Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins, 20 ára og yngri, greiða 170 þúsund krónur hver vegna þátttöku þess í undankeppni HM.
Ísland er í fjögurra liða riðli sem fer fram hér á landi föstudag, laugardag og sunnudag. En þrátt fyrir að leikið er hér á landi þurfa landsliðskonurnar að leggja fram þessa upphæð fram hver, eins og fram kom í Morgunblaðinu í dag.
Sjá einnig: Íslensku strákarnir borga 120.000 fyrir uppihald hinna liðanna
Heildarkostnaður við mótahaldið er nærri fimm milljónir króna og þurfa leikmenn að greiða um helming af því.
„Stelpurnar, foreldrar og þeir sem eru í landsliðsnefnd kvenna hafa verið mjög dugleg við að safna fyrir þátttökunni,“ sagði landsliðsþjálfarinn Einar Jónsson við Morgunblaðið í dag.
Það hefur viðgengist um árabil að leikmenn yngri landsliða Íslands, bæði í karla- og kvennaflokki, þurfi að standa sjálf straum af stórum hluta kostnaðar við þátttöku í alþjóðlegum verkefnum.
Landsliðskonur greiða 170 þúsund krónur fyrir mót á Íslandi

Tengdar fréttir

Ferðin kostar 360 þúsund á hvern leikmann
Leikmenn íslenska U18 ára landsliðiðsins í handbolta þurfa að greiða um helminginn af rándýrri keppnisferð til Póllands í ágúst. Það sama er upp á teningunum hjá unglingalandsliðum körfuboltans enda koma engir styrkir að utan. Í fótboltalandsliðunum er allt greitt fyrir leikmenn.

Íslensku strákarnir borga 120.000 fyrir uppihald hinna liðanna
Framkvæmdarstjóri HSÍ segir að það sé engin stefna til staðar í afreksmannaíþróttastarfi á Íslandi. Leikmenn og aðstandendur yngri landsliða þurfa að fjármagna þátttöku sína í alþjóðlegum verkefnum sjálfir.