Heimasætur á Mývatni komnar í slúðurpressuna Jakob Bjarnar skrifar 15. mars 2016 13:12 Þær Erna og Diljá Héðinsdóttir brosa breitt til lesenda slúðurvefsins TMZ. skjámynd „A horse went down like the Titanic near the "Fast 8" set in Iceland after gale force winds sent a fake iceberg flying into a paddock where the animal was grazing.“ Þeir kunna að segja frá því á slúðurvefnum TMZ, en þar er greint frá því þegar hestur í gerð fældist þegar hluti leikmyndar Fast and Furious 8 fauk um í fárviðrinu um helgina. Hesturinn, sem heitir Júpíter, hljóp út í Búrfellshraun, fótbraut sig þar og þurfti að aflífa hestinn. Samkvæmt heimildum Vísis var um talsvert mikla óheppni að ræða en kvikmyndagerðarmennirnir höfðu bundið leikmyndina vandlega niður með hjálp björgunarsveita, en frauðplastkubbur brotnaði af gerviísjaka sem búið var að útbúa fyrir tökur. Og fauk sá kubbur langa vegalengd áður en hann hitti gerðið fyrir. Morgunblaðið greindi frá málinu og birti mynd af Júpíter úr safni sínu en þar má sjá þær Ernu og Diljá Héðinsdætur sitja hross í fjárleitum, meðal annars Júpíter. Myndin er tekin fyrir ári en systurnar eru dætur Héðins Sverrissonar. Frægð þeirra er nú orðin meiri en var hægt að sjá fyrir því TMZ er einn mest lesni fréttavefur Bandaríkjanna en kannski ekki alveg sá sem best er þokkaður. TMZ er ekkert að hafa fyrir því að vitna í Benedikt Bóas á Morgunblaðinu, blaðamannsins sem skrifar fréttina né geta þess að myndasmiðurinn er Eggert. Í frétt TMZ kemur fram að framleiðsludeild Fast and the Furious hafi greint eigandanum frá því að skaðinn, hrossið og skemmdir á girðingu, yrði greiddur af tryggingarfélagi. Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
„A horse went down like the Titanic near the "Fast 8" set in Iceland after gale force winds sent a fake iceberg flying into a paddock where the animal was grazing.“ Þeir kunna að segja frá því á slúðurvefnum TMZ, en þar er greint frá því þegar hestur í gerð fældist þegar hluti leikmyndar Fast and Furious 8 fauk um í fárviðrinu um helgina. Hesturinn, sem heitir Júpíter, hljóp út í Búrfellshraun, fótbraut sig þar og þurfti að aflífa hestinn. Samkvæmt heimildum Vísis var um talsvert mikla óheppni að ræða en kvikmyndagerðarmennirnir höfðu bundið leikmyndina vandlega niður með hjálp björgunarsveita, en frauðplastkubbur brotnaði af gerviísjaka sem búið var að útbúa fyrir tökur. Og fauk sá kubbur langa vegalengd áður en hann hitti gerðið fyrir. Morgunblaðið greindi frá málinu og birti mynd af Júpíter úr safni sínu en þar má sjá þær Ernu og Diljá Héðinsdætur sitja hross í fjárleitum, meðal annars Júpíter. Myndin er tekin fyrir ári en systurnar eru dætur Héðins Sverrissonar. Frægð þeirra er nú orðin meiri en var hægt að sjá fyrir því TMZ er einn mest lesni fréttavefur Bandaríkjanna en kannski ekki alveg sá sem best er þokkaður. TMZ er ekkert að hafa fyrir því að vitna í Benedikt Bóas á Morgunblaðinu, blaðamannsins sem skrifar fréttina né geta þess að myndasmiðurinn er Eggert. Í frétt TMZ kemur fram að framleiðsludeild Fast and the Furious hafi greint eigandanum frá því að skaðinn, hrossið og skemmdir á girðingu, yrði greiddur af tryggingarfélagi.
Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira