Ómetanlegt að geta leitað í gott húsaskjól sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. mars 2016 12:09 Frá Patreksfirði í gær. vísir/Helga Gísladóttir Á fimmta tug íbúa á Patreksfirði var í gær gert að yfirgefa heimili sín eftir að hættustigi vegna krapaflóðahættu var lýst yfir. Um fjörutíu manns leituðu skjóls á Fosshóteli bæjarins, að sögn Helgu Gísladóttur, formanns Barðastrandasýsludeildar Rauða krossins. „Við vorum bara kölluð út í fjöldahjálparstöð um klukkan átta í gærkvöldi og fórum þrír sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum á Fosshótel á Patreksfirði sem hefur verið notað sem slíkt. Við tókum á móti fólki í gærkvöldi og það komu fjörutíu manns sem voru skráðir, frá rúmlega eins árs og upp úr. Það fóru níu manns annað, til ættingja og vina,“ segir Helga. Hún segir að vel hafi farið um alla. „Ég kom við í morgun um átta leytið og þá var fólk farið til vinnu og krakkarnir í skólann og létu bara vel af sér. Það er ómetanlegt að geta vísað fólki í svona gott húsaskjól þegar það þarf að yfirgefa heimili sín.“ Helga segir að þrátt fyrir að það hafi vissulega verið hvasst hafi Patreksfirðingar upplifað mun verra veður. „Miklu verra. Við bjuggumst við mjög slæmu veðri og fólk var farið að festa niður hluti og dót. En í þessari átt sem var í gær þá verður ekki svo slæmt hérna virðist vera.“ Veður Tengdar fréttir Hættustigi aflýst á Patreksfirði óÓvissustig ennþá í gildi á sunnanverðum Vestfjörðum. 14. mars 2016 09:59 Vitlaust veður í Bolungarvík: Fiskihjallur fauk í heilu lagi og rúður sprungu í björgunarbílnum Mikið hefur mætt á björgunarsveitarmönnum í Bolungarvík en þak fauk af fjárhúsi og er annar fiskihjallur við það að fjúka. 13. mars 2016 23:04 Fjöldahjálparstöð opnuð á Patreksfirði vegna ofanflóðahættu "Þetta eru svæði tíu, ellefu og tólf sem hafa verið rýmd,“ segir Helga Gísladóttir formaður Rauða krossins á Patreksfirði. 13. mars 2016 20:54 Annir hjá björgunarsveitum vegna veðurs Flest verkefnin hafa verið á Vestfjörðum og mest í Bolungarvík. 13. mars 2016 21:34 Þakplötunum rigndi í nótt Hestakerra, hjólhýsi og gámur fuku. 14. mars 2016 08:18 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Á fimmta tug íbúa á Patreksfirði var í gær gert að yfirgefa heimili sín eftir að hættustigi vegna krapaflóðahættu var lýst yfir. Um fjörutíu manns leituðu skjóls á Fosshóteli bæjarins, að sögn Helgu Gísladóttur, formanns Barðastrandasýsludeildar Rauða krossins. „Við vorum bara kölluð út í fjöldahjálparstöð um klukkan átta í gærkvöldi og fórum þrír sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum á Fosshótel á Patreksfirði sem hefur verið notað sem slíkt. Við tókum á móti fólki í gærkvöldi og það komu fjörutíu manns sem voru skráðir, frá rúmlega eins árs og upp úr. Það fóru níu manns annað, til ættingja og vina,“ segir Helga. Hún segir að vel hafi farið um alla. „Ég kom við í morgun um átta leytið og þá var fólk farið til vinnu og krakkarnir í skólann og létu bara vel af sér. Það er ómetanlegt að geta vísað fólki í svona gott húsaskjól þegar það þarf að yfirgefa heimili sín.“ Helga segir að þrátt fyrir að það hafi vissulega verið hvasst hafi Patreksfirðingar upplifað mun verra veður. „Miklu verra. Við bjuggumst við mjög slæmu veðri og fólk var farið að festa niður hluti og dót. En í þessari átt sem var í gær þá verður ekki svo slæmt hérna virðist vera.“
Veður Tengdar fréttir Hættustigi aflýst á Patreksfirði óÓvissustig ennþá í gildi á sunnanverðum Vestfjörðum. 14. mars 2016 09:59 Vitlaust veður í Bolungarvík: Fiskihjallur fauk í heilu lagi og rúður sprungu í björgunarbílnum Mikið hefur mætt á björgunarsveitarmönnum í Bolungarvík en þak fauk af fjárhúsi og er annar fiskihjallur við það að fjúka. 13. mars 2016 23:04 Fjöldahjálparstöð opnuð á Patreksfirði vegna ofanflóðahættu "Þetta eru svæði tíu, ellefu og tólf sem hafa verið rýmd,“ segir Helga Gísladóttir formaður Rauða krossins á Patreksfirði. 13. mars 2016 20:54 Annir hjá björgunarsveitum vegna veðurs Flest verkefnin hafa verið á Vestfjörðum og mest í Bolungarvík. 13. mars 2016 21:34 Þakplötunum rigndi í nótt Hestakerra, hjólhýsi og gámur fuku. 14. mars 2016 08:18 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Hættustigi aflýst á Patreksfirði óÓvissustig ennþá í gildi á sunnanverðum Vestfjörðum. 14. mars 2016 09:59
Vitlaust veður í Bolungarvík: Fiskihjallur fauk í heilu lagi og rúður sprungu í björgunarbílnum Mikið hefur mætt á björgunarsveitarmönnum í Bolungarvík en þak fauk af fjárhúsi og er annar fiskihjallur við það að fjúka. 13. mars 2016 23:04
Fjöldahjálparstöð opnuð á Patreksfirði vegna ofanflóðahættu "Þetta eru svæði tíu, ellefu og tólf sem hafa verið rýmd,“ segir Helga Gísladóttir formaður Rauða krossins á Patreksfirði. 13. mars 2016 20:54
Annir hjá björgunarsveitum vegna veðurs Flest verkefnin hafa verið á Vestfjörðum og mest í Bolungarvík. 13. mars 2016 21:34