Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 85-67 | Sannfærandi hjá meisturunum Kristinn Páll Teitsson í DHL-höllinni skrifar 17. mars 2016 22:15 Michael Craion og Chuck Garcia í baráttunni í kvöld. vísir/ernir KR vann afar sannfærandi 85-67 stiga sigur á Grindavík í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Dominos-deildar karla í kvöld en sigurinn var aldrei í hættu eftir að KR náði fimmtán stiga forskoti í fyrsta leikhluta. KR-ingar byrjuðu leikinn af krafti og settu ellefu fyrstu stig leiksins en KR-ingar sem hafa titil að verja settu með því tóninn fyrir það sem eftir lifði leiks. Grindvíkingar náðu að halda í við KR-ingana í öðrum leikhluta en í seinni hálfleik náðu KR-ingar líkt og oft áður að gera út um leikinn í þriðja leikhluta. Sannfærandi sigur hjá KR staðreynd en það verður erfitt að sjá Grindvíkingana stöðva KR liðið ef þeir spila af sama krafti og á köflum í kvöld. Fyrirfram áttu ekki margir von á því að Grindavík sem hafnaði í 8. sæti deildarinnar ætti möguleika á því að slá út ógnarsterkt lið KR-inga sem eru ríkjandi Íslands-, deildar- og bikarmeistarar. Fyrirliði KR, Brynjar Þór Björnsson, límdi orðin Three-peat í búningsklefa KR fyrir leik kvöldsins en skilaboðin voru skýr. Markmiðið var að hampa Íslandsmeistaratitinum þriðja árið í röð. Brynjar byrjaði leikinn sjálfur af miklum krafti en hann setti níu af fyrstu ellefu stigum KR-inga og náði KR fimmtán stiga forskoti á fyrstu fimm mínútum leiksins. Þriggja stiga skot liðsins voru að detta en á sama tíma gekk ekkert í sóknarleik Grindvíkinga. Grindvíkingum tókst að vakna til lífsins eftir þessa byrjun og náðu að minnka muninn niður í tólf stig fyrir lok fyrsta leikhluta, 27-15. Sami kraftur einkenndi liðið í upphafi annars leikhluta og nýttu þeir sér villuvandræði heimamanna til að minnka forskotið niður í tíu stig. Þá settu KR-ingar með Helga Má Magnússon fremstan í flokki aftur í gír og náðu nítján stiga forskoti undir lok fyrri hálfleiks. Tóku KR-ingar verðskuldað forskot inn í seinni hálfleikinn og var ljóst að Grindvíkingar þyrftu á kraftaverki að halda í seinni hálfleik. KR-ingar gerðu oft út um leikina í þriðja leikhluta í vetur en í kvöld voru það Grindvíkingar sem voru sterkari aðilinn í leikhlutanum og náðu að saxa á forskot KR-inga. Náðu þeir forskotinu niður í tíu stig en þá tóku KR-ingar aftur við sér. Á lokamínútum þriðja leikhluta og upphafsmínútum fjórða leikhluta gerðu KR-ingar einfaldlega út um leikinn en þegar mest var náði KR 25 stiga forskoti í fjórða leikhluta. Voru því lokamínúturnar einungis formsatriði fyrir KR-inga eftir góða spilamennsku lengst af í leiknum. Lauk leiknum með 18 stiga sigri KR-inga sem taka 1-0 forskot í úrslitaeinvíginu fyrir leik liðanna í Grindavík á sunnudaginn næstkomandi en það er ljóst að Grindvíkingar þurfa að spila mun betur ef þeir ætla sér að stríða KR-ingum í þessu einvígi. Í liði KR voru það Michael Craion og Helgi Már sem voru stigahæstir með 19 stig hvor en fyrirliðinn Brynjar Þór bætti við 17 stigum. Hitti Brynjar úr 4 af sex þriggja stiga skotum sínum í leiknum en hann lenti í villuvandræðum og lék því aðeins rúmlega 21. mínútu. Jón Axel Guðmundsson lauk leik með þrefalda tvennu í liði Grindvíkinga með 10 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar en Charles Garcia var atkæðamestur með 21 stig ásamt því að taka 12 fráköst og gefa 8 stoðsendingar.KR-Grindavík 85-67 (27-15, 22-18, 19-22, 17-12) KR: Helgi Már Magnússon 19, Michael Craion 19/7 fráköst/4 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 17/4 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 8, Björn Kristjánsson 7, Snorri Hrafnkelsson 6, Darri Hilmarsson 5/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 4/12 fráköst/8 stoðsendingar.Grindavík: Charles Wayne Garcia Jr. 21/12 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 20/8 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 10/12 fráköst/10 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 7/5 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 5/3 varin skot, Kristófer Breki Gylfason 3, Hinrik Guðbjartsson 1. Brynjar Þór: Vorum alltaf með þennan leik í höndunum„Við byrjuðum þetta sterkt í fyrsta leikhluta og settum svolítið tóninn fyrir það sem eftir lifði leiksins,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, brattur að leikslokum í kvöld. „Við gáfum aðeins eftir í þriðja leikhluta en mér fannst við alltaf vera með þennan leik í höndunum á okkur. Við vitum að ef við mætum stemmdir til leiks á heimavelli þá vinnum við flesta leiki.