenda aðila. Hins vegar væri heppilegt að stjórntæki sem takmarka svokölluð vaxtamunarviðskipti væru tilbúin þegar útboðið færi fram. Helst væri horft til skatts eða bindiskyldu í þeim efnum en til þess þyrfti lagabreytingu. Erlendir aðilar hafa aukið eignarhlut sinn í ríkisskuldabréfum um 64 milljarða króna frá upphafi síðasta árs. Bjarni sagði að stefnt væri að því að leggja fram frumvarp sem taka ætti á þessu á vorþingi, áður en frestur til lagningar nýrra þingmála rennur út en ekki lægi fyrir hvor leiðin yrði farin. Seðlabankastjóri sagði stöðu efnahagsmála í landinu góða. Hins vegar gæti sú staða breyst hratt. „Okkur hættir til að gera mistök í hagstjórn í uppsveiflum og túlka tímabundna búhnykki sem varanlega. Ef sú saga endurtekur sig gæti innlend eftirspurn og verðbólga risið hærra en hér er gert ráð fyrir,“ sagði Már. Bjarni taldi ekki óheppilegt að auka ætti framkvæmdir hins opinbera þegar útlit er fyrir vaxandi spennu hagkerfinu. „Það er lykilatriði í því sambandi að það hefur aldrei staðið til að reisa spítalann að nýju á einu ári, þetta eru framkvæmdir sem taka langan tíma og það eru ytri mörk á því hversu mikið er hægt að gera í senn,“ sagði Bjarni. Bjarni tók engu að síður undir orð Más um að ekki mætti fara of geyst í hagstjórninni. „Það sem við þurfum er hugarfarsbreyting hjá öllu stjórnkerfinu til að laga sig að meiri aga og minni skammtímareddingum,“ sagði Bjarni. „Nú reynir á það á næstu misserum og árum hversu mikið við erum tilbúin að leggja á okkur til að ná langtímaárangri.“ Bankastjórar gæslumenn almannagæðaMár Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í ávarpi sínu brýnt að sú menning og siðferði sem var við lýði í fjármálakerfinu sneri ekki aftur. „Mér sýnist að umtalsverð bragarbót hafi þegar átt sér stað hér á landi. En það má gera betur og þetta er langtímaverkefni. Það þarf líka að festa í sessi þann skilning að stjórnendur innlánsstofnana hafa ekki einungis það hlutverk að hámarka hagnað til skamms tíma heldur eru þeir, eins og kerfið er nú byggt upp, gæslumenn almannagæða sem eru þeir sameiginlegu innviðir sem fólgnir eru í kerfinu,“ sagði Már. Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Vaxtasparnaður í tengslum við uppgjör slitabúa föllnu bankanna með stöðugleikaframlögunum mun standa undir fjármögnun nýs Landspítala og hækka framkvæmdastig hins opinbera. Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á ársfundi Seðlabankans í gær. Þá standi til að afnema gjaldeyrishöft á þessu ári. „Ef áfram heldur sem horfir þá erum við að ná fram á örfáum árum allt að 25 milljarða árlegum vaxtasparnaði og það munar um minna í þessu samhengi,“ sagði Bjarni. Gert var ráð fyrir að vaxtagreiðslur ríkisins næmu 75 milljörðum króna árið 2016 í fjárlagafrumvarpi ársins. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á fundinum að til stæði að halda útboð á aflandskrónum á fyrri hluta ársins. Í framhaldinu væri hægt að fara tiltölulega hratt í afnám gjaldeyrishafta á innlenda aðila. Hins vegar væri heppilegt að stjórntæki sem takmarka svokölluð vaxtamunarviðskipti væru tilbúin þegar útboðið færi fram. Helst væri horft til skatts eða bindiskyldu í þeim efnum en til þess þyrfti lagabreytingu. Erlendir aðilar hafa aukið eignarhlut sinn í ríkisskuldabréfum um 64 milljarða króna frá upphafi síðasta árs. Bjarni sagði að stefnt væri að því að leggja fram frumvarp sem taka ætti á þessu á vorþingi, áður en frestur til lagningar nýrra þingmála rennur út en ekki lægi fyrir hvor leiðin yrði farin. Seðlabankastjóri sagði stöðu efnahagsmála í landinu góða. Hins vegar gæti sú staða breyst hratt. „Okkur hættir til að gera mistök í hagstjórn í uppsveiflum og túlka tímabundna búhnykki sem varanlega. Ef sú saga endurtekur sig gæti innlend eftirspurn og verðbólga risið hærra en hér er gert ráð fyrir,“ sagði Már. Bjarni taldi ekki óheppilegt að auka ætti framkvæmdir hins opinbera þegar útlit er fyrir vaxandi spennu hagkerfinu. „Það er lykilatriði í því sambandi að það hefur aldrei staðið til að reisa spítalann að nýju á einu ári, þetta eru framkvæmdir sem taka langan tíma og það eru ytri mörk á því hversu mikið er hægt að gera í senn,“ sagði Bjarni. Bjarni tók engu að síður undir orð Más um að ekki mætti fara of geyst í hagstjórninni. „Það sem við þurfum er hugarfarsbreyting hjá öllu stjórnkerfinu til að laga sig að meiri aga og minni skammtímareddingum,“ sagði Bjarni. „Nú reynir á það á næstu misserum og árum hversu mikið við erum tilbúin að leggja á okkur til að ná langtímaárangri.“ Bankastjórar gæslumenn almannagæðaMár Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í ávarpi sínu brýnt að sú menning og siðferði sem var við lýði í fjármálakerfinu sneri ekki aftur. „Mér sýnist að umtalsverð bragarbót hafi þegar átt sér stað hér á landi. En það má gera betur og þetta er langtímaverkefni. Það þarf líka að festa í sessi þann skilning að stjórnendur innlánsstofnana hafa ekki einungis það hlutverk að hámarka hagnað til skamms tíma heldur eru þeir, eins og kerfið er nú byggt upp, gæslumenn almannagæða sem eru þeir sameiginlegu innviðir sem fólgnir eru í kerfinu,“ sagði Már.
Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira