BSRB skoðar aðkomu að íbúðafélagi Sæunn Gísladóttir skrifar 14. mars 2016 12:58 Stjórn BSRB hefur nú til skoðunar hvort bandalagið mun koma að stofnun íbúðafélags ásamt Alþýðusambandi Íslands. Vísir/Andri Marinó Stjórn BSRB hefur nú til skoðunar hvort bandalagið mun koma að stofnun íbúðafélags ásamt Alþýðusambandi Íslands (ASÍ). Félagið mun verða leigufélag sem rekið verður án hagnaðarsjónarmiða. Skýrast mun á næstu vikum hvort, og þá hvernig, BSRB mun taka þátt í stofnun íbúðafélagsins, segir í tilkynningu. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, kynnti áform um stofnun íbúðafélagsins við hátíðarhöld vegna 100 ára afmælis ASÍ um helgina. Félagið mun hafa það hlutverk að byggja fjölda leiguíbúða og leigja lágtekjufólki á viðráðanlegu verði. Skrifað var undir samning við Reykjavíkurborg um helgina um að borgin sjái félaginu fyrir lóðum fyrir 1.000 íbúðir á næstu fjórum árum.Mikil þörf segir formaður BSRB„Þetta er mikilvægt mál sem stjórn BSRB hefur verið með til skoðunar. Við þurfum að fara vandlega yfir alla þætti málsins áður en við tökum ákvörðun um aðkomu bandalagsins að málinu, en þörfin fyrir húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir tekjulægstu hópana ætti að vera öllum ljós,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Íbúðafélagið verður sjálfseignarstofnun með takmarkaða ábyrgð, og verður það rekið án markmiða um hagnað. Áður en hægt verður að stofna íbúðafélagið þarf Alþingi að samþykkja frumvarp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. Vonir standa til þess að það verði gert fyrir lok vorþings.Tekjulágir fái öruggt leiguhúsnæðiFormannaráð BSRB hvetur ríkisstjórnina og Alþingi til að samþykkja aðgerðir í húsnæðismálum sem byggja a frumvörpum ráðherra. Ráðið ályktaði á fundi sínum nýlega að leysa verði mikinn vanda á húsnæðismarkaði með heildstæðum og markvissum hætti, eins og bandalagið hafi margoft bent á. „BSRB hefur margítrekað bent á að auka þarf framboð öruggs leiguhúsnæðis fyrir fjölskyldur auk þess sem brýn nauðsyn er á að draga verulega úr húsnæðiskostnaði launafólks,“ segir meðal annars í ályktun formannaráðsins. Ráðið telur mikilvægt að tekjulágum fjölskyldum verði veittur aðgangur að öruggu leiguhúsnæði með viðráðanlegri leigu.BSRB leggur áherslu á blandaða byggðElín Björg segir að ýmsu að huga áður en félagið verði stofnað. „BSRB mun leggja áherslu á að þessar nýju íbúðir verði í blandaðri byggð, þannig að ekki verði um það að ræða að byggðar verði upp blokkir þar sem eingöngu tekjulágir leigja. Það er mikilvægt að útfæra þetta nánar til að tryggja blöndun. Félagar okkar í ASÍ eru okkur algerlega sammála, en við þurfum í sameiningu að finna réttu leiðina til að byggðin verði sannarlega blönduð.“ Forseti ASÍ sagði í samtölum við fjölmiðla um helgina að ASÍ muni leggja íbúðafélaginu til 10 milljónir króna í stofnfé. Í tilefni af aldar afmæli ASÍ gaf BSRB hreyfingunni eina milljón króna í stofnfé íbúðafélagsins. Ákveði stjórn BSRB að taka þátt í stofnun íbúðafélagsins með ASÍ mun bandalagið leggja til ákveðið hlutfall af stofnfé íbúðafélagsins til viðbótar við þessa gjöf. Einnig er áformað að aðildarfélögin veiti íbúðafélaginu víkjandi lán upp á allt að 100 milljónir króna til að tryggja rekstrarfjármögnun félagsins fyrstu fimm árin, þar til reksturinn verður orðinn nægilega mikill að umfangi til að hann verði sjálfbær. Tengdar fréttir Byggja þúsund íbúðir fyrir tekjulága í Reykjavík Alþýðusambandið og Reykjavíkurborg ætla að byggja eitt þúsund íbúðir fyrir tekjulágt launafólk á næstu fjórum árum. 12. mars 2016 18:45 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Stjórn BSRB hefur nú til skoðunar hvort bandalagið mun koma að stofnun íbúðafélags ásamt Alþýðusambandi Íslands (ASÍ). Félagið mun verða leigufélag sem rekið verður án hagnaðarsjónarmiða. Skýrast mun á næstu vikum hvort, og þá hvernig, BSRB mun taka þátt í stofnun íbúðafélagsins, segir í tilkynningu. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, kynnti áform um stofnun íbúðafélagsins við hátíðarhöld vegna 100 ára afmælis ASÍ um helgina. Félagið mun hafa það hlutverk að byggja fjölda leiguíbúða og leigja lágtekjufólki á viðráðanlegu verði. Skrifað var undir samning við Reykjavíkurborg um helgina um að borgin sjái félaginu fyrir lóðum fyrir 1.000 íbúðir á næstu fjórum árum.Mikil þörf segir formaður BSRB„Þetta er mikilvægt mál sem stjórn BSRB hefur verið með til skoðunar. Við þurfum að fara vandlega yfir alla þætti málsins áður en við tökum ákvörðun um aðkomu bandalagsins að málinu, en þörfin fyrir húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir tekjulægstu hópana ætti að vera öllum ljós,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Íbúðafélagið verður sjálfseignarstofnun með takmarkaða ábyrgð, og verður það rekið án markmiða um hagnað. Áður en hægt verður að stofna íbúðafélagið þarf Alþingi að samþykkja frumvarp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. Vonir standa til þess að það verði gert fyrir lok vorþings.Tekjulágir fái öruggt leiguhúsnæðiFormannaráð BSRB hvetur ríkisstjórnina og Alþingi til að samþykkja aðgerðir í húsnæðismálum sem byggja a frumvörpum ráðherra. Ráðið ályktaði á fundi sínum nýlega að leysa verði mikinn vanda á húsnæðismarkaði með heildstæðum og markvissum hætti, eins og bandalagið hafi margoft bent á. „BSRB hefur margítrekað bent á að auka þarf framboð öruggs leiguhúsnæðis fyrir fjölskyldur auk þess sem brýn nauðsyn er á að draga verulega úr húsnæðiskostnaði launafólks,“ segir meðal annars í ályktun formannaráðsins. Ráðið telur mikilvægt að tekjulágum fjölskyldum verði veittur aðgangur að öruggu leiguhúsnæði með viðráðanlegri leigu.BSRB leggur áherslu á blandaða byggðElín Björg segir að ýmsu að huga áður en félagið verði stofnað. „BSRB mun leggja áherslu á að þessar nýju íbúðir verði í blandaðri byggð, þannig að ekki verði um það að ræða að byggðar verði upp blokkir þar sem eingöngu tekjulágir leigja. Það er mikilvægt að útfæra þetta nánar til að tryggja blöndun. Félagar okkar í ASÍ eru okkur algerlega sammála, en við þurfum í sameiningu að finna réttu leiðina til að byggðin verði sannarlega blönduð.“ Forseti ASÍ sagði í samtölum við fjölmiðla um helgina að ASÍ muni leggja íbúðafélaginu til 10 milljónir króna í stofnfé. Í tilefni af aldar afmæli ASÍ gaf BSRB hreyfingunni eina milljón króna í stofnfé íbúðafélagsins. Ákveði stjórn BSRB að taka þátt í stofnun íbúðafélagsins með ASÍ mun bandalagið leggja til ákveðið hlutfall af stofnfé íbúðafélagsins til viðbótar við þessa gjöf. Einnig er áformað að aðildarfélögin veiti íbúðafélaginu víkjandi lán upp á allt að 100 milljónir króna til að tryggja rekstrarfjármögnun félagsins fyrstu fimm árin, þar til reksturinn verður orðinn nægilega mikill að umfangi til að hann verði sjálfbær.
Tengdar fréttir Byggja þúsund íbúðir fyrir tekjulága í Reykjavík Alþýðusambandið og Reykjavíkurborg ætla að byggja eitt þúsund íbúðir fyrir tekjulágt launafólk á næstu fjórum árum. 12. mars 2016 18:45 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Byggja þúsund íbúðir fyrir tekjulága í Reykjavík Alþýðusambandið og Reykjavíkurborg ætla að byggja eitt þúsund íbúðir fyrir tekjulágt launafólk á næstu fjórum árum. 12. mars 2016 18:45