“ Brynjar og félagar í KR hafa titil að verja en þeir hafa hampað Íslandsmeistaratitlinum undanfarin tvö ár. „Það er búið að vera markmiðið í vetur að vinna þriðja árið í röð og það hefur hjálpað okkur að halda okkur við efnið að sjá þetta á hverjum degi fyrir lokakaflann.“ KR-ingar hafa verið í þessari stöðu áður en kjarni liðsins hefur leikið saman undanfarin ár. „Þetta er þriðja tímabilið sem ég, Helgi, Pavel og Darri erum saman og það er gott að spila með mönnum sem maður þekkir svona vel. Við treystum hvor öðrum fyrir öllu inn á vellinum og það sást í kvöld.“ Brynjar var ósáttur með það hversu mörg sóknarfráköst Grindvíkingar tóku í fyrri hálfleik. „Sóknarleikurinn var góður og varnarleikurinn frábær lengst af fyrir utan stuttar rispur. Við vorum að leyfa þeim að taka allt of mörg sóknarfráköst í fyrri hálfleik og svo duttum við aðeins niður í þriðja leikhluta. “ Ómar: Grófum okkar eigin gröf í byrjun„Þetta var alveg hrikalegt í byrjun. Þeir ná 11-0 kafla og það er ekki hægt að gefa jafn sterku liði og KR neitt svona,“ sagði Ómar Örn Sævarsson, leikmaður Grindavíkur, svekktur að leikslokum. „Þú getur ekki byrjað á því að gefa jafn góðu liði 10-15 stiga forskot á upphafsmínútunum. Þegar ég horfi yfir leikinn núna þá grófum við eiginlega okkar eigin gröf þar.“ Ómar var ánægður með spilamennsku liðsins í þriðja leikhluta. „Við sýndum smá karakter og komum til baka í þriðja leikhluta. Við sýndum þá að við getum alveg spilað körfubolta gegn þessu liði og það var jákvætt. Við vorum að láta ýta okkur út úr of mörgu og að einblína of mikið á að tuða í dómurunum í fyrsta leikhluta,“ sagði Ómar sem sá jákvæða punkta. „Þetta endar með 20 stigum og KR vinnur þennan leik en þegar við vorum að spila okkar leik var þetta jafnt og spennandi. Það er hægt að segja ef og kannski en hver veit hefðum við byrjað leikinn betur.“ Næsti leikur er í Grindavík og er það algjör lykilleikur fyrir Grindvíkinga. „Á heimavelli hittum við aðeins betur og við erum enn fullir sjálfstrausts. Þetta er ekki búið og við ætlum okkur að taka næsta leik en við þurfum að byrja þann leik mun betur.“ Helgi Már: Settum tóninn fyrir leikinn strax í byrjun„Þetta var bara mjög flott. Það var mikill kraftur í okkur í byrjun og við settum svolítið tóninn fyrir það sem koma skyldi,“ sagði Helgi Már Magnússon, leikmaður KR, kátur að leikslokum. „Við héldum þessum krafti út nánast allan leikinn, það er í raun ekki fyrr en aðeins í þriðja leikhluta að við duttum niður en maður fann í byrjun að þetta yrði gott kvöld. Það voru allir vel einbeittir og skiluðu sínu.“ Helgi er að leika lokatímabil sitt á Íslandi en hann ásamt liðsfélögum sínum er vanur stórum leikjum í úrslitakeppninni. „Reynslan hjálpar til, sérstaklega í byrjun en svo verður maður að hugsa þetta eins og hvern annan leik. Maður er með fiðring í byrjun en svo fjarar aðeins undan þessu eftir smá stund.“ Helgi sendi fyrrum liðsfélaga sínum kaldar kveðjur til Spánar en Ægir Þór Steinarsson fór út í atvinnumennsku á dögunum eftir stutt stopp í KR. „Það er fínt að losna við Ægi. Hann er erfiður í klefa og ekki gott að spila með honum. Að hann sé farinn til Spánar er frábært því það var kalt á milli hans og Pavels. Þeir voru að rífast um boltann og það var gott að losna við hann,“ sagði Helgi með bros á vör þar til honum snerist hugur. „Ég dýrka Ægi. Hann á allt gott skilið og við erum mjög ánægðir með að honum gengur vel á Spáni. Við getum aðlagað okkur að því að spila án hans eins og við höfum gert undanfarin ár.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
KR vann afar sannfærandi 85-67 stiga sigur á Grindavík í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Dominos-deildar karla í kvöld en sigurinn var aldrei í hættu eftir að KR náði fimmtán stiga forskoti í fyrsta leikhluta. KR-ingar byrjuðu leikinn af krafti og settu ellefu fyrstu stig leiksins en KR-ingar sem hafa titil að verja settu með því tóninn fyrir það sem eftir lifði leiks. Grindvíkingar náðu að halda í við KR-ingana í öðrum leikhluta en í seinni hálfleik náðu KR-ingar líkt og oft áður að gera út um leikinn í þriðja leikhluta. Sannfærandi sigur hjá KR staðreynd en það verður erfitt að sjá Grindvíkingana stöðva KR liðið ef þeir spila af sama krafti og á köflum í kvöld. Fyrirfram áttu ekki margir von á því að Grindavík sem hafnaði í 8. sæti deildarinnar ætti möguleika á því að slá út ógnarsterkt lið KR-inga sem eru ríkjandi Íslands-, deildar- og bikarmeistarar. Fyrirliði KR, Brynjar Þór Björnsson, límdi orðin Three-peat í búningsklefa KR fyrir leik kvöldsins en skilaboðin voru skýr. Markmiðið var að hampa Íslandsmeistaratitinum þriðja árið í röð. Brynjar byrjaði leikinn sjálfur af miklum krafti en hann setti níu af fyrstu ellefu stigum KR-inga og náði KR fimmtán stiga forskoti á fyrstu fimm mínútum leiksins. Þriggja stiga skot liðsins voru að detta en á sama tíma gekk ekkert í sóknarleik Grindvíkinga. Grindvíkingum tókst að vakna til lífsins eftir þessa byrjun og náðu að minnka muninn niður í tólf stig fyrir lok fyrsta leikhluta, 27-15. Sami kraftur einkenndi liðið í upphafi annars leikhluta og nýttu þeir sér villuvandræði heimamanna til að minnka forskotið niður í tíu stig. Þá settu KR-ingar með Helga Má Magnússon fremstan í flokki aftur í gír og náðu nítján stiga forskoti undir lok fyrri hálfleiks. Tóku KR-ingar verðskuldað forskot inn í seinni hálfleikinn og var ljóst að Grindvíkingar þyrftu á kraftaverki að halda í seinni hálfleik. KR-ingar gerðu oft út um leikina í þriðja leikhluta í vetur en í kvöld voru það Grindvíkingar sem voru sterkari aðilinn í leikhlutanum og náðu að saxa á forskot KR-inga. Náðu þeir forskotinu niður í tíu stig en þá tóku KR-ingar aftur við sér. Á lokamínútum þriðja leikhluta og upphafsmínútum fjórða leikhluta gerðu KR-ingar einfaldlega út um leikinn en þegar mest var náði KR 25 stiga forskoti í fjórða leikhluta. Voru því lokamínúturnar einungis formsatriði fyrir KR-inga eftir góða spilamennsku lengst af í leiknum. Lauk leiknum með 18 stiga sigri KR-inga sem taka 1-0 forskot í úrslitaeinvíginu fyrir leik liðanna í Grindavík á sunnudaginn næstkomandi en það er ljóst að Grindvíkingar þurfa að spila mun betur ef þeir ætla sér að stríða KR-ingum í þessu einvígi. Í liði KR voru það Michael Craion og Helgi Már sem voru stigahæstir með 19 stig hvor en fyrirliðinn Brynjar Þór bætti við 17 stigum. Hitti Brynjar úr 4 af sex þriggja stiga skotum sínum í leiknum en hann lenti í villuvandræðum og lék því aðeins rúmlega 21. mínútu. Jón Axel Guðmundsson lauk leik með þrefalda tvennu í liði Grindvíkinga með 10 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar en Charles Garcia var atkæðamestur með 21 stig ásamt því að taka 12 fráköst og gefa 8 stoðsendingar.KR-Grindavík 85-67 (27-15, 22-18, 19-22, 17-12) KR: Helgi Már Magnússon 19, Michael Craion 19/7 fráköst/4 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 17/4 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 8, Björn Kristjánsson 7, Snorri Hrafnkelsson 6, Darri Hilmarsson 5/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 4/12 fráköst/8 stoðsendingar.Grindavík: Charles Wayne Garcia Jr. 21/12 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 20/8 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 10/12 fráköst/10 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 7/5 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 5/3 varin skot, Kristófer Breki Gylfason 3, Hinrik Guðbjartsson 1. Brynjar Þór: Vorum alltaf með þennan leik í höndunum„Við byrjuðum þetta sterkt í fyrsta leikhluta og settum svolítið tóninn fyrir það sem eftir lifði leiksins,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, brattur að leikslokum í kvöld. „Við gáfum aðeins eftir í þriðja leikhluta en mér fannst við alltaf vera með þennan leik í höndunum á okkur. Við vitum að ef við mætum stemmdir til leiks á heimavelli þá vinnum við flesta leiki.“ Brynjar og félagar í KR hafa titil að verja en þeir hafa hampað Íslandsmeistaratitlinum undanfarin tvö ár. „Það er búið að vera markmiðið í vetur að vinna þriðja árið í röð og það hefur hjálpað okkur að halda okkur við efnið að sjá þetta á hverjum degi fyrir lokakaflann.“ KR-ingar hafa verið í þessari stöðu áður en kjarni liðsins hefur leikið saman undanfarin ár. „Þetta er þriðja tímabilið sem ég, Helgi, Pavel og Darri erum saman og það er gott að spila með mönnum sem maður þekkir svona vel. Við treystum hvor öðrum fyrir öllu inn á vellinum og það sást í kvöld.“ Brynjar var ósáttur með það hversu mörg sóknarfráköst Grindvíkingar tóku í fyrri hálfleik. „Sóknarleikurinn var góður og varnarleikurinn frábær lengst af fyrir utan stuttar rispur. Við vorum að leyfa þeim að taka allt of mörg sóknarfráköst í fyrri hálfleik og svo duttum við aðeins niður í þriðja leikhluta. “ Ómar: Grófum okkar eigin gröf í byrjun„Þetta var alveg hrikalegt í byrjun. Þeir ná 11-0 kafla og það er ekki hægt að gefa jafn sterku liði og KR neitt svona,“ sagði Ómar Örn Sævarsson, leikmaður Grindavíkur, svekktur að leikslokum. „Þú getur ekki byrjað á því að gefa jafn góðu liði 10-15 stiga forskot á upphafsmínútunum. Þegar ég horfi yfir leikinn núna þá grófum við eiginlega okkar eigin gröf þar.“ Ómar var ánægður með spilamennsku liðsins í þriðja leikhluta. „Við sýndum smá karakter og komum til baka í þriðja leikhluta. Við sýndum þá að við getum alveg spilað körfubolta gegn þessu liði og það var jákvætt. Við vorum að láta ýta okkur út úr of mörgu og að einblína of mikið á að tuða í dómurunum í fyrsta leikhluta,“ sagði Ómar sem sá jákvæða punkta. „Þetta endar með 20 stigum og KR vinnur þennan leik en þegar við vorum að spila okkar leik var þetta jafnt og spennandi. Það er hægt að segja ef og kannski en hver veit hefðum við byrjað leikinn betur.“ Næsti leikur er í Grindavík og er það algjör lykilleikur fyrir Grindvíkinga. „Á heimavelli hittum við aðeins betur og við erum enn fullir sjálfstrausts. Þetta er ekki búið og við ætlum okkur að taka næsta leik en við þurfum að byrja þann leik mun betur.“ Helgi Már: Settum tóninn fyrir leikinn strax í byrjun„Þetta var bara mjög flott. Það var mikill kraftur í okkur í byrjun og við settum svolítið tóninn fyrir það sem koma skyldi,“ sagði Helgi Már Magnússon, leikmaður KR, kátur að leikslokum. „Við héldum þessum krafti út nánast allan leikinn, það er í raun ekki fyrr en aðeins í þriðja leikhluta að við duttum niður en maður fann í byrjun að þetta yrði gott kvöld. Það voru allir vel einbeittir og skiluðu sínu.“ Helgi er að leika lokatímabil sitt á Íslandi en hann ásamt liðsfélögum sínum er vanur stórum leikjum í úrslitakeppninni. „Reynslan hjálpar til, sérstaklega í byrjun en svo verður maður að hugsa þetta eins og hvern annan leik. Maður er með fiðring í byrjun en svo fjarar aðeins undan þessu eftir smá stund.“ Helgi sendi fyrrum liðsfélaga sínum kaldar kveðjur til Spánar en Ægir Þór Steinarsson fór út í atvinnumennsku á dögunum eftir stutt stopp í KR. „Það er fínt að losna við Ægi. Hann er erfiður í klefa og ekki gott að spila með honum. Að hann sé farinn til Spánar er frábært því það var kalt á milli hans og Pavels. Þeir voru að rífast um boltann og það var gott að losna við hann,“ sagði Helgi með bros á vör þar til honum snerist hugur. „Ég dýrka Ægi. Hann á allt gott skilið og við erum mjög ánægðir með að honum gengur vel á Spáni. Við getum aðlagað okkur að því að spila án hans eins og við höfum gert undanfarin ár.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum