Sema Erla gefur kost á sér í embætti varaformanns Samfylkingarinnar Atli Ísleifsson skrifar 15. mars 2016 10:27 Sema Erla Serdar er 29 ára stjórnmálafræðingur með meistaragráðu í Evrópufræðum og Evrópurétti frá Edinborgarháskóla. Mynd/Aðsent Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram í embætti varaformanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins sem fram fer í júní næstkomandi. Í tilkynningu frá Semu Erlu segir að hún hafi ákveðið að taka þeim fjölmörgu áskorunum sem borist hafa og gefa kost á sér í embættið. Hún segist vilja leggja sitt af mörkum til þess að tryggja að Samfylkingin skipi sér áfram fremst í flokki þegar kemur að baráttunni fyrir samfélagi sem byggi á grunngildum jafnaðarmanna um frelsi, jafnrétti og samstöðu.Áskoranir „Hún vill stuðla að því að Samfylkinginn haldi áfram baráttunni fyrir jöfnuði, réttlæti og velferð, m.a. með áherslu á uppbyggingu heilbrigðiskerfisins, aðgengilegri húnsæðismarkað, málefni ungra- og barnafjölskyldna sem og öryrkja og aldraðra. Sema Erla telur að íslenskt samfélag standi frammi fyrir mörgum áskorunum í dag. Hún vill að Samfylkingin taki forystu í baráttunni gegn vaxandi fordómum og þjóðernisrembingi og hafni samstarfi við stjórnmálaflokka sem ala á útlendingaandúð og mismunun vegna uppruna, þjóðernis, trúar, menningar eða annarra þátta sem einkenna líf og lífstíl einstaklinga. Sema Erla segir einnig að mikilvægt sé að tryggja aðkomu ungs fólks að ákvarðanatöku í samfélaginu og lýsir yfir áhyggjum af kosningaþátttöku ungs fólks. Hún tekur ekki undir þær raddir sem segja að ungt fólk hafi ekki áhuga á stjórnmálum heldur hafi ungt fólk ekki áhuga á úreltu stjórnmálakerfi, þrætupólitík og Alþingi sem endurspegli ekki á nokkurn hátt fjölbreytileikann í íslensku samfélagi. Hún segir þjóðina eiga að koma meira að ákvarðanatöku og vill m.a. að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins,“ segir í tilkynningunni.29 ára stjórnmálafræðingur Sema Erla er 29 ára stjórnmálafræðingur með meistaragráðu í Evrópufræðum og Evrópurétti frá Edinborgarháskóla. Hún er í dag formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi. Sema Erla hefur setið í framkvæmdastjórn flokksins frá árinu 2013 og hefur auk þess tekið mikinn þátt í félagastarfi síðustu ár. Tengdar fréttir Samfylkingin: Kosið í öll embætti á landsfundi í júní Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram helgina 3. til 4. júní næstkomandi. 10. mars 2016 18:16 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram í embætti varaformanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins sem fram fer í júní næstkomandi. Í tilkynningu frá Semu Erlu segir að hún hafi ákveðið að taka þeim fjölmörgu áskorunum sem borist hafa og gefa kost á sér í embættið. Hún segist vilja leggja sitt af mörkum til þess að tryggja að Samfylkingin skipi sér áfram fremst í flokki þegar kemur að baráttunni fyrir samfélagi sem byggi á grunngildum jafnaðarmanna um frelsi, jafnrétti og samstöðu.Áskoranir „Hún vill stuðla að því að Samfylkinginn haldi áfram baráttunni fyrir jöfnuði, réttlæti og velferð, m.a. með áherslu á uppbyggingu heilbrigðiskerfisins, aðgengilegri húnsæðismarkað, málefni ungra- og barnafjölskyldna sem og öryrkja og aldraðra. Sema Erla telur að íslenskt samfélag standi frammi fyrir mörgum áskorunum í dag. Hún vill að Samfylkingin taki forystu í baráttunni gegn vaxandi fordómum og þjóðernisrembingi og hafni samstarfi við stjórnmálaflokka sem ala á útlendingaandúð og mismunun vegna uppruna, þjóðernis, trúar, menningar eða annarra þátta sem einkenna líf og lífstíl einstaklinga. Sema Erla segir einnig að mikilvægt sé að tryggja aðkomu ungs fólks að ákvarðanatöku í samfélaginu og lýsir yfir áhyggjum af kosningaþátttöku ungs fólks. Hún tekur ekki undir þær raddir sem segja að ungt fólk hafi ekki áhuga á stjórnmálum heldur hafi ungt fólk ekki áhuga á úreltu stjórnmálakerfi, þrætupólitík og Alþingi sem endurspegli ekki á nokkurn hátt fjölbreytileikann í íslensku samfélagi. Hún segir þjóðina eiga að koma meira að ákvarðanatöku og vill m.a. að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins,“ segir í tilkynningunni.29 ára stjórnmálafræðingur Sema Erla er 29 ára stjórnmálafræðingur með meistaragráðu í Evrópufræðum og Evrópurétti frá Edinborgarháskóla. Hún er í dag formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi. Sema Erla hefur setið í framkvæmdastjórn flokksins frá árinu 2013 og hefur auk þess tekið mikinn þátt í félagastarfi síðustu ár.
Tengdar fréttir Samfylkingin: Kosið í öll embætti á landsfundi í júní Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram helgina 3. til 4. júní næstkomandi. 10. mars 2016 18:16 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Samfylkingin: Kosið í öll embætti á landsfundi í júní Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram helgina 3. til 4. júní næstkomandi. 10. mars 2016 18:16