FH með næstflest stig í Olís-deildinni eftir EM-fríið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2016 13:30 Gísli Þorgeir Kristjánsson. Vísir/Ernir FH-ingar fögnuðu sex marka sigri á Fram í Olís-deild karla í gærkvöldi og komust fyrir vikið upp í fimmta sæti deildarinnar.FH-liðið hefur tekið algjörum stakkaskiptum á nýju ári en þetta var fjórði sigur liðsins í síðustu sex leikjum. Nú er svo komið að það eru aðeins deildarmeistarar Hauka sem hafa fengið fleiri stig en FH í þeim sex umferðum sem hafa verið spilaðar eftir að Olís-deildin fór aftur í gang eftir Evrópukeppnina í Póllandi. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, nýtti greinilega sjö vikna fríið yfir jól, áramót og EM til að bæta leik sinna manna til mikilla muna. FH-liðið fékk "aðeins" fjórtán stig út út 18 leikjum sínum fyrir áramót og markatala liðsins var 51 mark í mínus (445-496). Á árinu 2016 hafa FH-ingar aftur á móti náð í 9 stig af 12 mögulegum og markatalan er 20 mörk í plús (155-135). Það er mikill munur á varnarleik FH-liðsins, liðið fékk á sig 27,6 mörk í leik fyrir áramót en hefur aðeins fengið á sig 22,5 mörk í leik á árinu 2016. Synir tveggja fyrrum landsliðsmanna eiga líka mikinn þátt í uppkomu FH-liðsins eftir áramót. Annar er hinn sextán ára sonur Kristjáns Arasonar, Gísli Þorgeir Kristjánsson, sem hefur fengið mikla ábyrgð í sóknarleik liðsins. Hinn er línumaðurinn Ágúst Birgisson, sonur Birgis Sigurðssonar, sem kom til liðsins frá Aftureldingu. Ágúst er öflugur varnarmaður og hefur einnig skorað 19 mörk í fyrstu sex leikjum sínum með FH.Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH.Vísir/ErnirFH-ingar hafa sýnt styrk sinn í síðustu tveimur leikjum við deildarmeistara Hauka en í þeim fengu þeir þrjú stig. Það eru einu stigin sem Haukar hafa tapað síðan um miðjan október en Haukar hafa unnið þrettán deildarleiki í röð á móti liðum sem eru ekki frá Hafnarfirði. Mótherjar FH í gær, lið Fram úr Safamýri, hefur aftur á móti verið í miklum vandræðum eftir EM-fríið enda hefur liðið aðeins náð í eitt stig út úr síðustu sex leikjum sínum. Fram er ennþá í sjöunda sæti og verður með í úrslitakeppninni.Stig liða eftir EM-fríið: Haukar 11 FH 9 Valur 7 Afturelding 7 ÍBV 6 Grótta 6 ÍR 5 Akureyri 3 Vikingur 3 Fram 1Leikir FH-ingar eftir EM-fríið:FH - Víkingur 27-22 +5 ÍBV - FH 20-19 -1 FH - Akureyri 26-21 +5 Valur - FH 23-28 +5 Haukar - FH 26-26 0 Fram - FH 23-29 +6 Olís-deild karla Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Fleiri fréttir Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik Sjá meira
FH-ingar fögnuðu sex marka sigri á Fram í Olís-deild karla í gærkvöldi og komust fyrir vikið upp í fimmta sæti deildarinnar.FH-liðið hefur tekið algjörum stakkaskiptum á nýju ári en þetta var fjórði sigur liðsins í síðustu sex leikjum. Nú er svo komið að það eru aðeins deildarmeistarar Hauka sem hafa fengið fleiri stig en FH í þeim sex umferðum sem hafa verið spilaðar eftir að Olís-deildin fór aftur í gang eftir Evrópukeppnina í Póllandi. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, nýtti greinilega sjö vikna fríið yfir jól, áramót og EM til að bæta leik sinna manna til mikilla muna. FH-liðið fékk "aðeins" fjórtán stig út út 18 leikjum sínum fyrir áramót og markatala liðsins var 51 mark í mínus (445-496). Á árinu 2016 hafa FH-ingar aftur á móti náð í 9 stig af 12 mögulegum og markatalan er 20 mörk í plús (155-135). Það er mikill munur á varnarleik FH-liðsins, liðið fékk á sig 27,6 mörk í leik fyrir áramót en hefur aðeins fengið á sig 22,5 mörk í leik á árinu 2016. Synir tveggja fyrrum landsliðsmanna eiga líka mikinn þátt í uppkomu FH-liðsins eftir áramót. Annar er hinn sextán ára sonur Kristjáns Arasonar, Gísli Þorgeir Kristjánsson, sem hefur fengið mikla ábyrgð í sóknarleik liðsins. Hinn er línumaðurinn Ágúst Birgisson, sonur Birgis Sigurðssonar, sem kom til liðsins frá Aftureldingu. Ágúst er öflugur varnarmaður og hefur einnig skorað 19 mörk í fyrstu sex leikjum sínum með FH.Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH.Vísir/ErnirFH-ingar hafa sýnt styrk sinn í síðustu tveimur leikjum við deildarmeistara Hauka en í þeim fengu þeir þrjú stig. Það eru einu stigin sem Haukar hafa tapað síðan um miðjan október en Haukar hafa unnið þrettán deildarleiki í röð á móti liðum sem eru ekki frá Hafnarfirði. Mótherjar FH í gær, lið Fram úr Safamýri, hefur aftur á móti verið í miklum vandræðum eftir EM-fríið enda hefur liðið aðeins náð í eitt stig út úr síðustu sex leikjum sínum. Fram er ennþá í sjöunda sæti og verður með í úrslitakeppninni.Stig liða eftir EM-fríið: Haukar 11 FH 9 Valur 7 Afturelding 7 ÍBV 6 Grótta 6 ÍR 5 Akureyri 3 Vikingur 3 Fram 1Leikir FH-ingar eftir EM-fríið:FH - Víkingur 27-22 +5 ÍBV - FH 20-19 -1 FH - Akureyri 26-21 +5 Valur - FH 23-28 +5 Haukar - FH 26-26 0 Fram - FH 23-29 +6
Olís-deild karla Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Fleiri fréttir Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik Sjá meira