Réttur tími fyrir Íslendinga að huga að ábyrgum fjárfestingum Sæunn Gísladóttir skrifar 15. mars 2016 07:00 David Chen segir að á Íslandi gætu lífeyrissjóðirnir byrjað á því að huga meira að ábyrgum fjárfestingum. Vísir/Anton Það er alls ekki of seint fyrir Ísland að blanda sér inn í umræðuna um ábyrgar fjárfestingar og að fyrirtæki setji sér markmið um að fjárfesta meira í fjárfestingum sem skila bæði góðri ávöxtun og hafa samtímis góð áhrif á samfélag og umhverfi. Þvert á móti er núna fullkomni tíminn til að blanda sér í umræðuna þar sem hún er komin á þroskaðra stig. Þetta er mat David Chen hjá Equilibrium Capital. Hann heldur framsögu og ræðir ábyrgar fjárfestingar við fulltrúa úr íslensku atvinnulífi á opnum fræðslufundi VÍB í Hörpu í morgun. Hann telur að á Íslandi gætu lífeyrissjóðirnir byrjað á því að sýna gott fordæmi með því að leggja upp úr ábyrgum fjárfestingum. Umræðan um ábyrgar fjárfestingar hefur verið viðvarandi síðastliðin þrjátíu ár. Fyrirtæki í Norður-Evrópu hafa verið til fyrirmyndar í þessum málum. Í Noregi hefur olíusjóðurinn til að mynda sett sér strangar reglur um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum. Equilibrium Capital sem leggur upp úr ábyrgum fjárfestingum hefur byggt upp milljarða dollara eignastýringu. „Peningar og fjárfestingar geta gert mun meira en að bara skapa peninga. Þau geta haft djúpstæð áhrif á samfélagið og umhverfið, eftir því hvaða fjárfestingaleið er valin," segir Chen. Hann segir að auður sjóðsins hafi byggst upp af góðum og heppnum fjárfestingum frá stofnun árið 2007. „Við sáum sjálfbærni sem efnahagsmál og markaðurinn hefur snúið sér meira í þá átt. Við fjárfestum í eignasafni sem heitir “Real assets”, þar inni voru fasteignir, sveitabæir og orkuauðlindir, þetta hefur orðið að aðlaðandi fjárfestingu í núverandi óvissu á alþjóðamarkaði. Chen segir að nú ríki nýtt skeið í umræðunni. „Ég held að það hafi mikið með kreppuna að gera, en einnig vegna loftslagsbreytinga. Fyrirtæki eru ekki lengur bara að vera „góð" þegar þau taka tillit til samfélagsins og umhverfsins. Þetta er orðinn hluti af strategíu fyrirtækis hvernig það tæklar þessi mál. Fjöldi ritgerða úr akademíska umhverfinu og rannsóknir benda til þess að fyrirtæki sem reyna að vera ábyrgari þegar kemur að umhverfinu og samfélaginu nái að halda og skapa verðmæti betur en önnur fyrirtæki til lengri tíma litið." Hann segir að fyrirtækjum, sem einblíni á ábyrgar fjárfestingar, hafi farið fjölgandi undanfarin árin. „Á síðastu árum hefur það líka færst í aukarnar að þekkt gömul fyrirtæki eins og BlackRock og Goldman Sachs fari að einblína á svona fjárfestingar í auknum mæli," segir Chen. Á fundinum mun hann koma inn á hlutverk ríkisstjórnar í þessu öllu saman. „Við gleymum oft að ríkisstjórnir hafa rödd í því að setja reglugerðir um eignasöfn hjá fjárfestum," segir Chen.Bein útsending verður frá fundinum á Vísi klukkan hálf níu. Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Það er alls ekki of seint fyrir Ísland að blanda sér inn í umræðuna um ábyrgar fjárfestingar og að fyrirtæki setji sér markmið um að fjárfesta meira í fjárfestingum sem skila bæði góðri ávöxtun og hafa samtímis góð áhrif á samfélag og umhverfi. Þvert á móti er núna fullkomni tíminn til að blanda sér í umræðuna þar sem hún er komin á þroskaðra stig. Þetta er mat David Chen hjá Equilibrium Capital. Hann heldur framsögu og ræðir ábyrgar fjárfestingar við fulltrúa úr íslensku atvinnulífi á opnum fræðslufundi VÍB í Hörpu í morgun. Hann telur að á Íslandi gætu lífeyrissjóðirnir byrjað á því að sýna gott fordæmi með því að leggja upp úr ábyrgum fjárfestingum. Umræðan um ábyrgar fjárfestingar hefur verið viðvarandi síðastliðin þrjátíu ár. Fyrirtæki í Norður-Evrópu hafa verið til fyrirmyndar í þessum málum. Í Noregi hefur olíusjóðurinn til að mynda sett sér strangar reglur um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum. Equilibrium Capital sem leggur upp úr ábyrgum fjárfestingum hefur byggt upp milljarða dollara eignastýringu. „Peningar og fjárfestingar geta gert mun meira en að bara skapa peninga. Þau geta haft djúpstæð áhrif á samfélagið og umhverfið, eftir því hvaða fjárfestingaleið er valin," segir Chen. Hann segir að auður sjóðsins hafi byggst upp af góðum og heppnum fjárfestingum frá stofnun árið 2007. „Við sáum sjálfbærni sem efnahagsmál og markaðurinn hefur snúið sér meira í þá átt. Við fjárfestum í eignasafni sem heitir “Real assets”, þar inni voru fasteignir, sveitabæir og orkuauðlindir, þetta hefur orðið að aðlaðandi fjárfestingu í núverandi óvissu á alþjóðamarkaði. Chen segir að nú ríki nýtt skeið í umræðunni. „Ég held að það hafi mikið með kreppuna að gera, en einnig vegna loftslagsbreytinga. Fyrirtæki eru ekki lengur bara að vera „góð" þegar þau taka tillit til samfélagsins og umhverfsins. Þetta er orðinn hluti af strategíu fyrirtækis hvernig það tæklar þessi mál. Fjöldi ritgerða úr akademíska umhverfinu og rannsóknir benda til þess að fyrirtæki sem reyna að vera ábyrgari þegar kemur að umhverfinu og samfélaginu nái að halda og skapa verðmæti betur en önnur fyrirtæki til lengri tíma litið." Hann segir að fyrirtækjum, sem einblíni á ábyrgar fjárfestingar, hafi farið fjölgandi undanfarin árin. „Á síðastu árum hefur það líka færst í aukarnar að þekkt gömul fyrirtæki eins og BlackRock og Goldman Sachs fari að einblína á svona fjárfestingar í auknum mæli," segir Chen. Á fundinum mun hann koma inn á hlutverk ríkisstjórnar í þessu öllu saman. „Við gleymum oft að ríkisstjórnir hafa rödd í því að setja reglugerðir um eignasöfn hjá fjárfestum," segir Chen.Bein útsending verður frá fundinum á Vísi klukkan hálf níu.
Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira