Aðrir gætu boðað til kosninga um ESB Sæunn Gísladóttir skrifar 18. mars 2016 07:00 Skiptar skoðanir eru um aðild Breta að ESB, David Cameron forsætisráðherra styður viðveru en Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, vill yfirgefa ESB. Fréttablaðið/EPA Samkvæmt nýrri könnun myndi helmingur franskra kjósenda vilja fá að kjósa um áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur og forstöðumaður Evrópufræðaseturs, telur ólíklegt að Frakkar myndu nokkurn tíma fara úr Evrópusambandinu, hins vegar verði komin upp mjög flókin staða fyrir Íra og Skota ef Bretar yfirgefa Evrópusambandið. Niðurstöður könnunarinnar, sem framkvæmd var af Edinborgarháskóla og þýsku stofnuninni dpart, sýna að fimmtíu og þrjú prósent Frakka sem spurðir voru myndu vilja halda svipaðar kosningar og fara fram í Bretlandi í lok júní um aðild landsins að Evrópusambandinu. Fjörutíu og níu prósent Svía sögðust einnig vilja halda kosningar, sem og 47 prósent Spánverja og 45 prósent þýskra kjósenda. Í Póllandi og á Írlandi myndu 39 prósent og 38 prósent kjósenda vilja kjósa um málefnið. Könnunin náði til yfir átta þúsund kjósenda í löndunum. Eiríkur Bergmann telur mjög hæpið að Frakkar yfirgefi Evrópusambandið. „Frumkvæðið kemur frá Frakklandi. Í grunninn er þetta bandalag Frakklands og Þýskalands,“ segir Eiríkur. Hann útilokar hins vegar ekki að önnur ríki efni til kosninga um aðild að ESB. „Þetta væri staða sem gæti komið upp í öðrum löndum, en það hefur ekkert annað ríki tekið málið upp hingað til,“ segir Eiríkur en bætir við að forystumenn Evrópusambandsins geti í aðra röndina alltaf búist við því að fari að kvarnast úr því. „Ef Bretar fara út er hins vegar komin upp mjög flókin staða fyrir Íra, þar sem þeir eru svo nátengdir Bretum, svo eru Skotar almennt fylgjandi veru í Evrópusambandinu. Ef Bretland fer út þá er það líklega gegn vilja skoskra kjósenda og þá er komin upp staða með sjálfstæði Skota. Það myndi kynda undir annarri sjálfstæðiskosningu þar.“ Eiríkur segir enn ekki hægt að segja til um hvernig kosningarnar muni fara í Bretlandi. „En það er hægt að leiða líkur að því að það sé líklegt að þeir verði áfram. Það er alltaf miklu líklegra,“ segir Eiríkur Bergmann. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Samkvæmt nýrri könnun myndi helmingur franskra kjósenda vilja fá að kjósa um áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur og forstöðumaður Evrópufræðaseturs, telur ólíklegt að Frakkar myndu nokkurn tíma fara úr Evrópusambandinu, hins vegar verði komin upp mjög flókin staða fyrir Íra og Skota ef Bretar yfirgefa Evrópusambandið. Niðurstöður könnunarinnar, sem framkvæmd var af Edinborgarháskóla og þýsku stofnuninni dpart, sýna að fimmtíu og þrjú prósent Frakka sem spurðir voru myndu vilja halda svipaðar kosningar og fara fram í Bretlandi í lok júní um aðild landsins að Evrópusambandinu. Fjörutíu og níu prósent Svía sögðust einnig vilja halda kosningar, sem og 47 prósent Spánverja og 45 prósent þýskra kjósenda. Í Póllandi og á Írlandi myndu 39 prósent og 38 prósent kjósenda vilja kjósa um málefnið. Könnunin náði til yfir átta þúsund kjósenda í löndunum. Eiríkur Bergmann telur mjög hæpið að Frakkar yfirgefi Evrópusambandið. „Frumkvæðið kemur frá Frakklandi. Í grunninn er þetta bandalag Frakklands og Þýskalands,“ segir Eiríkur. Hann útilokar hins vegar ekki að önnur ríki efni til kosninga um aðild að ESB. „Þetta væri staða sem gæti komið upp í öðrum löndum, en það hefur ekkert annað ríki tekið málið upp hingað til,“ segir Eiríkur en bætir við að forystumenn Evrópusambandsins geti í aðra röndina alltaf búist við því að fari að kvarnast úr því. „Ef Bretar fara út er hins vegar komin upp mjög flókin staða fyrir Íra, þar sem þeir eru svo nátengdir Bretum, svo eru Skotar almennt fylgjandi veru í Evrópusambandinu. Ef Bretland fer út þá er það líklega gegn vilja skoskra kjósenda og þá er komin upp staða með sjálfstæði Skota. Það myndi kynda undir annarri sjálfstæðiskosningu þar.“ Eiríkur segir enn ekki hægt að segja til um hvernig kosningarnar muni fara í Bretlandi. „En það er hægt að leiða líkur að því að það sé líklegt að þeir verði áfram. Það er alltaf miklu líklegra,“ segir Eiríkur Bergmann.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira