„Ábyrgðarlaust af forsætisráðherra“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 15. mars 2016 12:32 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar Alþingis. Vísir/Ernir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir það ábyrgðarleysi af hálfu forsætisráðherra að fara fram á að nýr spítali rísi annars staðar en við Hringbraut nú þegar ljóst sé að spítalinn þoli ekki frekari bið. Hún gagnrýnir hann fyrir að hafa ekki rætt málið við sinn samstarfsflokk og telur að um einhvers konar pólitískt útspil sé að ræða. „Ég skil hreinlega ekki hvað honum gengur til því hann virðist ekki ræða þetta við samstarfsflokks inn í ríkisstjórn. Þannig að þetta er eitthvert pólitískt útspil sem ég kann ekki að skýra. Mér finnst þetta ábyrgðarlaust af forsætisráðherra. Við erum runnin út á tíma og nú er verkefnið að hraða uppbyggingu eins og kostur er," segir Sigríður. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsti því yfir helgi að stjórnvöld ætti að skoða uppbyggingu nýs Landspítala fyrir helgi. Hann sagði að hingað til hafi hann haft þá stefnu að gera ekkert sem gæti tafið nauðsynlegar úrbætur við Hringbraut eða framtíðar uppbyggingu þar. Núna hins vegar sé rétti tíminn til að ræða hvort betra geti verið að reisa nýjan spítala annars staðar en við Hringbraut, líkt og fyrirhugað er. „Við eigum að hætta að tala um staðsetninguna og einbeita okkur að kjarna málsins sem er sú starfsemi sem fer fram á Landspítala. Þar er bráða og lífsbjargandi þjónusta og það þarf að tryggja húsnæði sem eykur öryggi sjúklinga og gefur færi á að nýta þau tæki sem nútíma heilbrigðisþjónusta hefur þörf á," segir hún. Þá segist hún sammála Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra sem gagnrýndi forsætisráðherra í kvöldfréttum í gær fyrir að hafa ekki rætt við sig áður en hann tjáði sig um málið, og sagði vinnubrögðin óboðleg. „Heilbrigðisráðherra er með forsætisráðherra í ríkisstjórn. Heilbrigðisráðherra vinnur samkvæmt þeim lögum og ályktunum sem Alþingi hefur samþykkt. Ég skil vel að honum þyki það óboðlegt að maðurinn sem hann hefur valið að vinna með tali ekki við hann áður en hann gefur út svona yfirlýsingar." Tengdar fréttir Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk Kári Stefánsson segir það skemmdarverk af hálfu forsætisráðherra að leggja til breytingar á staðsetningu nýs Landspítala á þessari stundu. Undirskriftarsöfnun hans fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins er nú orðin sú stærsta í Íslandssögunni. 13. mars 2016 18:45 Sigmundur Davíð vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að Landspítalinn rísi við Vífilsstaði „Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin.“ 11. mars 2016 14:39 Segir óvíst að spítalinn lifi af frekari bið Læknisfræðilegur verkstjóri um byggingu nýs Landspítala segir ummæli forsætisráðherra skapa óöryggi og erfiðleika. 14. mars 2016 13:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir það ábyrgðarleysi af hálfu forsætisráðherra að fara fram á að nýr spítali rísi annars staðar en við Hringbraut nú þegar ljóst sé að spítalinn þoli ekki frekari bið. Hún gagnrýnir hann fyrir að hafa ekki rætt málið við sinn samstarfsflokk og telur að um einhvers konar pólitískt útspil sé að ræða. „Ég skil hreinlega ekki hvað honum gengur til því hann virðist ekki ræða þetta við samstarfsflokks inn í ríkisstjórn. Þannig að þetta er eitthvert pólitískt útspil sem ég kann ekki að skýra. Mér finnst þetta ábyrgðarlaust af forsætisráðherra. Við erum runnin út á tíma og nú er verkefnið að hraða uppbyggingu eins og kostur er," segir Sigríður. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsti því yfir helgi að stjórnvöld ætti að skoða uppbyggingu nýs Landspítala fyrir helgi. Hann sagði að hingað til hafi hann haft þá stefnu að gera ekkert sem gæti tafið nauðsynlegar úrbætur við Hringbraut eða framtíðar uppbyggingu þar. Núna hins vegar sé rétti tíminn til að ræða hvort betra geti verið að reisa nýjan spítala annars staðar en við Hringbraut, líkt og fyrirhugað er. „Við eigum að hætta að tala um staðsetninguna og einbeita okkur að kjarna málsins sem er sú starfsemi sem fer fram á Landspítala. Þar er bráða og lífsbjargandi þjónusta og það þarf að tryggja húsnæði sem eykur öryggi sjúklinga og gefur færi á að nýta þau tæki sem nútíma heilbrigðisþjónusta hefur þörf á," segir hún. Þá segist hún sammála Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra sem gagnrýndi forsætisráðherra í kvöldfréttum í gær fyrir að hafa ekki rætt við sig áður en hann tjáði sig um málið, og sagði vinnubrögðin óboðleg. „Heilbrigðisráðherra er með forsætisráðherra í ríkisstjórn. Heilbrigðisráðherra vinnur samkvæmt þeim lögum og ályktunum sem Alþingi hefur samþykkt. Ég skil vel að honum þyki það óboðlegt að maðurinn sem hann hefur valið að vinna með tali ekki við hann áður en hann gefur út svona yfirlýsingar."
Tengdar fréttir Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk Kári Stefánsson segir það skemmdarverk af hálfu forsætisráðherra að leggja til breytingar á staðsetningu nýs Landspítala á þessari stundu. Undirskriftarsöfnun hans fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins er nú orðin sú stærsta í Íslandssögunni. 13. mars 2016 18:45 Sigmundur Davíð vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að Landspítalinn rísi við Vífilsstaði „Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin.“ 11. mars 2016 14:39 Segir óvíst að spítalinn lifi af frekari bið Læknisfræðilegur verkstjóri um byggingu nýs Landspítala segir ummæli forsætisráðherra skapa óöryggi og erfiðleika. 14. mars 2016 13:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk Kári Stefánsson segir það skemmdarverk af hálfu forsætisráðherra að leggja til breytingar á staðsetningu nýs Landspítala á þessari stundu. Undirskriftarsöfnun hans fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins er nú orðin sú stærsta í Íslandssögunni. 13. mars 2016 18:45
Sigmundur Davíð vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að Landspítalinn rísi við Vífilsstaði „Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin.“ 11. mars 2016 14:39
Segir óvíst að spítalinn lifi af frekari bið Læknisfræðilegur verkstjóri um byggingu nýs Landspítala segir ummæli forsætisráðherra skapa óöryggi og erfiðleika. 14. mars 2016 13:29