Foreldrar tala frekar við börn um kynlíf en fjármál Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. mars 2016 10:00 Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi. Vísir/Vilhelm Stofnun um fjármálalæsi fer fyrir hópi stofnana og fyrirtækja sem standa fyrir viðburðum til að kynna alþjóðlega fjármálalæsisviku 2016. Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin á Íslandi en yfir 100 lönd í öllum heimsálfum taka þátt í henni. Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, heldur utan um verkefnið hér á Íslandi. „Við náum til barnanna í gegnum skólana og svo erum við í samstarfi við BarnaRÚV um Tíkallinn sem eru tíu innslög um fjármál fyrir krakka. Þar er ýmislegt í hagkerfinu útskýrt fyrir krökkum, til dæmis hvernig bankar virka, hvað Seðlabankinn gerir og hvað verðbólga er. Svo eru samtök fjármálafyrirtækja með heimsóknir í skóla þar sem er verið að leggja áherslu á eflingu fjármálalæsis,“ segir Breki. Stofnun um fjármálalæsi var stofnuð 2005 og er því rúmlega tíu ára. „Til að byrja með var orðið fjármálalæsi ekki til í íslenskri tungu. Ég gerði rannsókn á fjármálalæsi framhaldsskólanema og líklega var það notað í fyrsta skipti þá. Ég þurfti alltaf að útskýra hvað það þýddi og meira að segja útskýra af hverju það þurfti að efla fjármálalæsi.“ Breki minnir á að Íslendingar töldu sig á árinu 2005 ekki þurfa að læra neitt um fjármál. „Við vorum á leiðinni að verða fjármálamiðstöð alheimsins. Síðan breyttist það. Snemma árs 2008 var ég beðinn um að gera rannsókn á fjármálalæsi Íslendinga fyrir menntamálaráðuneytið,“ segir Breki. Síðan þá hefur hann gert rannsóknir á þriggja ára fresti. Breki hefur meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að það eru tengsl milli viðhorfa og hegðunar, fremur en milli þekkingar og hegðunar. „Leiðin til að bæta hegðun fólks í fjármálum er að bæta viðhorfið,“ segir Breki. Hann vill breyta viðhorfum fólks varðandi fjármálalæsi með herferð og minnist smokkaherferðar sem farið var í á níunda áratugnum. „Allt í einu var það gert töff að nota getnaðarvarnir. Hið sama var gert með reykingar. Það náðist mikill árangur í forvarnarstarfi þegar menn fóru að beina sjónum að viðhorfum um að það væri ekki töff að reykja,“ segir Breki og vill svipað átak tengt fjármálalæsi. „Vel á minnst, smokkanotkun. Þá sýna mínar rannsóknir fram á að 2/3 foreldra tala við börnin sín um kynlíf en einungis þriðjungur talar við þau um fjármál,“ segir Breki og telur að þarna þurfi að bæta úr. Breki er viðskiptafræðingur að mennt, lærði fyrst í Háskólanum í Reykjavík en tók síðar framhaldsnám í Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn (CBS). Hann lætur vel af dvölinni í Kaupmannahöfn. „Þetta er frábær staður og ég fór út með fjölskylduna. Við vorum með tvö börn á þeim tíma. Það var skemmtilegur tími og okkur leið svo vel að við ákváðum að skella í þriðja barnið. Það er frábært að vera í Kaupmannahöfn með fjölskyldu,“ segir Breki. Frítímann nýtir Breki við lestur og er virkur félagi í lestrarklúbbnum Krumma. „Ég stunda líka snjóbretti af mikilli hörku,“ segir Breki en bætir því við að hann sé nýbúinn að detta illilega og enn að ná sér eftir það. Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Stofnun um fjármálalæsi fer fyrir hópi stofnana og fyrirtækja sem standa fyrir viðburðum til að kynna alþjóðlega fjármálalæsisviku 2016. Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin á Íslandi en yfir 100 lönd í öllum heimsálfum taka þátt í henni. Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, heldur utan um verkefnið hér á Íslandi. „Við náum til barnanna í gegnum skólana og svo erum við í samstarfi við BarnaRÚV um Tíkallinn sem eru tíu innslög um fjármál fyrir krakka. Þar er ýmislegt í hagkerfinu útskýrt fyrir krökkum, til dæmis hvernig bankar virka, hvað Seðlabankinn gerir og hvað verðbólga er. Svo eru samtök fjármálafyrirtækja með heimsóknir í skóla þar sem er verið að leggja áherslu á eflingu fjármálalæsis,“ segir Breki. Stofnun um fjármálalæsi var stofnuð 2005 og er því rúmlega tíu ára. „Til að byrja með var orðið fjármálalæsi ekki til í íslenskri tungu. Ég gerði rannsókn á fjármálalæsi framhaldsskólanema og líklega var það notað í fyrsta skipti þá. Ég þurfti alltaf að útskýra hvað það þýddi og meira að segja útskýra af hverju það þurfti að efla fjármálalæsi.“ Breki minnir á að Íslendingar töldu sig á árinu 2005 ekki þurfa að læra neitt um fjármál. „Við vorum á leiðinni að verða fjármálamiðstöð alheimsins. Síðan breyttist það. Snemma árs 2008 var ég beðinn um að gera rannsókn á fjármálalæsi Íslendinga fyrir menntamálaráðuneytið,“ segir Breki. Síðan þá hefur hann gert rannsóknir á þriggja ára fresti. Breki hefur meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að það eru tengsl milli viðhorfa og hegðunar, fremur en milli þekkingar og hegðunar. „Leiðin til að bæta hegðun fólks í fjármálum er að bæta viðhorfið,“ segir Breki. Hann vill breyta viðhorfum fólks varðandi fjármálalæsi með herferð og minnist smokkaherferðar sem farið var í á níunda áratugnum. „Allt í einu var það gert töff að nota getnaðarvarnir. Hið sama var gert með reykingar. Það náðist mikill árangur í forvarnarstarfi þegar menn fóru að beina sjónum að viðhorfum um að það væri ekki töff að reykja,“ segir Breki og vill svipað átak tengt fjármálalæsi. „Vel á minnst, smokkanotkun. Þá sýna mínar rannsóknir fram á að 2/3 foreldra tala við börnin sín um kynlíf en einungis þriðjungur talar við þau um fjármál,“ segir Breki og telur að þarna þurfi að bæta úr. Breki er viðskiptafræðingur að mennt, lærði fyrst í Háskólanum í Reykjavík en tók síðar framhaldsnám í Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn (CBS). Hann lætur vel af dvölinni í Kaupmannahöfn. „Þetta er frábær staður og ég fór út með fjölskylduna. Við vorum með tvö börn á þeim tíma. Það var skemmtilegur tími og okkur leið svo vel að við ákváðum að skella í þriðja barnið. Það er frábært að vera í Kaupmannahöfn með fjölskyldu,“ segir Breki. Frítímann nýtir Breki við lestur og er virkur félagi í lestrarklúbbnum Krumma. „Ég stunda líka snjóbretti af mikilli hörku,“ segir Breki en bætir því við að hann sé nýbúinn að detta illilega og enn að ná sér eftir það.
Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira