Formúla 1

Formúla 1 hefst um helgina

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Keppnin í Ástralíu mun svara fullt af spurningum.
Keppnin í Ástralíu mun svara fullt af spurningum. Vísir/Getty
Fyrsta keppni tímabilsins í Formúlu 1 er um helgina. Ástralía er fyrsta stopp og þar eftir færa liðin sig yfir til Bahrein. Aldrei hafa fleiri keppnir verið á keppnisdagatali Formúlu 1.

Keppnirnar verða 21, tímabilið hefst í Ástraliu en lýkur í Abú Dabí þann 27. nóvember. Sumarfríið í ár verður á milli þýska kappakstursins sem fer fram þann 31. júlí og þess belgíska en föstudagsæfingar í Belgíu hefjast 26. ágúst.

Keppnirnar verða í beinni á sportrásum Stöðvar 2. Vísir mun einnig fylgjast náið með framvindu tímabilsins.

Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt keppnisdagatal sem sýnir dagsetningar allra keppna og brautirnar sjálfar.


Tengdar fréttir

Di Grassi fyrstur í mark en d´Ambrosio vann

Dragon ökumaðurinn Jerome d´Ambrosio var á ráspól fyrir mexíkanska Formúlu E kappaksturinn. Lucas di Grassi á ABT kom fyrstur í mark en var sviptur fyrsta sætinu.

Button: Enn mikil vinna framundan

Jenson Button ökumaður McLaren liðsins í Formúlu 1 hefur ekki viljað spá fyrir um gengi liðsins á komandi tímabili. Hann segir að enn sé mikil vinna framundan vilji liðið verða samkeppnishæft.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×