Bros getur þýtt svo ótrúlega margt Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 17. mars 2016 10:45 Rakel Tómasdóttir, hönnuður hjá Glamour á Íslandi, hannar letur í lokaverkefni sínu við Listaháskóla Íslands. Vísir/Vilhelm „Um þessar mundir er ég að vinna að útskriftarverkefninu mínu í Listaháskóla Íslands, ég er að hanna leturfjölskyldu sem heitir Silk. Leturfjölskylda er safn af mismunandi stílum af sömu leturtýpunni, til dæmis feitletrað og skáletrað,“ segir Rakel Tómasdóttir. Rakel hefur haft í nógu að snúast frá því hún hóf nám í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands en hún starfar sem hönnuður hjá tímaritinu Glamour.Rakel leggur áherslu á að sýna hvernig hægt sé að nota letrið á ýmsan hátt.„Upprunalega letrið sem ég hannaði er fótaletur en ég er einnig að þróa það yfir í steinskrift. Þegar letrið er tilbúið mun það vera til í 24 útgáfum og í framhaldinu ætti fólk að geta notað letrið eins og önnur letur, til dæmis í Word og öðrum forritum,“ segir Rakel en það er óhætt að segja að þessi unga hæfileikakona eigi framtíðina fyrir sér í hönnun. Guðmundur Úlfarsson og Mads Freund voru þeir fyrstu sem stofnuðu íslenska letursmiðju sem ber nafnið Or type og leit dagsins ljós árið 2013. Frá og með þeim tíma hafa vinsældir leturgerðar á Íslandi aukist til muna og fleiri íslensk letur litið dagsins ljós.Hægt er að fylgjast með hönnunarferli Rakelar á Instagram síðunni hennar @silktype„Mér finnst leturgerð mjög skemmtileg og eitthvað sem ég er alveg til í að halda áfram með. Or type er fyrsta íslenska letursmiðjan og ég lít mikið upp til þeirra, ég gæti alveg hugsað mér að hanna fleiri letur í framtíðinni,“ segir Rakel. Rakel leggur mikla áherslu á að sýna hvernig hægt sé að nota letrið á ýmsan hátt, hún hefur til dæmis opnað Instagram-síðu (@silktype) þar sem fólk getur fylgst með hönnunarferlinu og séð hvernig hægt er að nota letrið á mismunandi hátt. „Ég hef alls engan áhuga á að einangra mig og verkin mín, mér finnst mjög gaman að sýna það sem ég er að gera og fá viðbrögð frá fólki í kringum mig. Instagram er ótrúlega góður vettvangur til að sýna letrið og vinnuna í kringum það. Það myndast líka einhvers konar samfélög inni á Instagram þar sem fólk er að skoða hjá öðrum og skiptast á kommentum.“Hér má sjá leturfjölskylduna Silk.Rakel skrifaði lokaritgerðina sína um myndletur, eða emoji, þar sem hún skoðar til dæmis hvernig emoji gerir samskipti persónulegri. Fólk hefur oft velt því fyrir sér hvort tákn í samskiptum geti valdið misskilningi en er það raunin? „Það sem ég fjalla um í lokaritgerðinni minni er hversu margt sameiginlegt emoji-tákn eiga með líkamstjáningu í samskiptum fólks og hvernig þau bæta stafræn samskipti og gera þau persónulegri á allan hátt. Emoji eru orðin órjúfanlegur hluti rafrænna samskipta. Táknin geta hjálpað fólki að tjá tilfinningar sínar og hafa óræða merkingu og það sama á við um líkamstjáningu okkar,“ segir Rakel. Tíska og hönnun Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Um þessar mundir er ég að vinna að útskriftarverkefninu mínu í Listaháskóla Íslands, ég er að hanna leturfjölskyldu sem heitir Silk. Leturfjölskylda er safn af mismunandi stílum af sömu leturtýpunni, til dæmis feitletrað og skáletrað,“ segir Rakel Tómasdóttir. Rakel hefur haft í nógu að snúast frá því hún hóf nám í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands en hún starfar sem hönnuður hjá tímaritinu Glamour.Rakel leggur áherslu á að sýna hvernig hægt sé að nota letrið á ýmsan hátt.„Upprunalega letrið sem ég hannaði er fótaletur en ég er einnig að þróa það yfir í steinskrift. Þegar letrið er tilbúið mun það vera til í 24 útgáfum og í framhaldinu ætti fólk að geta notað letrið eins og önnur letur, til dæmis í Word og öðrum forritum,“ segir Rakel en það er óhætt að segja að þessi unga hæfileikakona eigi framtíðina fyrir sér í hönnun. Guðmundur Úlfarsson og Mads Freund voru þeir fyrstu sem stofnuðu íslenska letursmiðju sem ber nafnið Or type og leit dagsins ljós árið 2013. Frá og með þeim tíma hafa vinsældir leturgerðar á Íslandi aukist til muna og fleiri íslensk letur litið dagsins ljós.Hægt er að fylgjast með hönnunarferli Rakelar á Instagram síðunni hennar @silktype„Mér finnst leturgerð mjög skemmtileg og eitthvað sem ég er alveg til í að halda áfram með. Or type er fyrsta íslenska letursmiðjan og ég lít mikið upp til þeirra, ég gæti alveg hugsað mér að hanna fleiri letur í framtíðinni,“ segir Rakel. Rakel leggur mikla áherslu á að sýna hvernig hægt sé að nota letrið á ýmsan hátt, hún hefur til dæmis opnað Instagram-síðu (@silktype) þar sem fólk getur fylgst með hönnunarferlinu og séð hvernig hægt er að nota letrið á mismunandi hátt. „Ég hef alls engan áhuga á að einangra mig og verkin mín, mér finnst mjög gaman að sýna það sem ég er að gera og fá viðbrögð frá fólki í kringum mig. Instagram er ótrúlega góður vettvangur til að sýna letrið og vinnuna í kringum það. Það myndast líka einhvers konar samfélög inni á Instagram þar sem fólk er að skoða hjá öðrum og skiptast á kommentum.“Hér má sjá leturfjölskylduna Silk.Rakel skrifaði lokaritgerðina sína um myndletur, eða emoji, þar sem hún skoðar til dæmis hvernig emoji gerir samskipti persónulegri. Fólk hefur oft velt því fyrir sér hvort tákn í samskiptum geti valdið misskilningi en er það raunin? „Það sem ég fjalla um í lokaritgerðinni minni er hversu margt sameiginlegt emoji-tákn eiga með líkamstjáningu í samskiptum fólks og hvernig þau bæta stafræn samskipti og gera þau persónulegri á allan hátt. Emoji eru orðin órjúfanlegur hluti rafrænna samskipta. Táknin geta hjálpað fólki að tjá tilfinningar sínar og hafa óræða merkingu og það sama á við um líkamstjáningu okkar,“ segir Rakel.
Tíska og hönnun Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira