Höskuldur vill að Bankasýslan hafi forgöngu um málsókn til að endurheimta Borgunarhlutinn Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. mars 2016 13:55 „Hinir raunverulegu hagsmunir málsins eru þeir að almenningur tapaði ekki bara verulegum fjármunum heldur ótrúlega miklum fjármunum sem hlaupa á milljörðum króna,“ sagði Höskuldur. Vísir/Vilhelm Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, kallaði eftir því að Bankasýsla ríkisins myndi höfða dómsmál gegn þeim sem keyptu hlut Landsbankans í Borgun til að reyna að fá sölu hlutarins ógilda. Þetta sagði hann í umræðum um störf þingsins á Alþingi í morgun. „Hinir raunverulegu hagsmunir málsins eru þeir að almenningur tapaði ekki bara verulegum fjármunum heldur ótrúlega miklum fjármunum sem hlaupa á milljörðum króna,“ sagði hann. Höskuldur vill að Bankasýslan leiti allra leiða til að sækja féð til núverandi eigenda Borgunar. „Í bréfi Bankasýslunnar til bankaráðs Landsbankans kemur fram að telji Landsbankinn, eða hafi athugasemdir við upplýsingagjöf af hálfu annarra aðila í tengslum við sölumeðferð á eignarhlut í Borgun eigi bankinn að leita réttar síns ef hann telur tilefni til og ég held nefnilega að hér sé komið einmitt þetta tilefni,“ sagði hann. Vitnaði Höskuldur næst í grein í Morgunblaðinu eftir hæstaréttarlögmanninn Hauk Örn Birgisson sem bendir á ákvæði í samningalögum sem heimilar endurskoðun á viðskiptum aðila, jafnvel ógildingu. „Hann vísar í dómafordæmi þar sem Hæstiréttur hefur bent á að sé verðmætið margfalt meira en endurgjaldið sé hægt að færa rök fyrir því að samningagerðin hafi verið byggð á brostnum eða röngum forsendum,“ segir hann. „Ég tel einboðið að Landsbankinn höfði mál, geri það hið allra fyrsta og ég vil hvetja Bankasýsluna líka, því hún fer með eignarhlut ríkisins, að hún hafi forgöngu í málinu,“ sagði hann. „Þó að kostnaður við dómsmál geti hlaupið á einhverjum milljónum þá eru það smámunir miðað við þá gríðarlegu hagsmuni sem eru í húfi fyrir almenning í landinu.“ Borgunarmálið Stjórnmálavísir Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, kallaði eftir því að Bankasýsla ríkisins myndi höfða dómsmál gegn þeim sem keyptu hlut Landsbankans í Borgun til að reyna að fá sölu hlutarins ógilda. Þetta sagði hann í umræðum um störf þingsins á Alþingi í morgun. „Hinir raunverulegu hagsmunir málsins eru þeir að almenningur tapaði ekki bara verulegum fjármunum heldur ótrúlega miklum fjármunum sem hlaupa á milljörðum króna,“ sagði hann. Höskuldur vill að Bankasýslan leiti allra leiða til að sækja féð til núverandi eigenda Borgunar. „Í bréfi Bankasýslunnar til bankaráðs Landsbankans kemur fram að telji Landsbankinn, eða hafi athugasemdir við upplýsingagjöf af hálfu annarra aðila í tengslum við sölumeðferð á eignarhlut í Borgun eigi bankinn að leita réttar síns ef hann telur tilefni til og ég held nefnilega að hér sé komið einmitt þetta tilefni,“ sagði hann. Vitnaði Höskuldur næst í grein í Morgunblaðinu eftir hæstaréttarlögmanninn Hauk Örn Birgisson sem bendir á ákvæði í samningalögum sem heimilar endurskoðun á viðskiptum aðila, jafnvel ógildingu. „Hann vísar í dómafordæmi þar sem Hæstiréttur hefur bent á að sé verðmætið margfalt meira en endurgjaldið sé hægt að færa rök fyrir því að samningagerðin hafi verið byggð á brostnum eða röngum forsendum,“ segir hann. „Ég tel einboðið að Landsbankinn höfði mál, geri það hið allra fyrsta og ég vil hvetja Bankasýsluna líka, því hún fer með eignarhlut ríkisins, að hún hafi forgöngu í málinu,“ sagði hann. „Þó að kostnaður við dómsmál geti hlaupið á einhverjum milljónum þá eru það smámunir miðað við þá gríðarlegu hagsmuni sem eru í húfi fyrir almenning í landinu.“
Borgunarmálið Stjórnmálavísir Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira