Ofbeldi í nánum samböndum: Heimilisfriður, meðferðarúrræði fyrir gerendur Andrés Proppé Ragnarsson og Einar Gylfi Jónsson skrifar 17. mars 2016 07:00 Meðferðarúrræði fyrir karla sem beita ofbeldi í nánum samböndum hefur verið starfrækt fyrst frá 1998 til 2002 og síðan óslitið frá 2006 undir nafninu „Karlar til ábyrgðar“. Undanfarin misseri hefur konum sem gerendum og körlum sem þolendum einnig verið boðið upp á aðstoð. Hefur sú þjónusta farið vaxandi, þó hægt fari. Þessar útvíkkuðu forsendur hafa leitt til þess að nafnið, sem átti svo ágætlega við í upphafi, er nú orðið villandi. Því hefur verið ákveðið að leggja til hliðar hið upprunalega nafn og velja annað sem hefur breiðari skírskotun: Heimilisfriður, með undirtitlinum „Meðferðar- og þekkingarmiðstöð um ofbeldi í nánum samböndum“. Með þessum undirtitli er vísað til þess að auk þess að bjóða gerendum og þolendum ofbeldis í nánum samböndum upp á meðferð er Heimilisfriði ætlað að miðla fræðslu og þjálfun varðandi ofbeldi í nánum samböndum og afleiðingar þess til fagfólks og almennings. 8. mars sl. var undirritaður þjónustusamningur velferðarráðuneytisins við Heimilisfrið þar sem kveðið er á um að ráðuneytið greiði niður meðferð fyrir gerendur af báðum kynjum auk áhættumatsviðtala við maka. Auk þessa mun Heimilisfriður bjóða þolendum meðferð í samvinnu við félagsþjónustur sveitarfélaga.Vel varðveitt leyndarmál Til skamms tíma var ofbeldi í nánum samböndum vel varðveitt leyndarmál. Þó vitað væri að slíkt ætti sér stað var hið ríkjandi viðhorf að ofbeldi milli karls og konu í nánu sambandi félli undir friðhelgi einkalífsins. Það voru kvennahreyfingar 7. og 8. áratugarins sem opnuðu umræðuna og beittu sér fyrir aðstoð við konur sem bjuggu við ofbeldi af hendi maka síns: kvennaathvörfum var komið á fót og aukinn þrýstingur var á lögreglu og heilbrigðisstarfsfólk að gefa þessu vandamáli gaum: þróa viðeigandi viðbrögð og spyrja viðeigandi spurninga. Frá byrjun var ofbeldi í nánum samböndum skilgreint sem kynbundið, þ.e. gerendurnir væru í langflestum tilvikum karlar og þolendurnir í langflestum tilvikum konur. Ofbeldið var talið eiga sér rætur í gildum feðraveldisins: hin kynbundna félagsmótun, stofnanir og formgerð samfélagsins, viðhorf og venjur, eignarréttur karla og ábyrgðarleysi samfélagsins gagnvart því sem ætti sér stað innan veggja heimilisins. Sálfræðilegum skýringum á hegðun gerandans var hafnað. Á þessu hefur orðið breyting. Undanfarið hefur verið fjallað um það í fjölmiðlum að rannsóknir sýni að það er sáralítill munur á ofbeldisbeitingu kynjanna í nánum samböndum, þ.e. að það sé álíka algengt að konur og karlar beiti líkamlegu ofbeldi. Þetta eru ekki nýjar fréttir, rannsóknir allt aftur til 1975 hafa staðfest þetta. Þannig að það er löngu ljóst að heimilisofbeldi er ekki kynbundið í þeim skilningi að það séu einungis karlar sem eru gerendur og einungis konur sem eru þolendur.Tímabær skref Hins vegar er ofbeldi í nánum samböndum kynbundið í þeim skilningi að í þorra alvarlegustu tilvikanna eru karlar gerendur og konur þolendur og það er einnig kynbundið í þeim skilningi að rannsóknir sýna að konur sem eru þolendur upplifa ofbeldi af hendi maka miklu frekar sem ógnun en karlar sem eru þolendur. Þessi munur verður auðveldlega skýrður með líkamsburðum, en einnig er líklegt að félagslegar og fjárhagslegar ástæður hafi veruleg áhrif, þ.e. konur eru líklegri til að vera félagslega og fjárhagslega háðari sambandinu en karlar. Þess vegna er rökrétt að þróunin hafi verið sú að fyrst er athyglinni beint að heimilisofbeldi þar sem karlar eru gerendur og konur þolendur og meðferðar- og stuðningsúrræði þróuð út frá þörfum þeirra, en síðan sé athyglinni beint að stuðningi við karla sem eru þolendur og meðferð fyrir konur sem eru gerendur. Sé athyglinni og úrræðunum eingöngu beint að hinu kynbundna ofbeldi er ljóst að hópur gerenda og þolenda og börn þeirra fá litla athygli í umræðunni og þ.a.l. litla hvatningu til að leita sér hjálpar til að rjúfa vítahring ofbeldisins. Að mati greinarhöfunda var orðið tímabært að stíga þau skref hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Meðferðarúrræði fyrir karla sem beita ofbeldi í nánum samböndum hefur verið starfrækt fyrst frá 1998 til 2002 og síðan óslitið frá 2006 undir nafninu „Karlar til ábyrgðar“. Undanfarin misseri hefur konum sem gerendum og körlum sem þolendum einnig verið boðið upp á aðstoð. Hefur sú þjónusta farið vaxandi, þó hægt fari. Þessar útvíkkuðu forsendur hafa leitt til þess að nafnið, sem átti svo ágætlega við í upphafi, er nú orðið villandi. Því hefur verið ákveðið að leggja til hliðar hið upprunalega nafn og velja annað sem hefur breiðari skírskotun: Heimilisfriður, með undirtitlinum „Meðferðar- og þekkingarmiðstöð um ofbeldi í nánum samböndum“. Með þessum undirtitli er vísað til þess að auk þess að bjóða gerendum og þolendum ofbeldis í nánum samböndum upp á meðferð er Heimilisfriði ætlað að miðla fræðslu og þjálfun varðandi ofbeldi í nánum samböndum og afleiðingar þess til fagfólks og almennings. 8. mars sl. var undirritaður þjónustusamningur velferðarráðuneytisins við Heimilisfrið þar sem kveðið er á um að ráðuneytið greiði niður meðferð fyrir gerendur af báðum kynjum auk áhættumatsviðtala við maka. Auk þessa mun Heimilisfriður bjóða þolendum meðferð í samvinnu við félagsþjónustur sveitarfélaga.Vel varðveitt leyndarmál Til skamms tíma var ofbeldi í nánum samböndum vel varðveitt leyndarmál. Þó vitað væri að slíkt ætti sér stað var hið ríkjandi viðhorf að ofbeldi milli karls og konu í nánu sambandi félli undir friðhelgi einkalífsins. Það voru kvennahreyfingar 7. og 8. áratugarins sem opnuðu umræðuna og beittu sér fyrir aðstoð við konur sem bjuggu við ofbeldi af hendi maka síns: kvennaathvörfum var komið á fót og aukinn þrýstingur var á lögreglu og heilbrigðisstarfsfólk að gefa þessu vandamáli gaum: þróa viðeigandi viðbrögð og spyrja viðeigandi spurninga. Frá byrjun var ofbeldi í nánum samböndum skilgreint sem kynbundið, þ.e. gerendurnir væru í langflestum tilvikum karlar og þolendurnir í langflestum tilvikum konur. Ofbeldið var talið eiga sér rætur í gildum feðraveldisins: hin kynbundna félagsmótun, stofnanir og formgerð samfélagsins, viðhorf og venjur, eignarréttur karla og ábyrgðarleysi samfélagsins gagnvart því sem ætti sér stað innan veggja heimilisins. Sálfræðilegum skýringum á hegðun gerandans var hafnað. Á þessu hefur orðið breyting. Undanfarið hefur verið fjallað um það í fjölmiðlum að rannsóknir sýni að það er sáralítill munur á ofbeldisbeitingu kynjanna í nánum samböndum, þ.e. að það sé álíka algengt að konur og karlar beiti líkamlegu ofbeldi. Þetta eru ekki nýjar fréttir, rannsóknir allt aftur til 1975 hafa staðfest þetta. Þannig að það er löngu ljóst að heimilisofbeldi er ekki kynbundið í þeim skilningi að það séu einungis karlar sem eru gerendur og einungis konur sem eru þolendur.Tímabær skref Hins vegar er ofbeldi í nánum samböndum kynbundið í þeim skilningi að í þorra alvarlegustu tilvikanna eru karlar gerendur og konur þolendur og það er einnig kynbundið í þeim skilningi að rannsóknir sýna að konur sem eru þolendur upplifa ofbeldi af hendi maka miklu frekar sem ógnun en karlar sem eru þolendur. Þessi munur verður auðveldlega skýrður með líkamsburðum, en einnig er líklegt að félagslegar og fjárhagslegar ástæður hafi veruleg áhrif, þ.e. konur eru líklegri til að vera félagslega og fjárhagslega háðari sambandinu en karlar. Þess vegna er rökrétt að þróunin hafi verið sú að fyrst er athyglinni beint að heimilisofbeldi þar sem karlar eru gerendur og konur þolendur og meðferðar- og stuðningsúrræði þróuð út frá þörfum þeirra, en síðan sé athyglinni beint að stuðningi við karla sem eru þolendur og meðferð fyrir konur sem eru gerendur. Sé athyglinni og úrræðunum eingöngu beint að hinu kynbundna ofbeldi er ljóst að hópur gerenda og þolenda og börn þeirra fá litla athygli í umræðunni og þ.a.l. litla hvatningu til að leita sér hjálpar til að rjúfa vítahring ofbeldisins. Að mati greinarhöfunda var orðið tímabært að stíga þau skref hér á landi.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun