Viðskipti innlent

Ingibjörg ný framkvæmdastýra fjármálasviðs Reiknistofu bankanna

Atli Ísleifsson skrifar
Ingibjörg Arnarsdóttir.
Ingibjörg Arnarsdóttir. Mynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
Ingibjörg Arnarsdóttir hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs hjá Reiknistofu bankanna Hún hóf störf þann 7. mars.

Í tilkynningu frá RB segir að hún hafi víðtæka reynslu af stjórnun fyrirtækja, fjármála, upplýsingatækni og stjórnarsetu.

„Ingibjörg starfaði hjá Valitor frá 2008 til 2016 sem framkvæmdastjóri áhættustýringar, fjármála, stjórnunar og mannauðs. Þá kom hún að uppbyggingu erlendrar starfsemi félagsins. Áður starfaði hún sem lánastjóri hjá Glitni árin 2007 og 2008, framkvæmdastjóri heildverslunar Karls K. Karlssonar frá 2001 til 2007 og sem ráðgjafi í upplýsingakerfum fjármála hjá DIT í London á árunum 1997 til 2000.

Ingibjörg lauk Cand. Oecon prófi í viðskiptafræði af endurskoðunarsviði Háskóla Íslands 1996 og meistaraprófi í fjármálum frá Cass Business School í London 2000,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×