Viðskipti innlent

Seðlabankastjóri boðar tíðindi varðandi haftalosun á morgun

ingvar haraldsson skrifar
Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri. vísir/anton brink
Már Guðmundsson seðlabankastjóri gaf í skyn að tíðinda væri að vænta af aflandskrónuútboði og takmarkana á vaxtamunaviðskipti á ársfundi Seðlabanka Íslands á morgun.

Þá ýjaði Már einnig að lagabreytingar yrðu fyrir þinglok, sem liðka ættu fyrir afnámi hafta. Vísaði hann þá til takmarkana á vaxtamunaviðskipti og aflandskrónútboð. „Það er hægt að færa fyrir því rök að þetta tæki þyrfti helsta að vera tilbúið um leið og útboðið fer fram. Það er ákveðin lagasetning sem þar að fara fram vegna útboðsins,“ sagði Már.

Á fundinum var einnig skýrt frá því hvers vegna peningastefnunefnd hefði ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,75 prósent.

Már hafði áður gefið út að tíðinda vegna aflandskrónútboð væri að vænta í þessum mánuði eða næsta.

Haftalosun á almenning á þessu ári

Þá sagði Már í samtali við Vísi að allar aðstæður væru góðar til að afnema höft á almenning síðar á þessu ári, að loknu aflandskrónuútboði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×