„Ábyrgðarlaust af forsætisráðherra“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 15. mars 2016 12:32 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar Alþingis. Vísir/Ernir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir það ábyrgðarleysi af hálfu forsætisráðherra að fara fram á að nýr spítali rísi annars staðar en við Hringbraut nú þegar ljóst sé að spítalinn þoli ekki frekari bið. Hún gagnrýnir hann fyrir að hafa ekki rætt málið við sinn samstarfsflokk og telur að um einhvers konar pólitískt útspil sé að ræða. „Ég skil hreinlega ekki hvað honum gengur til því hann virðist ekki ræða þetta við samstarfsflokks inn í ríkisstjórn. Þannig að þetta er eitthvert pólitískt útspil sem ég kann ekki að skýra. Mér finnst þetta ábyrgðarlaust af forsætisráðherra. Við erum runnin út á tíma og nú er verkefnið að hraða uppbyggingu eins og kostur er," segir Sigríður. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsti því yfir helgi að stjórnvöld ætti að skoða uppbyggingu nýs Landspítala fyrir helgi. Hann sagði að hingað til hafi hann haft þá stefnu að gera ekkert sem gæti tafið nauðsynlegar úrbætur við Hringbraut eða framtíðar uppbyggingu þar. Núna hins vegar sé rétti tíminn til að ræða hvort betra geti verið að reisa nýjan spítala annars staðar en við Hringbraut, líkt og fyrirhugað er. „Við eigum að hætta að tala um staðsetninguna og einbeita okkur að kjarna málsins sem er sú starfsemi sem fer fram á Landspítala. Þar er bráða og lífsbjargandi þjónusta og það þarf að tryggja húsnæði sem eykur öryggi sjúklinga og gefur færi á að nýta þau tæki sem nútíma heilbrigðisþjónusta hefur þörf á," segir hún. Þá segist hún sammála Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra sem gagnrýndi forsætisráðherra í kvöldfréttum í gær fyrir að hafa ekki rætt við sig áður en hann tjáði sig um málið, og sagði vinnubrögðin óboðleg. „Heilbrigðisráðherra er með forsætisráðherra í ríkisstjórn. Heilbrigðisráðherra vinnur samkvæmt þeim lögum og ályktunum sem Alþingi hefur samþykkt. Ég skil vel að honum þyki það óboðlegt að maðurinn sem hann hefur valið að vinna með tali ekki við hann áður en hann gefur út svona yfirlýsingar." Tengdar fréttir Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk Kári Stefánsson segir það skemmdarverk af hálfu forsætisráðherra að leggja til breytingar á staðsetningu nýs Landspítala á þessari stundu. Undirskriftarsöfnun hans fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins er nú orðin sú stærsta í Íslandssögunni. 13. mars 2016 18:45 Sigmundur Davíð vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að Landspítalinn rísi við Vífilsstaði „Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin.“ 11. mars 2016 14:39 Segir óvíst að spítalinn lifi af frekari bið Læknisfræðilegur verkstjóri um byggingu nýs Landspítala segir ummæli forsætisráðherra skapa óöryggi og erfiðleika. 14. mars 2016 13:29 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir það ábyrgðarleysi af hálfu forsætisráðherra að fara fram á að nýr spítali rísi annars staðar en við Hringbraut nú þegar ljóst sé að spítalinn þoli ekki frekari bið. Hún gagnrýnir hann fyrir að hafa ekki rætt málið við sinn samstarfsflokk og telur að um einhvers konar pólitískt útspil sé að ræða. „Ég skil hreinlega ekki hvað honum gengur til því hann virðist ekki ræða þetta við samstarfsflokks inn í ríkisstjórn. Þannig að þetta er eitthvert pólitískt útspil sem ég kann ekki að skýra. Mér finnst þetta ábyrgðarlaust af forsætisráðherra. Við erum runnin út á tíma og nú er verkefnið að hraða uppbyggingu eins og kostur er," segir Sigríður. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsti því yfir helgi að stjórnvöld ætti að skoða uppbyggingu nýs Landspítala fyrir helgi. Hann sagði að hingað til hafi hann haft þá stefnu að gera ekkert sem gæti tafið nauðsynlegar úrbætur við Hringbraut eða framtíðar uppbyggingu þar. Núna hins vegar sé rétti tíminn til að ræða hvort betra geti verið að reisa nýjan spítala annars staðar en við Hringbraut, líkt og fyrirhugað er. „Við eigum að hætta að tala um staðsetninguna og einbeita okkur að kjarna málsins sem er sú starfsemi sem fer fram á Landspítala. Þar er bráða og lífsbjargandi þjónusta og það þarf að tryggja húsnæði sem eykur öryggi sjúklinga og gefur færi á að nýta þau tæki sem nútíma heilbrigðisþjónusta hefur þörf á," segir hún. Þá segist hún sammála Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra sem gagnrýndi forsætisráðherra í kvöldfréttum í gær fyrir að hafa ekki rætt við sig áður en hann tjáði sig um málið, og sagði vinnubrögðin óboðleg. „Heilbrigðisráðherra er með forsætisráðherra í ríkisstjórn. Heilbrigðisráðherra vinnur samkvæmt þeim lögum og ályktunum sem Alþingi hefur samþykkt. Ég skil vel að honum þyki það óboðlegt að maðurinn sem hann hefur valið að vinna með tali ekki við hann áður en hann gefur út svona yfirlýsingar."
Tengdar fréttir Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk Kári Stefánsson segir það skemmdarverk af hálfu forsætisráðherra að leggja til breytingar á staðsetningu nýs Landspítala á þessari stundu. Undirskriftarsöfnun hans fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins er nú orðin sú stærsta í Íslandssögunni. 13. mars 2016 18:45 Sigmundur Davíð vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að Landspítalinn rísi við Vífilsstaði „Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin.“ 11. mars 2016 14:39 Segir óvíst að spítalinn lifi af frekari bið Læknisfræðilegur verkstjóri um byggingu nýs Landspítala segir ummæli forsætisráðherra skapa óöryggi og erfiðleika. 14. mars 2016 13:29 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk Kári Stefánsson segir það skemmdarverk af hálfu forsætisráðherra að leggja til breytingar á staðsetningu nýs Landspítala á þessari stundu. Undirskriftarsöfnun hans fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins er nú orðin sú stærsta í Íslandssögunni. 13. mars 2016 18:45
Sigmundur Davíð vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að Landspítalinn rísi við Vífilsstaði „Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin.“ 11. mars 2016 14:39
Segir óvíst að spítalinn lifi af frekari bið Læknisfræðilegur verkstjóri um byggingu nýs Landspítala segir ummæli forsætisráðherra skapa óöryggi og erfiðleika. 14. mars 2016 13:29