Meiri sala á hönnun en fyrir hrun Sæunn Gísladóttir skrifar 16. mars 2016 09:00 Á fimm árum hafa fimmtán nýjar verslanir bæst í flóru verslananna í miðbænum, Kringlunni og Smáralind. Vísir/Pjetur Sannkölluð sprenging hefur orðið í innanhússhönnunarvöruverslunum frá hruni. Á fimm árum hafa fimmtán nýjar verslanir bæst í flóru verslananna í miðbænum, Kringlunni og Smáralind, samkvæmt talningu Markaðarins. Þær telja nú helming þeirra hönnunarvöruverslana sem starfa á svæðinu. Þá er ekki meðtalinn fjöldi „lundabúða“ sem hafa sprottið upp í miðbænum og selja hönnunarvörur, auk fjölmargra netverslana. Draga má þá ályktun að hönnunarvöruverslanir hafi aldrei verið fleiri. Svo virðist sem áhugi Íslendinga á hönnunarvöru hafi aldrei verið meiri. Hagnaður hönnunarfyrirtækja hefur farið vaxandi undanfarin árin. Árið 2014 tvöfaldaðist hagnaður Epal og nam 56 milljónum króna. Árið 2015 var svo það besta í fjörutíu ára sögu Epal að sögn forstjóra fyrirtækisins. Sömuleiðis var árið 2015 það besta hjá Hrími sem hóf starfsemi árið 2010 og rekur þrjár verslanir.Eigandi Hrím segir að þessi gríðarlega aukning í fjölda hönnunarbúða styrki bara starfsemina. Í ljósi hennar sé mikilvægt að fara ótroðnar slóðir í vöruleit og sérhæfa sig betur. Íslendingar virðast kaupa hönnunarvöru í auknum mæli í verslunarmiðstöðvum og hafa verslanir á síðustu árum flutt sig þangað eða opnað aðra verslun þar til að anna eftirspurninni. Ferðamenn sækja hins vegar mikið í hönnunarverslanir í miðbænum og hefur Finnska búðin meðal annars breytt nafninu sínu niður í bæ og starfsemi sinni þar, með því að auka fókus á íslenska hönnun til að anna eftirspurn ferðamanna eftir henni. Íslendingar sækja mikið í íslenska hönnun en hafa einnig verið mjög duglegir að versla skandinavíska hönnun undanfarin misseri. Iittala-æði þjóðarinnar sem hefur sótt í sig veðrið á árunum eftir hrun heldur að sögn verslunarstjóra ótrautt áfram og var sér iittala verslun opnuð í Kringlunni í fyrra. Auk iittala-vara njóta Kahler-, og Marimekko-vörur áfram mikilla vinsælda. Georg Jensen og Royal Copenhagen eru sívinsæl.Eyjólfur Pálsson er forstjóri Epal.Árið 2015 var það besta í fjörutíu ára sögu EpalÁrið 2015 var besta árið í fjörutíu ára rekstrarsögu Epal, að sögn Eyjólfs Pálssonar, forstjóra. Hann segir að það sé meira að seljast núna en fyrir hrun. Honum finnst aukin áhugi meðal Íslendinga á hönnun. „Mér finnst það og ég held að þeir beri traust til okkar því við erum þetta gamalt og öruggt fyrirtæki,“ segir Eyjólfur. Árið 2015 opnaði Epal verslun í Kringlunni. Eyjólfur sagði eina af ástæðunum fyrir því vera að hætt var að selja íslenska hönnun í flugstöðinni. „Við sóttum bara um í Kringlunni og fengum þar inni og það var tiltölulega hagkvæmt að opna þar. Það styrkir okkur bara að vera með fleiri verslanir, Harpan gengur vel, Kringlan gegngur vel og Skeifan gengur mjög vel,“ segir Eyjólfur. Hann segir að það sé mest um ferðamenn í Hörpu en Íslendinga í Kringlunni. Árið 2015 var ekki einungis gjöfult fyrir Epal. Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi Hríms, segir að árið hafi einnig verið það besta í sögu Hríms. „Það kom önnur búð inn og það fylgdi kostnaður við hana, og há leiga í Kringlunni, en þetta var besta árið okkar,“ segir Tinna. Besta ár Hríms fram til þess var árið 2013 þegar fyrirtækið hagnaðist um 9,7 milljónir. Hagnaður Epal á árunum 2007 til 2014 var hæstur árið 2014 þegar hann tvöfaldaðist milli ára og nam þá 56 milljónum króna í tveimur félögum, Epal hf. og Epal design ehf.Iittala-æðið ekki búiðBæði íslensk og skandinavísk hönnun nýtur sérstakra vinsælda í þeim hönnunarbúðum sem Markaðurinn ræddi við. Iittala-æði Íslendinga sem færðist í aukana eftir hrun virðist ekki vera á enda í þeim búðum sem selja vörumerkið. „Nei, ég held að það sé ekki búið, en auðvitað jafnar þetta sig að hluta. Þeir hjá iittala hafa staðið sig vel í að halda hlutunum spennandi, koma með nýjar vörur og svo framvegis. Þannig að iittala er enn þá mjög vinsælt,“ segir Auður Jóhannesdóttir, verslunarstjóri Dúku í Kringlunni. Hún segir íslenskar vörur mjög vinsælar hjá versluninni. „Við seljum mikið af íslenskri hönnunarvöru, Sveinbjörg Hallgrímsdóttir og Hekla Guðmundsdóttir hafa verið vinsælar. Babell-diskurinn er líka mjög vinsæll. Við seljum líka mjög mikið af teppum, við erum með mjög mörg íslensk teppi og svo Klippan-teppi frá Svíþjóð,“ segir Auður. Eyjólfur Pálsson, forstjóri Epal, segist finna fyrir auknum vinsældum hönnunar í búðinni. Hann segir að skandinavískar og íslenskar vörur njóti mikilla vinsælda. Örn Svavarsson, eigandi Minju, segir að meðal annars HEICO-dýralamparnir og önnur lítil náttljós séu sívinsælar vörur, svo og Cubebot-róbótinn frá Areaware, hálsfestarnar frá Hlín Reykdal, og Pyropet-kertin hennar Þórunnar Árnadóttur. Vinsælustu vörurnar hjá Kúnígúnd eru danskar. „Georg Jensen er kóngurinn hérna. Royal Copenhagen og Georg Jensen eru langstærstu og flottustu merkin okkar. Georg Jensen Damask sem er alls óskylt Georg Jensen er líka mjög vinsælt og Rosendahl og Villeroy & Boch,“ segir Jóhanna Ingimundardóttir sem starfar í versluninni. Satu Ramo, ein eigenda Finnsku búðarinnar og Reykjavik’s Cutest segir langvinsælustu vörurnar í Finnsku búðinni vera Marimekko-fatnað og Moomin-vörur. Hún segir að áhuginn hafi ekki minnkað á þeim vörum. „Áhuginn hefur bara aukist á Marimekko. Það er hágæða fatnaður sem er ekki rándýr og passar vel Íslendingum,“ segir Satu.Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi Hrím.Þarf að fara ótroðnar slóðir í vöruleitTinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi Hríms, flutti verslunina til Reykjavíkur í miðbæinn fyrir fjórum árum. Þremur árum síðar var hún komin með þrjár Hrímsverslanir í Reykjavík, eina í viðbót, Hrím Eldhús, í miðbænum og aðra í Kringlunni. Hún segir þessa útrás hönnunarbúða á tímabilinu einungis hafa styrkt starfsemi Hríms. „Maður þarf bara aðeins að sérhæfa sig betur og halda betur í merkin sín. Þessar nýju verslanir sem hafa verið opnaðar og skipt um eigendur og svona hafa verið að stela merkjum frá manni. Maður reynir bara að fara ótroðnar slóðir í vöruleit,“ segir Tinna. Vinsælustu vörurnar hjá Hrími hafa að sögn Tinnu verið Reykjavik Posters og vörur frá Studio Arhoj, en fyrirtækið hefur einmitt náð að vera eina búðin sem selur vörur Studio Arhoj. Þær vörur hafa verið mjög vinsælar og við höfum náð að halda því ein, en vitum að aðrar búðir hafa verið að reyna að ná því merki til sín,“ segir Tinna. Hrím er ein þeirra verslanakeðja sem hafa bætt við sig verslun í verslunarmiðstöð, en aðrar verslanir sem hafa gert það eru meðal annars Epal og Finnska búðin. Tinna segir að staðan sé sú að ferðamenn séu mest að versla í miðbænum en Íslendingarnir í Kringlunni. „Því miður eru allt of lítið af Íslendingum að koma í bæinn og þeim fækkar með hverjum mánuðinum. Það er engin niðursveifla í búðunum hjá mér, kúnnahópurinn er bara annar.“ Satu Ramo tekur undir þetta. Hún segir að eftir að þær opnuðu Finnsku búðina í Kringlunni sáu þær að Íslendingarnir væru að fara þangað að versla. „Við ákváðum af því að það koma svona margir ferðamenn inn í miðbænum og spyrja hvort til sé eitthvað íslenskt að breyta úrvalinu og aðeins að breyta nafninu svo að útlendingar skildu hvað væri til sölu. Við höfum því tekið inn íslenskar vörur þarna og leggjum áherslu á íslenska hönnun,“ segir Satu.18 þúsund í hóp fyrir notaðar hönnunarvörurMargar hönnunarbúðanna á höfuðborgarsvæðinu eru einnig með netverslun, auk þeirra er fjöldi verslana sem eru einungis á netinu. Svo virðist sem Íslendingar séu einnig duglegir að selja hönnunarvörur sín á milli. Tæplega 18 þúsund manns tilheyra Facebook-hópnum Notaðar hönnunarvörur. Þar skiptast margir á vörum í mismunandi litum auk þess að selja hönnunarvörur. Vinsælar vörur þar eru meðal annars Georg Jensenjólaóróar, iittala-kertastjakar, Marimekko-skálar og Kähler-vasar. Auk hans eru sérstakir hópar fyrir notaðar hönnunarvörur á Norðurlandi og á Suðurnesjum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Sannkölluð sprenging hefur orðið í innanhússhönnunarvöruverslunum frá hruni. Á fimm árum hafa fimmtán nýjar verslanir bæst í flóru verslananna í miðbænum, Kringlunni og Smáralind, samkvæmt talningu Markaðarins. Þær telja nú helming þeirra hönnunarvöruverslana sem starfa á svæðinu. Þá er ekki meðtalinn fjöldi „lundabúða“ sem hafa sprottið upp í miðbænum og selja hönnunarvörur, auk fjölmargra netverslana. Draga má þá ályktun að hönnunarvöruverslanir hafi aldrei verið fleiri. Svo virðist sem áhugi Íslendinga á hönnunarvöru hafi aldrei verið meiri. Hagnaður hönnunarfyrirtækja hefur farið vaxandi undanfarin árin. Árið 2014 tvöfaldaðist hagnaður Epal og nam 56 milljónum króna. Árið 2015 var svo það besta í fjörutíu ára sögu Epal að sögn forstjóra fyrirtækisins. Sömuleiðis var árið 2015 það besta hjá Hrími sem hóf starfsemi árið 2010 og rekur þrjár verslanir.Eigandi Hrím segir að þessi gríðarlega aukning í fjölda hönnunarbúða styrki bara starfsemina. Í ljósi hennar sé mikilvægt að fara ótroðnar slóðir í vöruleit og sérhæfa sig betur. Íslendingar virðast kaupa hönnunarvöru í auknum mæli í verslunarmiðstöðvum og hafa verslanir á síðustu árum flutt sig þangað eða opnað aðra verslun þar til að anna eftirspurninni. Ferðamenn sækja hins vegar mikið í hönnunarverslanir í miðbænum og hefur Finnska búðin meðal annars breytt nafninu sínu niður í bæ og starfsemi sinni þar, með því að auka fókus á íslenska hönnun til að anna eftirspurn ferðamanna eftir henni. Íslendingar sækja mikið í íslenska hönnun en hafa einnig verið mjög duglegir að versla skandinavíska hönnun undanfarin misseri. Iittala-æði þjóðarinnar sem hefur sótt í sig veðrið á árunum eftir hrun heldur að sögn verslunarstjóra ótrautt áfram og var sér iittala verslun opnuð í Kringlunni í fyrra. Auk iittala-vara njóta Kahler-, og Marimekko-vörur áfram mikilla vinsælda. Georg Jensen og Royal Copenhagen eru sívinsæl.Eyjólfur Pálsson er forstjóri Epal.Árið 2015 var það besta í fjörutíu ára sögu EpalÁrið 2015 var besta árið í fjörutíu ára rekstrarsögu Epal, að sögn Eyjólfs Pálssonar, forstjóra. Hann segir að það sé meira að seljast núna en fyrir hrun. Honum finnst aukin áhugi meðal Íslendinga á hönnun. „Mér finnst það og ég held að þeir beri traust til okkar því við erum þetta gamalt og öruggt fyrirtæki,“ segir Eyjólfur. Árið 2015 opnaði Epal verslun í Kringlunni. Eyjólfur sagði eina af ástæðunum fyrir því vera að hætt var að selja íslenska hönnun í flugstöðinni. „Við sóttum bara um í Kringlunni og fengum þar inni og það var tiltölulega hagkvæmt að opna þar. Það styrkir okkur bara að vera með fleiri verslanir, Harpan gengur vel, Kringlan gegngur vel og Skeifan gengur mjög vel,“ segir Eyjólfur. Hann segir að það sé mest um ferðamenn í Hörpu en Íslendinga í Kringlunni. Árið 2015 var ekki einungis gjöfult fyrir Epal. Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi Hríms, segir að árið hafi einnig verið það besta í sögu Hríms. „Það kom önnur búð inn og það fylgdi kostnaður við hana, og há leiga í Kringlunni, en þetta var besta árið okkar,“ segir Tinna. Besta ár Hríms fram til þess var árið 2013 þegar fyrirtækið hagnaðist um 9,7 milljónir. Hagnaður Epal á árunum 2007 til 2014 var hæstur árið 2014 þegar hann tvöfaldaðist milli ára og nam þá 56 milljónum króna í tveimur félögum, Epal hf. og Epal design ehf.Iittala-æðið ekki búiðBæði íslensk og skandinavísk hönnun nýtur sérstakra vinsælda í þeim hönnunarbúðum sem Markaðurinn ræddi við. Iittala-æði Íslendinga sem færðist í aukana eftir hrun virðist ekki vera á enda í þeim búðum sem selja vörumerkið. „Nei, ég held að það sé ekki búið, en auðvitað jafnar þetta sig að hluta. Þeir hjá iittala hafa staðið sig vel í að halda hlutunum spennandi, koma með nýjar vörur og svo framvegis. Þannig að iittala er enn þá mjög vinsælt,“ segir Auður Jóhannesdóttir, verslunarstjóri Dúku í Kringlunni. Hún segir íslenskar vörur mjög vinsælar hjá versluninni. „Við seljum mikið af íslenskri hönnunarvöru, Sveinbjörg Hallgrímsdóttir og Hekla Guðmundsdóttir hafa verið vinsælar. Babell-diskurinn er líka mjög vinsæll. Við seljum líka mjög mikið af teppum, við erum með mjög mörg íslensk teppi og svo Klippan-teppi frá Svíþjóð,“ segir Auður. Eyjólfur Pálsson, forstjóri Epal, segist finna fyrir auknum vinsældum hönnunar í búðinni. Hann segir að skandinavískar og íslenskar vörur njóti mikilla vinsælda. Örn Svavarsson, eigandi Minju, segir að meðal annars HEICO-dýralamparnir og önnur lítil náttljós séu sívinsælar vörur, svo og Cubebot-róbótinn frá Areaware, hálsfestarnar frá Hlín Reykdal, og Pyropet-kertin hennar Þórunnar Árnadóttur. Vinsælustu vörurnar hjá Kúnígúnd eru danskar. „Georg Jensen er kóngurinn hérna. Royal Copenhagen og Georg Jensen eru langstærstu og flottustu merkin okkar. Georg Jensen Damask sem er alls óskylt Georg Jensen er líka mjög vinsælt og Rosendahl og Villeroy & Boch,“ segir Jóhanna Ingimundardóttir sem starfar í versluninni. Satu Ramo, ein eigenda Finnsku búðarinnar og Reykjavik’s Cutest segir langvinsælustu vörurnar í Finnsku búðinni vera Marimekko-fatnað og Moomin-vörur. Hún segir að áhuginn hafi ekki minnkað á þeim vörum. „Áhuginn hefur bara aukist á Marimekko. Það er hágæða fatnaður sem er ekki rándýr og passar vel Íslendingum,“ segir Satu.Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi Hrím.Þarf að fara ótroðnar slóðir í vöruleitTinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi Hríms, flutti verslunina til Reykjavíkur í miðbæinn fyrir fjórum árum. Þremur árum síðar var hún komin með þrjár Hrímsverslanir í Reykjavík, eina í viðbót, Hrím Eldhús, í miðbænum og aðra í Kringlunni. Hún segir þessa útrás hönnunarbúða á tímabilinu einungis hafa styrkt starfsemi Hríms. „Maður þarf bara aðeins að sérhæfa sig betur og halda betur í merkin sín. Þessar nýju verslanir sem hafa verið opnaðar og skipt um eigendur og svona hafa verið að stela merkjum frá manni. Maður reynir bara að fara ótroðnar slóðir í vöruleit,“ segir Tinna. Vinsælustu vörurnar hjá Hrími hafa að sögn Tinnu verið Reykjavik Posters og vörur frá Studio Arhoj, en fyrirtækið hefur einmitt náð að vera eina búðin sem selur vörur Studio Arhoj. Þær vörur hafa verið mjög vinsælar og við höfum náð að halda því ein, en vitum að aðrar búðir hafa verið að reyna að ná því merki til sín,“ segir Tinna. Hrím er ein þeirra verslanakeðja sem hafa bætt við sig verslun í verslunarmiðstöð, en aðrar verslanir sem hafa gert það eru meðal annars Epal og Finnska búðin. Tinna segir að staðan sé sú að ferðamenn séu mest að versla í miðbænum en Íslendingarnir í Kringlunni. „Því miður eru allt of lítið af Íslendingum að koma í bæinn og þeim fækkar með hverjum mánuðinum. Það er engin niðursveifla í búðunum hjá mér, kúnnahópurinn er bara annar.“ Satu Ramo tekur undir þetta. Hún segir að eftir að þær opnuðu Finnsku búðina í Kringlunni sáu þær að Íslendingarnir væru að fara þangað að versla. „Við ákváðum af því að það koma svona margir ferðamenn inn í miðbænum og spyrja hvort til sé eitthvað íslenskt að breyta úrvalinu og aðeins að breyta nafninu svo að útlendingar skildu hvað væri til sölu. Við höfum því tekið inn íslenskar vörur þarna og leggjum áherslu á íslenska hönnun,“ segir Satu.18 þúsund í hóp fyrir notaðar hönnunarvörurMargar hönnunarbúðanna á höfuðborgarsvæðinu eru einnig með netverslun, auk þeirra er fjöldi verslana sem eru einungis á netinu. Svo virðist sem Íslendingar séu einnig duglegir að selja hönnunarvörur sín á milli. Tæplega 18 þúsund manns tilheyra Facebook-hópnum Notaðar hönnunarvörur. Þar skiptast margir á vörum í mismunandi litum auk þess að selja hönnunarvörur. Vinsælar vörur þar eru meðal annars Georg Jensenjólaóróar, iittala-kertastjakar, Marimekko-skálar og Kähler-vasar. Auk hans eru sérstakir hópar fyrir notaðar hönnunarvörur á Norðurlandi og á Suðurnesjum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira